Náðu í appið
Town and Country

Town and Country (2001)

"There's no such thing as a small affair."

1 klst 44 mín2001

Vel stætt og frjálslynt par frá New York, Porter og Ellie Stoddard, sem eru nýbúin að halda upp á 25 ára brúðkaupsafmæli sitt, og Griffin og Mona Morris, eru bestu vinir.

Rotten Tomatoes13%
Metacritic34
Deila:
Öllum leyfð Öllum leyfð
Ástæða:KynlífKynlífBlótsyrðiBlótsyrði

Söguþráður

Vel stætt og frjálslynt par frá New York, Porter og Ellie Stoddard, sem eru nýbúin að halda upp á 25 ára brúðkaupsafmæli sitt, og Griffin og Mona Morris, eru bestu vinir. Porter og Ellie vinna meira að segja saman - hann er arkitekt, og hún er yfirhönnuður bygginganna sem hann hannar - og Porter og Mona hafa þekkst frá því þau voru börn. Þó að hjónabönd beggja séu talin traust, þá er hjónaband Porter og Ellie álitið brothættara, enda Porter gamaldags í skoðunum. En þó fer það svo að Mona kemur að Griffin þar sem hann er að halda framhjá henni. Þetta verður til þess að samband vinahjónanna fer í uppnám. Griffin vill fá að vita hvað Mona veit um rauðhærðu konuna sem hún sá hann með, og ávítur Porter á Griffin hljóma sem hræsni þar sem Porter sjálfur hefur átt í ástarsambandi við sellóleikara að nafni Alex, þó hann sé ekki viss um það sjálfur afhverju hann vildi endilega halda framhjá, og hvað þá með Alex, sem hann á ekkert sameiginlegt með. Porter á nú í sambandi við nokkrar fleiri konur, þar á meðal Eugenie Claiborne, sem, ásamt foreldrum sínum, lítur sambönd óhefðbundum augum, og afgreiðslustúlku í byggingavöruverslun að nafni Auburn - en allt þetta gæti hjálpað honum að sjá samband sitt við Ellie í skýrara ljósi.

Aðalleikarar

Höfundar og leikstjórar

Framleiðendur

Simon Fields Productions
Longfellow PicturesUS
FR Productions
Sidney Kimmel EntertainmentUS
New Line CinemaUS

Gagnrýni notenda (1)

Vond mynd um leiðinlegt fólk

★☆☆☆☆

Sjaldan hef ég séð eins kvikindislega og óviðkunnanlega "gamanmynd" og þessa Town & Country. Ekki láta nöfn leikaranna blekkja ykkur, því það er nákvæmlega EKKERT fyndið við þessa myn...