Náðu í appið
Analyze This

Analyze This (1999)

"New York's most powerful gangster is about to get in touch with his feelings. YOU try telling him his 50 minutes are up."

1 klst 43 mín1999

Ben Sobol, geðlæknir, á við ýmis vandamál að etja: Sonur hans njósnar um sjúklinga hans þegar þeir eru að opna sig í stólnum hjá honum,...

Rotten Tomatoes70%
Metacritic60
Deila:
12 áraBönnuð innan 12 ára
Ástæða:OfbeldiOfbeldiBlótsyrðiBlótsyrði

Söguþráður

Ben Sobol, geðlæknir, á við ýmis vandamál að etja: Sonur hans njósnar um sjúklinga hans þegar þeir eru að opna sig í stólnum hjá honum, foreldrar hans vilja ekki mæta í væntanlegt brúðkaup hans og vandamál sjúklinga hans eru allt of hversdagsleg og leiðinleg. Paul Vitti, Mafíuguðfaðir, glímir einnig við ýmis vandamál: Hann fær skyndileg kvíðaköst á almannafæri, hann er búinn að missa hæfileikann til að drepa fólk og "besti vinurinn" er farinn að svíkja hann á ögurstundu. Dag einn rekst Ben á einn af bílum Vittis. Ben skilur eftir nafnspjaldið sitt og í kjölfarið kemur Don Paul Vitti sjálfur í heimsókn á stofuna hjá honum, en hann þarf að fá lækningu við vandamálum sínum innan tveggja vikna, þegar allir Guðfeðurnir eiga fund saman. Nú upphefjast krefjandi tímar fyrir Ben, brúðkaupið er á næsta leiti, eini sjúklingurinn hans vill geta leitað til hans hvenær sem er sólarhringsins, og alríkislögreglan pressar á hann að njósna um Paul Vitti. Og hvernig læknarðu sjúkling sem er vanur að leysa öll vandamál með byssu.

Aðalleikarar

Höfundar og leikstjórar

Framleiðendur

Warner Bros. PicturesUS
Village Roadshow PicturesUS
NPV EntertainmentUS
Face ProductionsUS
Tribeca ProductionsUS
Spring Creek PicturesUS

Verðlaun

🏆

Tilnefnd til tveggja Golden Globe verðlauna; sem besta gamanmynd og Robert de Niro fyrir leik. Vann American Comedy Awards sem besta mynd. Ýmsar aðrar tilnefningar og verðlaun.

Gagnrýni notenda (14)

★★★★★

Mjög skemmtileg mynd sem lætur mig koma í gott skap með góðum leikurum eins og Billy Crystla og Robert Deniro. Analyze that fjallar um það að sálfræðingur sem heitir Ted Sobols sem leikin...

Ógeðlega fyndin mynd sem spúffar algjörlega Godfather. Billy Cristal leikur sálfræðing eins og venjulega og DeNiro er glæpaforingi sem fer í meðferð hjá honum. Vel leikin mynd.

Mjög fyndin og vel leikin mynd, Billy Cristal leikur alltaf sálfræðing. Cristal leikur auðvitað sálfræðing sem fær nýjan mann í sálfræðingu (DeNiro) sem er mafíósi. Mjög góð mynd o...

Paul Vitti (Robert De Niro) er sennilega öflugasti mafíuforingi New-York borgar. En eftir að hann er næstum því drepinn í árás þá fer hann allt í einu að brotna niður andlega. Hann leita...

Það er hinn frábæri leikari, leikstjóri og handritshöfundur Harold Ramis "Ghostbusters, Groundhog Day, Multiplicity" sem er höfundur þessarar sprenghlægilegu myndar þar sem tveir af bestu le...

Billy Crystal og Robert DeNiro fara kostum í þessari mynd sem fjallar um mafíu foringja sem missir sjálfstraustið og leitar til sálfræðings, stórskemmtileg mynd!

Frábær skemmtun. Vel leikin, gott handrit. Hvað er hægt að biðja um meira?? Gaman að sjá Níróinn í þessu hlutverki sem gerir grín að þeim hlutverkum sem hann hefur oft leikið frábærl...

Þessi gamanmynd um alræmdan mafíuforingja, sem leggur óheppinn sálfræðing í einelti með vandamál sín, er ágætt stundargaman en skilur lítið eftir sig. Robert De Niro og Billy Crystal st...

Þessi mynd er frábær best alvöru grínmynd sem gerð hefur verið, Billy Crystal og Robert De Niro eru frábærir, skellið ykkur á þessa í bíói eða takiðhana þegar hún kemur á vídeó e...

Þessi mynd var allt í lagi en ekkert sérstök. Robert De Niro var frábær að vanda, Billy Crystal ágætur en sonurinn langskemmtilegasta persónan. Myndin var ekkert mjög fyndin en ágætis ske...

Þetta er frábær mynd, fyndin, vel leikin og ekki svo langdregin. Hún er vel þess virði að sjá hana.

Vel heppnuð grínmynd sem segir frá mafíuforingjanum Paul Vitti (Robert DeNiro) sem lendir í sálarkreppu einn daginn og leitar hjálpar hjá sálfræðingi nokkrum að nafni Ben Sobol(Billy Cryst...