Shall We Dance?
2004
Frumsýnd: 22. október 2004
Step out of the ordinary
106 MÍNEnska
47% Critics 47
/100 John Clark er miðaldra lögfræðingur í Chicago. Hann ann fjölskyldu sinni og eiginkonu Beverly, en annríki þeirra beggja og daglegt amstur í gegnum tveggja áratuga hjónaband, veldur því að Clark finnst vanta eitthvað í líf sitt. Á leið sinni heim úr vinnu í lestinni á hverjum degi, tekur hann alltaf eftir sömu ungu og fallegu íhugulu konunni, sem starir útum... Lesa meira
John Clark er miðaldra lögfræðingur í Chicago. Hann ann fjölskyldu sinni og eiginkonu Beverly, en annríki þeirra beggja og daglegt amstur í gegnum tveggja áratuga hjónaband, veldur því að Clark finnst vanta eitthvað í líf sitt. Á leið sinni heim úr vinnu í lestinni á hverjum degi, tekur hann alltaf eftir sömu ungu og fallegu íhugulu konunni, sem starir útum gluggann í Miss Mitzi´s dansskólanum, sem sérhæfir sig í samkvæmisdönsum. Hann heillast af fegurð hennar og depurð, sem verður til þess að hann ákveður að fara í stúdíóið dag einn á leið heim úr vinnunni. Hann kemst að því að konan heitir Paulina, og er einn af kennurunum og fyrrum heimsklassa samkvæmisdansari. Hann skráir sig á byrjendanámskeið, þó svo að það sé Miss Mitzi sem kenni það námskeið, en ekki Paulina. Eftir því sem tíminn líður, þá tengist Clark fólki sem er með honum á námskeiðinu, hinum of þunga Vern sem vill læra að dansa áður fyrir brúðkaup sitt sem er á næsta leiti, og Chic, sem vill heilla dömurnar - og hann kynnist einnig hinni kappsfullu og opinskáu Bobbie, sem er að leita sér að dansfélaga, og annari manneskju sem kemur John mikið á óvart og vill geta sýna heiminum sitt rétta andlit. Eftir því sem Paulina leyfir sér að kynnast fólkinu einnig, þó hún vilji ekki kynnast nemendum of náið, þá kemst John að því hvað það var sem hann heillaðist af við hana í glugganum. Á sama hátt eru allir í dansskólanum að leita að sínum rétta stað í lífinu með rétta fólkinu, þar á meðal Paulina. Það er ekki víst að endirinn verði John að skapi, þegar Beverly fer að gruna hann um að standa í framhjáhaldi. ... minna