Náðu í appið
40
Bönnuð innan 6 áraMyndin getur valdið ótta hjá eða er ógnvekjandi fyrir ung börn

Superman II 1980

(Superman 2)

Miraculously freed from eternal orbit, the three outlaws from Krypton descend to earth, for the ultimate confrontation.

127 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 83% Critics
The Movies database einkunn 83
/100

Myndin hefst þar sem fyrri myndin, Superman: The Movie, endaði. Hryðjuverkamenn ráðast inní Eiffeil turninn í París og ná honum á sitt vald og hóta að sprengja hann upp með vetnissprengju. Superman bjargar París frá sprengjunni með því henda henni út í himingeiminn þar sem hún springur, en þá tekur ekki betra við því við sprenginguna þá losna þrír... Lesa meira

Myndin hefst þar sem fyrri myndin, Superman: The Movie, endaði. Hryðjuverkamenn ráðast inní Eiffeil turninn í París og ná honum á sitt vald og hóta að sprengja hann upp með vetnissprengju. Superman bjargar París frá sprengjunni með því henda henni út í himingeiminn þar sem hún springur, en þá tekur ekki betra við því við sprenginguna þá losna þrír glæpamenn frá plánetunni Krypton úr haldi í the Phantom Zone. Þeir fara til Jarðar þar sem þeir ætla sér að ná völdum. Á sama tíma, er Superman orðinn ástfanginn af Lois Lane, sem kemst að því hver hann er í raun og veru. Lex Luthor sleppur úr fangelsi og er ákveðinn í því að koma Superman fyrir kattarnef með því að fara í bandalag með glæpamönnunum þremur. ... minna

Aðalleikarar

The planet Houston
Superman 2 er að mínu mati ekkert síðri en fyrsta myndin. Hér tekur Superman(Christopher Reeve) þá ákvörðun að afsala sér ofurkröftunum en tekur þá nánast strax aftur eftir að þrjú ill ofurmenni frá Krypton ógna jörðinni. Eitt af því sem gerir Superman 2 svona góða er að Reeve kafar mjög djúpt í karakterinn og þegar hann er 'mannlegur' þ.e.a.s. án ofurkrafta þá sýnir myndin það hvað hann er veikbyggður þá(atriðið á veitingastaðnum og þegar hann gengur í snjóbylnum). Margot Kidder leikur Lois Lane sem fyrri daginn og gerir það bara vel þó hún sé annars ekkert spes leikkona og Gene Hackman snýr aftur sem Lex Luthor sem er bara gott mál. Semsagt, skemmtileg mynd og mjög trú myndasögunum(OK, kannski ekki mjög trú en trú samt) .
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Richard Donner gerði Superman 1 og 2 nánast á sama tíma. Og er það ástæðan af hverju 2 féll aðeins í metum hjá mér. Þrátt fyrir að hafa góð action atriði(þá helst bardagi Superman við aðalóvinina þrjá frá 1) og flottan stíl eins og einkenndi fyrstu myndina, þá er ég viss um að Donner hefði kannski átt að taka sér smá tíma frá fyrstu myndinni og fara betur í suma hluti. Þó hún toppi ekki 1 og Superman Returns, þá er hún pottþétt betri en 3 og 4(sem voru bara hörmung, let's face it). Lokaniðurstaða: 3 stjörnur og hin fínasta skemmtun.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir

Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn