Aðalleikarar
Leikstjórn
Handrit
Fyndin mynd með Billy Cristal sem leikur auðvitað alltaf sálfræðing. Robert DeNiro er glæpaforingi sem var í meðferð hjá honum áður í fyrstu myndinni. En hann snýr aftur úr hælinu syngjandi lög úr West side story og hann þarf að fara aftur í meðferð.
Þetta er önnur Analyze this myndin en hún er aðeins lélegri en fyrsta myndin. DeNiro er hættur að bögga Billy því hann er farinn á geðveikrahæli. En þegar hann er kominn út syngjandi lög úr West Side Story þarf Cristal að hjálpa honum aftur í sálfræðingu.
Analyze That
Hérna er framhaldið af lífi mafíuforingjans Paul Vitti (Robert DeNiro). Í byrjun myndarinnar kemst hann að því að einhver vill hann dauðan þegar hann er í fangelsi og reynir hann hvað sem er til að komast úr fangelsinu og finna hver það er. Til þess að komast úr fangelsinu byrjaði hann að syngja lagið úr West Wind Story “I feel pretty o so .......” og viti menn það tókst. Var Paul Vitti settur í umsjá geðlæknisins Ben Sobel (Billy Crystal) sem reyndi að hjálpa honum að lifa lífinu eðlilega, finna sér vinnu og svona þótt það gekk upp og ofan. Svo loksins fann hann eitthvað við sitt hæfi en átti hann að hjálpa til við gerð sjónvarpsþátt. En svo þegar það virtist allt vera að ganga upp hjá Viti þá er reynt að drepa hann. Stuttu eftir það ákveða þeir að reyna að taka lögreglutrukk fullan af gulli sem Ben Sobel ákveður að taka þátt í og er alls ekki ánægður með þegar upp er staðið.
Leikstjóranum Harold Remis tókst ágætlega að gera þessa mynd þótt einhver annar leikstjóri hefði getað gert þessa mynd betri. Myndin er með pínu húmor þótt hún eigi að vera spennandi allan tímann þótt ég geti ekki sagt að ég hafi verið fastur í sætinu mínu allan tímann.
Þokkaleg taka tvö
Það má sennilega hafa þessa umsögn stutta: Þeir sem höfðu gaman af Analyze this hafa væntanlega gaman af Analyze that.
Ef við ætlum að hafa þetta aðeins lengra má segja að þetta er meira og minna sama myndin og við sáum fyrir um það bil þremur árum, kannski helst að sviðsmyndum er breytt. Til að fyrirbyggja allan misskilning þá er það vel meint. Myndin er löngum fyndin blanda af sálfræðingabröndurum, mafíósabröndurum og sjónvarpsframleiðendabröndurum ásamt kannski einhverju til viðbótar svo sem leit mafíósaforingjans að heiðarlegri vinnu. Myndin er í það minnsta hin ágætasta skemmtun og hefur þann kost að vera gleymd um það leyti sem maður labbar út úr bíóinu.
Það þarf væntanlega ekki að taka fram að de Niro og Crystal standa sig með myndarbrag, meira að segja Lisa vinkona er skemmtileg á köflum. Hinn hlaupkenndi Joe Viterelli er þó sem fyrr allra manna skemmtilegastur.
Analyze That gefur forvera sínum ekkert eftir. Paul Vitti (Robert De Niro) losnar úr fangelsi með því að þykjast vera geðveikur og er sendur í varðhald hjá sálfræðingi sínum Ben Sobel (Billy Crystal). Bæði Ben og eiginkona hans (Lisa Kudrow) eru ekki ánægð með hegðun Vittis á heimili þeirra. Ben þarf svo að finna vinnu fyrir Vitti og er stórspaugilegt að sjá mafíósan að selja bíla.
Í Analyze That verður samband Bens Sobel og Paul Vitti einfaldlega raunverulegra og finnst mér það gera myndina heilsteyptari en þá fyrri. Robert De Niro og Billy Crystal fara auðvitað á kostum í hlutverki mafíósans og sálfræðingsins.
Harold Ramis nær að gera framhaldið með De Niro og Crystal ekki síðri en forverann og gerist það ekki oft. Hann leikstýrir og skrifar handritið á myndinni og gerir með eindæmum vel.
Analyze That er eins og fyrri myndinn frábær skemmtun sem enginn ætti að missa af.
Um myndina
Leikstjórn
Handrit
Vefsíða:
analyzethatmovie.warnerbros.com
Aldur USA:
R
Frumsýnd á Íslandi:
10. janúar 2003
VHS:
28. júlí 2003