Aðalleikarar
Leikstjórn
Handrit
Þetta er leiðinleg ræma. Ég horfði á þessa hörmung fyrir löngu síðan. Reyndi svo að horfa á hana aftur í von um að verða betri, en hún varð bara verri. Það sem gerir Conspiracy Theory að þeirri hörmung sem hún er: Glatað handrit Brian Helgeland. Þessi maður hefur fært okkur handrit af snilldarmyndum eins og L.A. Confidential og Man on Fire. Handritið að þessari er verulega þunnt og lítt áhugavert. Og svo voru Mel Gibson og Julia Roberts ekkert sérstök þannig séð. Hef séð þau mun betri í öðrum myndum. Þannig ég verð því miður að gefa þessari mynd tvo þumla niður. Vægast sagt svekkjandi mynd.
Ég tók þessa mynd sem gamla bara útaf Mel Gibson, ég bjóst ekki við neinu sérstök.
Myndin er frekar ýkt en samt allt í lagi að sjá einu sinni.
Ræma sem sýnir það og sannar sem Ishtar gerði nokkrum árum áður, að það skiptir engu máli þótt aðalleikararnir tveir séu voðalega frægir, það verður að vera handrit.
Þrátt fyrir að Gibson klóri í bakkann líður myndin fyrir algeran skort á sögu og rís aldrei upp úr ruslahaugnum.
Gef samt eina stjörnu, aðallega því Julia Roberts er svo sæt.
Fín mynd sem er upp á sitt besta á meðan Mel Gibson er að rúlla út úr sér samsæriskenningum um hitt og þetta, myndin hefði samt ekki átt að taka sig svona alvarlega, hún hefði virkað betur sem gamanmynd.
Mel Gibson veldur vonbrigðum með ofleik sínum í þessu langsótta og illa skrifaða tilbrigði við gamla samsærisþrillerinn The Manchurian Candidate frá árinu 1962. Sjáið hana miklu frekar.
Um myndina
Leikstjórn
Handrit
Vefsíða:
www.warnerbros.com/conspiracy-theory
Aldur USA:
R
Frumsýnd á Íslandi:
10. október 1997