Náðu í appið
Öllum leyfðÍ myndinni er sýnd nekt og/eða þar er að finna kynferðislega hegðun eða tilvísanir

The Curse of the Jade Scorpion 2001

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 7. júní 2002

Love stings

103 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 45% Critics
The Movies database einkunn 52
/100

CW Briggs er mikils metinn rannsóknarmaður hjá tryggingafélagi, og hefur átt glæstan feril. Betty Ann Fitzgerald er nýr starfsmaður hjá fyrirtækinu, og hefur það hlutverk að endurskipuleggja skrifstofuna. Þau þola ekki hvort annað - eða það er amk. það sem þau halda. Þegar þau fara eitt kvöldið út með vinnufélögunum, þá fara þau að sjá Voltan,... Lesa meira

CW Briggs er mikils metinn rannsóknarmaður hjá tryggingafélagi, og hefur átt glæstan feril. Betty Ann Fitzgerald er nýr starfsmaður hjá fyrirtækinu, og hefur það hlutverk að endurskipuleggja skrifstofuna. Þau þola ekki hvort annað - eða það er amk. það sem þau halda. Þegar þau fara eitt kvöldið út með vinnufélögunum, þá fara þau að sjá Voltan, sem er töframaður sem dáleiðir þau leynilega, til að nota þau í eitthvað skuggalegt. Næsta kvöld þá fremur Briggs sitt fyrsta rán og þegar hann vaknar morguninn eftir þá man hann ekkert eftir því. Hlutirnir flækjast til muna þegar hann byrjar að rannsaka málið sjálfur. Mun hann ná að finna ... sjálfan sig ?... minna

Aðalleikarar

Leikstjórn

Handrit

Allen á betri degi
Gamla brýnið Woody Allen sýnir loks aftur betri hlið sína - þar sem hann hafði ekki gert almennilega góða mynd síðan 1996 - og færir okkur hér vel heppnaða og gamaldags blöndu af gamanmynd og glæpasögu. Margir skemmtilegir leikarar (Helen Hunt, Dan Aykroid, Charlize Theron, Wallace Shawn, David Ogden Stiers o.fl.) hafa hér safnast saman, og flestir standa sig alveg með ágætum. Helen Hunt stendur að vísu uppúr, og Allen sjálfur er heldur ekkert slæmur. Eins og venjulega þá skrifar hann alla bestu brandarana fyrir sjálfan sig.

Söguþráðurinn heldur áhuga manns frá upphafi til enda og atburðarásin sjálf er helvíti skemmtileg og meira að segja nokkuð ófyrirsjáanleg. Leikstjórnin er traust, húmorinn þónokkuð svartur en missir þó sjaldan marks (one-linerarnir hjá Allen eru alveg hreint drepfyndnir), og svo má heldur ekki gleyma óborganlegu handriti. The Curse of the Jade Scorpion verður að teljast með þeim betri gamanmyndum Allens, enda er hún mikið meira í stíl við eldri myndir hans (nokkrar þeirra dýrka ég og dái). Hún er samt hvergi gallalaus, og það eru nokkrir smágallar sem útiloka möguleika á hærri einkunn (eins og m.a. endirinn, sem var kannski fullklauflega skrifaður). En engu að síður fær þessi mynd mín meðmæli. Þetta er meinlaus og bráðfyndin afþreying sem flestir (aðallega þeir sem þola Woody Allen) ættu að gefa sér tíma í.

7/10

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn