Aðalleikarar
Leikstjórn
Handrit
Ég er glerharður karlmaður með vagavöðva og mucho bringuhár (uhh) en þessi mynd snerti mig. The Sea Inside vann óskarsverðlaunin fyrir bestu erlendu myndina árið 2005. Hún hefði svo sem mátt vinna bestu mynd ársins mín vegna af því að hún er betri en Million Dollar Baby! Myndin er sannsöguleg og segir frá Ramón Sampedro sem hálsbrotnaði og lamaðist fyrir neðan háls. Hann óskaði opinberlega eftir því að deyja og ...um það er myndin.
Myndin spyr mikilvægra spurninga um tilgang lífsins, líknardráp og rétt manna til að deyja. Hver verður að svara fyrir sig. Ég verð hinsvegar að segja að ef búið er að ganga úr skugga um menn séu heilir á geði og ef lífsgæði þeirra eru engin þá finnst mér að þeir eigi rétt á því að binda endi á eigið líf. Hvað finnst ykkur?
Þessi leikstjóri er alveg magnaður. Ég þarf að fá Abre los ojos hjá ykkur Benni og Iðunn. Tesis og The Others voru virkilega flottar en þessi er betri en þær báðar. Javier Bardem er klárlega einn af topp 5 leikurum í dag, hann hefur sannað það hvað eftir annað. Þrátt fyrir efnisval er þetta ekki þynglyndismynd. Mér fannst hún nokkuð létt á köflum og skemmtileg. Allar helstu persónur eru vel þróaðar og allir leikarar standa sig vel. Fantasíu atriðið er líka vel heppnuð þar sem Ramón flýgur út um gluggann sinn í átt að hafinu. Virkilega falleg mynd.
“The person who really loves me will be the one who helps me die. That's love, Rosa. That's love.”
Condenado a vivir er önnur mynd sem gerð var um Ramón Sampedro árið 2001.
Um myndina
Leikstjórn
Handrit
Aldur USA:
PG-13
Frumsýnd á Íslandi:
4. febrúar 2005