Aðalleikarar
Leikstjórn
Handrit
Dude, Where's my Car? er verulega mikil sýra frá byrjun til enda. En það er hægt að skemmta sér yfir þessari vitleysu, og ég vil benda fólki sem er að fara horfa á þessa mynd ekki vera hugleiða einhverja sögu, gott handrit eða svoleiðis, því það skiptir engu máli þegar kemur að mynd eins og þessari. Hún þarf bara hafa mjög grófan og fyndin húmor og gott skemmtanagildi, sem eru helstu kostir myndarinnar. Þessi mynd er álíka fríkuð og að lenda í einhverri dópvímu, því vitleysan fer alveg út fyrir mörkin. En er samt góð skemmtun fyrir alla að sjá.
Þessi mynd er fyrir þennan ákveðna markhóp þeir sem eru ekki innan þessa marhóps fíla þessa mynd örugglega ekki en mér fannst hún virkilega fyndin þótt að mér fannst Dumb&Dumber mjög léleg en þessi mynd er vel leikin og brandararnir voru mjög góðir.
Bráðskemmtilegt sorp. Hreinlega ekkert í myndina varið, nema hvað að það má aldeilis skella uppúr annað veifið. Meðalmennskusorp, en skemmtanagildið ótvírætt.
Hér kynni ég fyrir ykkur eina af verstu myndum ársins, Dude where's my car. Þetta er hræðinlega misheppnuð mynd, ekkert nema endemis þvæla og vitleysa. Ég fór á hana í bíó af því að mér var boðið. Þegar hún byrjaði hélt ég að þetta væri bara ágætis mynd. En þar skjátlaðist mér. Hún fór allt of mikið út í einhverja vitleysu og mér var ekki hlátur í huga. Bæði illa leikin og leiðinleg mynd. Heimanám er skemmtilegri en þetta kjaftæði og ég mæli ekki með henni.
Þetta er í einu orði sagt ömurleg mynd. Það er hreinlega alveg sama hvað ég reyni, ég bara get ekki fundið einn ljósan blett á þessari hörmung. Ég átti nú reyndar ekki von á neinni stórmynd þegar ég leigði mér hana heldur grínmynd í anda American Pie og Roadtrip. Seann William Scott og Ashton Kutcher leika þá Chester og Jessie sem vakna upp einn dag eftir fyllerí og muna ekkert frá gærkvöldinu, en svo virðist sem margt hafi gerst og meðal annars er bíllinn þeirra horfin. Myndin snýst svo um það þegar þeir Jessie og chester reyna að leysa ráðgátuna. Í sjálfu sér er hugmyndin ekki svo slæm og ætti að vera hægt að gera ágætis mynd í kringum hana, en það mistekst gersamlega. Það fyndnasta við þessa mynd er hvað hún er svakalega ófyndinn. Þeir Seann William Scott og Ashton Kutcher voru svo sorglega lélegir að manni langaði til að fara að grenja. Ég ráðlegg engum að taka þessa mynd nema þeir séu að leita sér að leiðindum.
Um myndina
Leikstjórn
Handrit
Kostaði
$3.000
Aldur USA:
PG-13
Frumsýnd á Íslandi:
9. febrúar 2001
VHS:
31. júlí 2001