Náðu í appið
Serendipity

Serendipity (2001)

"Destiny ... With A Sense Of Humor."

1 klst 30 mín2001

Jonathan Trager og Sara Thomas hittast þegar þau eru að kaupa sér hanska í New York.

Rotten Tomatoes58%
Metacritic52
Deila:
Öllum leyfð Öllum leyfð
Ástæða:KynlífKynlífBlótsyrðiBlótsyrði

Hvar má horfa

Söguþráður

Jonathan Trager og Sara Thomas hittast þegar þau eru að kaupa sér hanska í New York. Þó þau séu að kaupa hanskana fyrir unnustu og unnusta sinn, þá gerast einhverjir töfrar þetta jólakvöld, og ástin kviknar á milli þeirra. Jon vill halda þessu áfram, en Sara er ekki viss um hvort að þessu ævintýri þeirra sé ætlað að verða eitthvað meira. Þau ákveða að láta reyna á örlögin með því að skiljast að og sjá hvort örlögin færi þau saman aftur. Mörgum árum síðar, eftir kvöldið góða, þá eru þau nú bæði trúlofuð og ætla að fara að giftast öðru fólki, enda hafa þau ekki sést í öll þessi ár. Samt geta þau ekki enn losað sig við þá hugsun hvort að örlögin ætli þeim að vera saman. Jon fær hjálp frá besta vini sínu í að finna stúlkuna sem hann getur ekki hætt að hugsa um, og byrjar í búðinni sem þau hittust í fyrst. Sara biður kærasta sinn, tónlistarmanninn, um leyfi til að fá að fara í smá frí fyrir brúðkaupið, og fer með bestu vinkonu sinni frá Kaliforníu til New York, í þeirri von að örlögin færi hana og sálufélaga sinn saman. Þegar á hólminn er komið eru þau oft nálægt því að hittast, en örlögin munu ákvarða hvort þau hittist á nýja leik.

Aðalleikarar

Höfundar og leikstjórar

Framleiðendur

Tapestry FilmsUS
MiramaxUS
Simon Fields Productions

Gagnrýni notenda (3)

Mér fanst þessi mynd alveg yndisleg.Hun var findin og ævintíragjörn afhverju ekki að trúa á hið mögulega ævintíri. Auðvitað hefði söguþráðurinn mátt vera meira grípandi og svipt m...

★★★☆☆

John Cusack sleppur rétt svo með að bjarga þessari allt-í-lagi afþreyingu, sem inniheldur ansi fáránlegan söguþráð. Kate Beckinsale nær ekki að sannfæra mann nógu mikið með leik sinn...

John Cusack (Con Air, High Fidelity o. fl.) og Beckinsale (Peal Harbor) leika hér saman í kvikmynd sem er ekki nógu góð. Hún reynir að vera fyndin og jafnframt rómantísk, en það gengur ekki...