Náðu í appið
Bönnuð innan 6 áraMyndin getur valdið ótta hjá eða er ógnvekjandi fyrir ung börn

Superman III 1983

(Superman 3)

If the world's most powerful computer can control even Superman...no one on earth is safe.

125 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 29% Critics
The Movies database einkunn 44
/100

Hinn auðugi athafnamaður Ross Webster uppgötvar leynda hæfileika Gus Gorman, grallaralegs tölvusnillings. Ross ákveður að misnota hæfileika hans, til að hjálpa sér að ná efnahagslegum yfirráðum. Þegar Superman fer að skipta sér af málinu, þá verður eitthvað að gera til að ná stjórn á Ofurmenninu. Þegar gervi kryptónít Gus nær ekki að ráða niðurlögum... Lesa meira

Hinn auðugi athafnamaður Ross Webster uppgötvar leynda hæfileika Gus Gorman, grallaralegs tölvusnillings. Ross ákveður að misnota hæfileika hans, til að hjálpa sér að ná efnahagslegum yfirráðum. Þegar Superman fer að skipta sér af málinu, þá verður eitthvað að gera til að ná stjórn á Ofurmenninu. Þegar gervi kryptónít Gus nær ekki að ráða niðurlögum Superman, þá breytist Superman í illa holdtekju síns fyrra sjálfs, fljótlega eftir að Clark Kent hittir fyrrum kærustu sína Lana Lang á bekkjarendurfundum í Smallville.... minna

Aðalleikarar

Blanda af góðu og slæmu
Í Superman 3 þarf hetjan í rauða og bláa samfestingnum að kljást við hinn óheiðarlega og gráðuga ríkisbubba Ross Webster(Robert Vaughn) sem ætlar sér að hagnast ennþá frekar með hjálp tölvuforritarans Gus Gorman(Richard Pryor). Webster og Gorman njóta hjálpar tölvna og ekki batnar ástandið þegar þeir finna óhefðbundið kryptonít sem gerir Superman illan í stað þess að drepa hann. Superman 3 er talsvert síðri en forverar sínir tveir að mínu mati en samt er hún alls ekki sem verst. Það sem er slæmt við hana er þegar er verið að troða öllu þessu Smallville kjaftæði inn sem bara er alls ekki að meika það. Annette O' Toole er hræðilega pirrandi sem Lana Lang og strákurinn sem leikur son hennar ennþá verri. Einnig vantar alveg inn í þessa mynd einhvern skúrk úr myndasögunum sem er mjög stór galli. Richard Pryor er alveg ágætur hér en einhvern veginn þá passar hann ekki alveg inn í þetta, hann var miscast eins og einn gagnrýnandi orðaði það. Robert Vaughn er alltílæ en ekki eins góður og Gene Hackman sem lék Lex Luthor í hinum myndunum. Það sem er gott við Superman 3 er allt tölvubraskið sem eru reyndar skemmtilegir og sniðugir kaflar og það sem er algjörlega að bjarga myndinni er hvað það er flott þegar Christopher Reeve leikur hinn illa Superman. Ótrúlegt hvað hann gerir það vel og vert er að sjá myndina bara út af því. Annars fíla ég 1 og 2 mun betur og get ekki gefið þessari hærri einkunn en 6/10.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn