Náðu í appið
A Hard Day's Night

A Hard Day's Night (1964)

"Soaring in their first, full-length, hilarious, action-packed film!"

1 klst 27 mín1964

Þann 2.

Rotten Tomatoes98%
Metacritic96
Deila:
Öllum leyfð Öllum leyfð

Söguþráður

Þann 2. febrúar n.k. mun Regnboginn frumsýna klassíska meistaraverkið um Bítlanna frá 1964: A Hard Days Night. Þetta er 35 ára afmælisútgáfa myndarinnar og af því tilefni hefur hún verið endurhljóðblönduð og filman hreinsuð til að tryggja sem best hljóð og myndgæði. John , Ringo, Paul og George hafa aldrei verið betri og fara á kostum í myndinni. Þessi frábæramynd hefur ekki verið í kvikmyndahúsum síðan í Tónabæ fyrir mörgum árum og því tilvalið fyrir alla Bítlaaðdáendur að sjá loksins myndina við bestuhugsanleg skilyrði í bestu gæðum á hvíta tjaldinu. Myndin er uppfull af uppákomum Bítlanna, húmorinn er aldrei langt undan og hin frægu lög kappanna sem allir þekkja eru sígild gullkorn sem eru ómissandi fyrir alla Bítlaaðdáendur unga sem gamla og myndin sjálf er einnig ómissandi fyrir alla unnendur góðrar tónlistar og góðra kvikmynda.

Aðalleikarar

Höfundar og leikstjórar

Framleiðendur

Proscenium FilmsGB
Walter Shenson FilmsGB