Náðu í appið
Bönnuð innan 12 áraÍ myndinni er ljótt orðbragð

Assassins 1995

Fannst ekki á veitum á Íslandi

In the shadows of life, In the business of death, One man found a reason to live...

132 MÍNEnska
Sylvester Stallone var tilnefndur sem versti leikari á Razzie Awards.

Robert Rath er margreyndur leigumorðingi, sem vill hætta í bransanum. En þegar á reynir þá er það erfiðara en hann hélt. Yngri og hressari leigumorðingi, Bain, er nú kominn af stað og ætlar að drepa Rath. Rath fær tölvuhakkarann Electra í lið með sér til að verða fyrri til og drepa Bain.

Aðalleikarar


Mér fannst Assassins hin fínasta mynd, og fatta ekki hvað fólk sér slæmt við þessa mynd. Jú ok, er sammála með að Stallone og Banderas sýna enga snilldartakta, en hún bætir fyrir það með ágætis skammti af hasar til að halda manni glöðum. Svo er handrit þeirra Wachowski-bræðra(þeirra fyrsta, held ég) alveg ágætlega skrifað. Láta söguna líta út eins og vestra, nema hún gerist í nútímanum. Þetta er fín mynd fyrir þá sem fíla hraða og mikið af skotbardögum, en hinir geta látið þessa fram hjá sér fara.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Assasins er ágætis mynd en ekkert meistaraverk. Myndinn innihalda stórleikarana sylvester stallone og antonio banderas sem þeir báðir leika leigumorðinga. Þessi mynd fjallar um það að einn maður, sem heitir Robert Bain(sylvester) sem vill hætta sem leigumorðingi. Þegar hann ætlar að klára eitt af einu síðasta verkefni hans þá gerist eitthvað,fórnarlambið verður drepinn af einhverjum öðrum leigumorðingja sem leikinn er af Antonio Banderas. Lokverkefni hans Robert er 20millj. dollar fyrir að drepa Banderas og hinn fékk verkefni á að drepa Robert. Þannig gengur myndinn útaf. Mér fannst þessi mynd ekkert voðalega góð enn á kannski skilið tvær og hálfa. Richard Donner leikstýrir þessari mynd og fyrir þá sem vissu ekki þá eru mennirnir sem gerðu Matrixmyndirnar á bak við þessa mynd. Lokaorð mín er ágætis hasarmynd. Takk fyrir
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

ÉG varð fyrir miklum vonbrigðum með þessa mynd, hún hefur augljóslega verið gerð í flýti, en hugmyndin er samt góð.

Myndin er allt í lagi leikinn en það er bara söguþráðurinn og leikur(ef það kalllast leikur)Sylvester Stallones sem dregur myndina niður.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Þetta er rusl og ekkert annað en rusl. Greinilega verið gerð í flýti meðan vinsældir Banderas voru að komast í hámæli. Stallone er þarna bara eins og hann er vanur, semsagt glataður. Það er pínlegt að hlusta á Banderas reyna að tala ensku í þessari mynd því hann veldur því alls ekki. Einnig ofleikur hann alveg svakalega. Þessi mynd verður fljótlega grafin og gleymd.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Ég verð víst að vera hróplega ósammála þessum tveim dómum hér að ofan, enda ýmist í ökkla eða eyra. Myndin er langt frá því alslæm og langt frá því frábær. Fjallar um tvo leigumorðingja, einn sem er að byrja í bransanum og annan sem vill komast út úr honum. Auðvitað lendir þeim saman og menn eru drepnir alveg hægri vinstri. Langt frá því að vera á nokkurn hátt merkileg, en má alveg horfa á hafi maður ekkert annað og skárra við tímann að gera. Þess má til gamans geta að ljóshærða Interpol-konan sem Banderas drepur inni á hóteli í einni senunni er íslensk, þ.e.a.s. leikkonan sem leikur hana.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn