Náðu í appið
Öllum leyfðÍ myndinni er sýnd nekt og/eða þar er að finna kynferðislega hegðun eða tilvísanir

Heartbreakers 2001

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 7. september 2001

They Will Love You For Richer. And Leave You For Poorer

123 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 54% Critics
The Movies database einkunn 47
/100

Þegar kemur að því að svindla á milljónamæringum, þá eru mæðgurnar Maxine Conners og dóttir hennar, Paige, sannir fagmenn. Fyrst giftist Maxine þeim. Þá tælir Paige þá ... og svo fer móðirin fram á skilnað með tilheyrandi skilnaðarpakka. Þar á eftir er komið að næsta fórnarlambi; sem er hinn miður geðslegi milljarðamæringur William Tensy. Til allrar... Lesa meira

Þegar kemur að því að svindla á milljónamæringum, þá eru mæðgurnar Maxine Conners og dóttir hennar, Paige, sannir fagmenn. Fyrst giftist Maxine þeim. Þá tælir Paige þá ... og svo fer móðirin fram á skilnað með tilheyrandi skilnaðarpakka. Þar á eftir er komið að næsta fórnarlambi; sem er hinn miður geðslegi milljarðamæringur William Tensy. Til allrar óhamingju, þá brýtur Paige allar reglur mæðgnanna og verður ástfangin í alvöru af ungum barþjón. Núna þarf Maxine að passa upp á að missa ekki dótturina og peningana hans Tensy, áður en hún missir besta glæpafélaga sem hún mun nokkurn tímann eignast.... minna

Aðalleikarar


Pure leiðindi eins og þau gerast best. Sá eini sem kemur með eitthvað í þessa mynd er Gene Hackman sem á fína spretti. Sigourney Weaver er svona allt í lagi. Og Jennifer Love Hewitt ætti að vera hætt að leika fyrir lifandis löngu. Það eina sem er gott við hana er fegurð hennar, og það eitt og sér er þess virði til þess að sjá þessa mynd. En sem bíómynd, er hún sóun á tíma.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Sigourney Weaver og Jennifer Love Hewitt leika mæðgur sem vinna fyrir sér með svikum og lygum. Þær tæla menn, giftast þeim, skilja við þá og fá þó nokkurn pening út úr því. Einn daginn ákveða þær að flytja til Palm beach en þá gleymir Page (Hewitt) reglu númer eitt, aldrei verða ástfanginn. Hún verður ástfangin af einhverjum strák og hver vandræðin á fætur öðru koma í ljós. Myndin er mjög fín, skemmtilega leikin og ég held að það sé óhætt að mæla með henni. Ég gef henni þrjár stjörnur.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Þetta er gamanmynd um mæðgur að sem Sigourney Weaver og Jennifer Love Hewitt leika. Þær eru eins konar glæpamenn. Móðirin giftist ríkum mönnum og eftir brúðkaupið tælir dóttir hennar þá, mamman kemur að þeim, fer fram á skilnað og fær helling af peningum. Þetta getur ekki farið úrskeiðis, eða hvað. Dóttirin er orðin leið á þessu og ákveður að hún verði sú sem að giftist og dregur einhvern mann á tálar en verður svo ástfangin af honum. Og þá ákveður mamman að að taka til sinna mála.

Þetta var mynd sem mér fannst mjög skemmtileg og mæli með henni.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Heartbreakers er mjög fín mynd get ég sagt ykkur og mæli með að þið farið út á leigu og takið hana því allir geta hlegið eitthvað af þessari mynd eða það held ég. Hún fjallar um mæðgur sem eru einkonar glæpamenn þær tæla menn, giftast þeim og svo gerist eitthvað á brúðkaupsnóttinni og þær vilja skilnað. En í þessari mynd verður dóttirin hrifin af strák sem hún ætlar að tæla og hvað vitið þið hvað gerist þið verðið að sjá þessa mynd. Ef ykkur langar að sjá hana hlaupið út á næstu leigu. Góða skemmtun.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Heartbreakers fjallar um mæðgur sem stunda það að tæla ríka menn, giftast þeim og skilja svo við þá til að fá fullt af peningum. Allt virðist ganga eins og í sögu þar til þau hitta fyrir keðjureykjandi, gamlan ríkan mann (Geni Hackman) og þá fer nú að halla undan fæti.Byrja bara á því að segja að hér er á ferðinni leiðinleg gamanmynd. Mér stökk ekki bros á vör. Þar að auki er myndin 130 mínútur sem er allt of langt fyrir gamanmynd af þessu tagi. Hún er virkilega langdregin og ég stóð mig oft af því að líta á klukkuna. Gene Hackman fær þessa stjörnu en hann er alltaf góður. Forðist þessa.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn