Náðu í appið
25
Bönnuð innan 12 ára

The Matrix Revolutions 2003

(The Matrix 3)

Frumsýnd: 5. nóvember 2003

Everything that has a beginning has an end.

129 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 33% Critics
The Movies database einkunn 47
/100

Neo kemst að því að einhvernveginn þá getur hann notað krafta sína í raunheiminum einnig, og hugur hans getur losnað frá líkamanum, en vegna þess þá er hann fastur á lestarstöð á milli Fylkisins og raunheima. Á sama tíma er Zion að búa sig undir stríð við vélarnar, og líkurnar á sigri eru afar litlar. Samstarfsmenn Neo reyna að frelsa hann frá The... Lesa meira

Neo kemst að því að einhvernveginn þá getur hann notað krafta sína í raunheiminum einnig, og hugur hans getur losnað frá líkamanum, en vegna þess þá er hann fastur á lestarstöð á milli Fylkisins og raunheima. Á sama tíma er Zion að búa sig undir stríð við vélarnar, og líkurnar á sigri eru afar litlar. Samstarfsmenn Neo reyna að frelsa hann frá The Merovingian ( Mervíkingnum ) þar sem því er trúað að hann sé sá útvaldi, sem muni binda enda á stríðið á milli mannkyns og véla. Það sem þeir vita hinsvegar ekki er um ógn frá þriðja aðila, sem hefur áætlanir um að eyða báðum heimum.... minna

Aðalleikarar


Þessi mynd er ótrúlega flott. Tæknibrellurnar eru þær flottutstu sem ég hef séð. Besta atriðið var þegar vélmeninn réðust á borgina. Líka þegar Neo barðist við Smiht gaurinn, ég mæli mikið með þessari.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Ég man þegar ég var að bíða eftir þessari, þá var ég að vonast að hún myndi loksins svara spurningunni sem allir voru að bíða eftir svari við: What is the Matrix? En eftir að ég horfði á þessa mynd, þá lét mér nægja svarið sem að þeir gáfu í fyrstu myndinni. Þessi mynd lætur held ég ekkert í ljós um hvað Matrix er. En hvað um það, fjöllum um gæðin á myndinni. Það er allavega augljóst að hún nær að toppa Reloaded en ekki fyrstu. That's for sure. Actionið er búið að endurbæta, Smith er bara í myndinni sem er bara gott. Var ekki að fíla agentana í 2. Tæknibrellurnar eru mjög svipaðar og í 2, líka pælingarnar. Hún er svo mjög nálægt því að fá 4 stjörnur hjá mér, en fær ekki þá einkunn vegna nokkurra ástæðna. 1: Lélegur leikur hjá helstu leikurum, helst Keanu. 2: Mun minna af Morpheus, fannst það lélegt. 3: Í sumum atriðum eru tæknibrellurnar augljósar. 4: Sagan eyðilegst í 2 og 3. That's it, held ég. En samt ég mæli með þessum myndum öllum saman. En best hefði samt bara verið að þeir hefðu gert fyrstu myndina og ekki meir, því sagan fer út í algjört rugl í seinni myndunum. Fáið ykkur box settið sem að er selt í BT, Elko og fleiri búðum. Mjög fróðlegt sett. Maður fær betri skilning á myndunum.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Jæja... þessi mynd er nokkuð asnaleg og kjánaleg en samt skemmtileg engu að síður en þegar aðalið byrjar verður þetta bara kjánalegt eins og það getur ekki orðið verra...minnir mig helst á súperman endurgerð. Jájá...alveg verðug að sjá og í raun bara góð mynd og gott að klára matrix syrpuna en hún er kjánaleg.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Smá Spoiler


Ég verð að segja að Matrix Reloaded hafi ollið mér vonbrigðum. En þessi mynd er allt annað. Bardagatriðin minna mikið meira á Matrix 1. Ég hef alltaf fílað dómsdagsmyndir þar sem alvarleikinn er í fyrirrúmi og allt eitthvað alvarlegt hehe.

Það sem mér finnst lélegt í þessari mynd er ferð Neo og Trinity í borg vélanna. Sú ferð er óþolandi rusl sem skilur þá fyrstu frá þessari. Einhverveginn missir Laurence Fishburne taktinn í myndinni og verður mjúkur ástsjúkur aumingi.

Einnig er lokabardaginn milli Smith og Neo einum of langdreginn. Arkitektinn var einn af fáu góðu í annari myndinni en einn af mörgum í þessari. Þessi mynd sparkar í rassinn á annari myndinni en hefur ekki tærnar þar sem sú fyrsta hefur hælanna.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Hinar tvær Matrix myndirnar eru góðar en núna er þetta komið út í eitthvað rugl. Samt eru góðar tæknibrellur en ég verð að sletta núna með einu ensku orði. BORING. Hún er ekkert spennandi og það munaði litlu að ég sofnaði. Myndin er bara tvær sögur en ein þeirra er að í Zion borginni eru vélarnar nærrum því komnar í borgina og stór vélmenni eru dritandi blýi á þær en á meðan í öllum þeim hasar er Neo (Keanu Reeves,Matrix Reloaded,The Matrix) og Trinity (Carrie Ann-Moss,Memento,Matrix Reloaded,The Matrix) á leið í borg vélanna og Neo er að fara að semja frið við þær og það er spurning hvort að vélmenninn haldast út. Allt við þessa mynd er drasl fyrir utan tæknibrellurnar og leikin og Matrix Revolution er hreinlega ein lélegasta mynd sem ég hef séð.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn