Náðu í appið
Bönnuð innan 16 áraÍ myndinni er ljótt orðbragð

Frailty 2001

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 26. apríl 2002

There are demons among us

100 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 75% Critics
The Movies database einkunn 64
/100

Fenton Meeks, kemur til alríkislögreglunnar til að segja að líklega sé bróðir hans Adam raðmorðinginn sem kallar sig God´s Hands, sem lögreglan hefur leitað að. Í myndinni eru notuð leifturbrot úr fortíðinni til að sýna æsku Meeks með föður sem trúði því að hann væri sendiboði Guðs og ætti að eyða djöflum sem lifðu í líkömum manna. Fenton... Lesa meira

Fenton Meeks, kemur til alríkislögreglunnar til að segja að líklega sé bróðir hans Adam raðmorðinginn sem kallar sig God´s Hands, sem lögreglan hefur leitað að. Í myndinni eru notuð leifturbrot úr fortíðinni til að sýna æsku Meeks með föður sem trúði því að hann væri sendiboði Guðs og ætti að eyða djöflum sem lifðu í líkömum manna. Fenton leit á föður sinn sem illan, á meðan Adam leit á hann sem hetju. ... minna

Aðalleikarar

Leikstjórn

Handrit


Thokkalega var ég sáttur eftir ad hafa séd thessa mynd. Vel leikin(meiri segja af Matthew McCougblablabla),vel gerd og creepy!!! Virkar voda óspennandi vid fyrstu sýn (allavega fannst mér thad...enn jæja..) enn er eins og kold vatnsgusa thegar mar er búinn ad horfa á hana!! Bill Paxton rokkar feitt sem leikstjóri.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Ég fór á þessa myndi í bíó vegna þess að það var uppselt á óvissusýningu sem að ég ætlaði á. Ég varð ekki vonsvikinn þegar að ég var búin að sjá þessa. Þetta er einn besti spennutrillir sem að ég hef séð hún kemur alltaf á óvart og maður veit aldrei hvað er að fara að gerast. Hún byrjar þannig að það kemur maður til FBA manns og segir honum að hann viti hver Guðshandarmorðinginn er og þegar hann fer að segja honum hver það er fer hann að segja honum sögu sem fjallar um mann sem telur sig eða fær viturn frá guði um það að hann skuli fara og drepa djöfla á jörðunni og að hann myndi fá þrjá hluti til að fjarlægja þá úr þessum heimi. Hann fékk hanska, járn rör og öxi. Hann notaði hanskan til þess að sjá ekki hvað djöflarnir hefðu gert við annað fólk í heiminum, hann notaði járn rörið til þess að rota einstæklinginn og síðan notaði hann öxina til þess að afhausa djöfulinn. Maðurinn sem fær vitrunina er leikinn af Bill Paxton og á hann tvo syni sem að eiga að hjálpa honum í því að drepa þessa djöfla.

+++(Annar sonurinn er maðurinn sem kom til FBI mannsins og er að segja honum þessa sögu. Hinn sonurinn á að vera guðshandarmorðinginn og hann á að vera dáinn og segir sonurinn að hann hafi drepið sjálfan sig vegna þess hve álgið var orðið mikið.)+++

Þegar Bill Paxton er kominn með djöfulinn heim til sín og ætlar að fara að drepa hann tekur hann af sér hanskana og snertir djöfulinn og sér hann þá hvað þeir hafa gert. Þetta er frumraun Bill Paxtons í lekstjórn og er hann í þessari mynd að reyna að koma því óorði af honum sem hefur komið á hann yfir hans leikferil eða það hann sé alltaf leiðinlegi kallinn ein og í Tru Lies og fleiri myndum. Hún er snilldarlega leikinn og þessi mynd fær mann til þess að hugsa. Hún fær 3 og hálfa stjörnu hjá mér en hún hefði fengið þá fjórðu ef hún hefði sínt meira blóð og þannig lagað en þá hefði hún kanski ekki verið leyfð í mörgum kvikmyndahúsum. Ef þið viljið vita hvort hann er að segja satt með það að hann hafi séð engil og sé að drepa djöfla eða hvort hann sé bara orðinn ruglaður og hann sé að drepa fólk sem honum líkar ekki. Mæli með þessari hún er vel gerð vel leikin í alla staði og gott plott. Drífið ykkur að sjá þessa

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Vá hvað þessi mynd situr í mér maður. Frailty er dúndrandi spennutryllir sem ég bjóst ekki við miklu af en þessi mynd kom mér þokkalega á óvart.

