Aðalleikarar
Leikstjórn
Handrit
Allen á betri degi
Gamla brýnið Woody Allen sýnir loks aftur betri hlið sína - þar sem hann hafði ekki gert almennilega góða mynd síðan 1996 - og færir okkur hér vel heppnaða og gamaldags blöndu af gamanmynd og glæpasögu. Margir skemmtilegir leikarar (Helen Hunt, Dan Aykroid, Charlize Theron, Wallace Shawn, David Ogden Stiers o.fl.) hafa hér safnast saman, og flestir standa sig alveg með ágætum. Helen Hunt stendur að vísu uppúr, og Allen sjálfur er heldur ekkert slæmur. Eins og venjulega þá skrifar hann alla bestu brandarana fyrir sjálfan sig.
Söguþráðurinn heldur áhuga manns frá upphafi til enda og atburðarásin sjálf er helvíti skemmtileg og meira að segja nokkuð ófyrirsjáanleg. Leikstjórnin er traust, húmorinn þónokkuð svartur en missir þó sjaldan marks (one-linerarnir hjá Allen eru alveg hreint drepfyndnir), og svo má heldur ekki gleyma óborganlegu handriti. The Curse of the Jade Scorpion verður að teljast með þeim betri gamanmyndum Allens, enda er hún mikið meira í stíl við eldri myndir hans (nokkrar þeirra dýrka ég og dái). Hún er samt hvergi gallalaus, og það eru nokkrir smágallar sem útiloka möguleika á hærri einkunn (eins og m.a. endirinn, sem var kannski fullklauflega skrifaður). En engu að síður fær þessi mynd mín meðmæli. Þetta er meinlaus og bráðfyndin afþreying sem flestir (aðallega þeir sem þola Woody Allen) ættu að gefa sér tíma í.
7/10
Gamla brýnið Woody Allen sýnir loks aftur betri hlið sína - þar sem hann hafði ekki gert almennilega góða mynd síðan 1996 - og færir okkur hér vel heppnaða og gamaldags blöndu af gamanmynd og glæpasögu. Margir skemmtilegir leikarar (Helen Hunt, Dan Aykroid, Charlize Theron, Wallace Shawn, David Ogden Stiers o.fl.) hafa hér safnast saman, og flestir standa sig alveg með ágætum. Helen Hunt stendur að vísu uppúr, og Allen sjálfur er heldur ekkert slæmur. Eins og venjulega þá skrifar hann alla bestu brandarana fyrir sjálfan sig.
Söguþráðurinn heldur áhuga manns frá upphafi til enda og atburðarásin sjálf er helvíti skemmtileg og meira að segja nokkuð ófyrirsjáanleg. Leikstjórnin er traust, húmorinn þónokkuð svartur en missir þó sjaldan marks (one-linerarnir hjá Allen eru alveg hreint drepfyndnir), og svo má heldur ekki gleyma óborganlegu handriti. The Curse of the Jade Scorpion verður að teljast með þeim betri gamanmyndum Allens, enda er hún mikið meira í stíl við eldri myndir hans (nokkrar þeirra dýrka ég og dái). Hún er samt hvergi gallalaus, og það eru nokkrir smágallar sem útiloka möguleika á hærri einkunn (eins og m.a. endirinn, sem var kannski fullklauflega skrifaður). En engu að síður fær þessi mynd mín meðmæli. Þetta er meinlaus og bráðfyndin afþreying sem flestir (aðallega þeir sem þola Woody Allen) ættu að gefa sér tíma í.
7/10
Um myndina
Leikstjórn
Handrit
Framleiðandi
Dreamworks
Aldur USA:
PG-13
Frumsýnd á Íslandi:
7. júní 2002
VHS:
5. september 2002