Náðu í appið
Abre los ojos

Abre los ojos (1997)

Open Your Eyes

1 klst 57 mín1997

Hinn myndarlegi og auðugi César á auðvelt með að heilla konurnar, en á erfitt með að losa sig við Nuria, konuna sem hann átti í sambandi við síðast.

Deila:
16 áraBönnuð innan 16 ára
Ástæða:OfbeldiOfbeldiVímuefniVímuefniBlótsyrðiBlótsyrði

Söguþráður

Hinn myndarlegi og auðugi César á auðvelt með að heilla konurnar, en á erfitt með að losa sig við Nuria, konuna sem hann átti í sambandi við síðast. Besti vinur hans, Pelayo, er hinsvegar frekar óheppinn í samskiptum sínum við hitt kynið og er afbrýðisamur út í César. Í afmælisveislu sinni hittir César hina stórglæsilegu og kynþokkafullu Sofia, sem er með Pelayo, en þau heillast strax hvort af öðru og eyða nóttinni saman heima hjá henni. Daginn eftir þá kemur César að Nuria fyrir utan hús Sofia, og hann þiggur boð hennar um að gefa sér far heim. En hún fremur sjálfsmorð á leiðinni, með því að aka bílnum á vegg. César lifir af, en andlit hans fer allt í klessu. Læknarnir búa ekki yfir nægri tækni til að endurgera andlit hans, og César er niðurdreginn og saknar Sofia. Kvöld eitt þá hittir César Sofia og Pelayo á krá, en hann drekkur of mikið og drepst áfengisdauða úti á götu. En daginn eftir, þá kemur Sofia að César úti á götu og kyssir hann og segir honum að hún elski hann. Þá segja læknarnir honum að þeir geti lagað andlit hans. Allt í einu snýst gæfa Césars við og hann er nú fastur í martröð.

Aðalleikarar

Höfundar og leikstjórar

Mateo Gil
Mateo GilHandritshöfundur

Aðrar myndir

Framleiðendur

SogetelES
Las Producciones del EscorpionES
Les Films Alain SardeFR
Lucky RedIT

Gagnrýni notenda (4)

Fínasta mind fuck

★★★★☆

Abre los ojos er spænsk mynd sem hefur verið endurgerð sem Vanilla Sky sem ég hef reyndar ekki séð. Hún fjallar um 25 ára bachelorinn César sem á allt í lífinu, nóg af vinum, fullt af p...

Myndin er kvikmyndin sem er búið að endurgera ameríska útgáfu sem margir þekkja sem Vanilla Sky. Myndin fjallar um mann að nafni Alejandro sem erfði mikinn pening frá foreldrum sínum og á ...

Frábærlega vel heppnuð bíómynd sem hlaut toppaðsókn á spáni og öðrum spænsku mælandi löndum sem síðar var endurgerð undir heitinu vanilla sky. hún er íleikstjórn hins fjölhæfa...