Frailty fjallar um ´ Dad Meiks' (Bill Paxton) og syni hans tvo þá Fenton (Matthew O´leary) og Adam (Jeremy Sumpter). Myndin gerist þegar að Fenton sögumaður er orðinn fullorðinn (Matthew McConaughey) en hann segir frá atburðum sem gerðust þegar hann var lítill. Atburðirnir eru algert leyndarmál en hann ætlar að segja FBI lögreglumanninum, Wesley Doyle (Powers Boothe) sem er að eltast við The God hands killer frá því. Þegar hann var yngri sagðist faðir hans hafa fengið skilaboð frá guði um að tortíma djöflum af jörðinni. Faðir hans sem er mjög trúaður vill ekki bregðast guði sínum og skráir niður á blað nöfn þeirra sem hann á að tortíma og lætur svo af því verða. Adam elskar föður sinn mjög heitt og vil alls ekki bregðast honum en Fenton hefur mjög mikið á móti því sem faðir hans er að gera. En af hverju datt Fenton allt í einu í hug að segja Wesley frá þessum atburðum?

Allir leikararnir nema Matthew Mchoneghey standa sig mjög vel í myndinni, Matthew er samt skárri en venjulega. Bill Paxton er betur þekktur sem leikari heldur en leikstjóri en þetta er í annað sinn sem hann leikstýrir kvikmynd. Tónlist Bryan Tyler er mjög góð og passar helvíti vel inní myndina. Endir myndarinnar er geðveikur og kom mjög á óvart. Það versta við myndina er sennilega handritið sem hefði mátt vinna betur að og gera ítarlegra. Frailty er mjög óhugnanleg mynd þó að manni sé hlíft við öllu blóðbaðinu. Hún er jafnframt flókin og spennandi og eins og ég tók fram áðan. Að mínu mati er Frailty besta mynd ársins 2002 en sem komið er en árið er nú bara rétt að byrja.


Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Frailty er mjög traustur spennutryllir og jafnframt frumraun leikarans Bill Paxtons í leikstjórastólnum, en hann fer einnig með stórt hlutverk í myndinni. Myndin fjallar í stuttu máli um einstæðan föður sem fær einn daginn ''köllun'' frá Guði um að byrja að drepa fólk og hvernig synir hans tveir taka þeim ósköpum. Það er greinilegt að Bill Paxton er nokkuð fjölhæfur náungi, hann verður reyndar seint kallaður einn af bestu leikurum samtímans en honum hefur hér tekist að skila af sér mjög vel gerðri kvikmynd sem er bæði óhugnaleg og spennandi. Handritið er einnig nokkuð traust þó að fléttan í endann mætti hafa verið útfærð á fíngerðari hátt ásamt því sem einni hugmynd er stolið beint úr myndinni Unbreakable. Myndin er líka sérstaklega vel leikin og tónlistin skapar rétta stemmingu. Miðað við þessa frumraun vona ég að Paxton fari að horfa í auknum mæli til leikstjórnar. Ég smelli þremur stjörnum á Frailty og mæli sterklega með henni.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Vandaður og metnaðargjarn þriller sem stundum færist kannski fullmikið í fang. Myndin er jafnframt leikstjórnarfrumraun leikarans skemmtilega Bill Paxton. Hann fer sjálfur með aðalhlutverk myndarinnar, og tekst honum ágætlega til bæði fyrir framan og aftan myndavél. Það er eitthvað svo innilega heilsteypt við manninn, sem gerir það að verkum að manni finnst í myndinni að hann hljóti að hafa rétt fyrir sér. Matthew McConaughey (fáránlega erfitt nafn að stafa) er hann sjálfur að vanda, en er samt sem áður ágætur. Báðir drengirnir sem leika bræðurna í myndinni koma ágætlega út. Vel er unnið með vafaatriðið um hvort atburðir myndarinnar eigi sér raunverulega stað eða ekki. Það er hægt að færa sannfærandi rök fyrir báðum möguleikum og er það kannski helsti kostur myndarinnar, hversu tvíræð hún er. Myndin er afar spennandi á köflum, og fellur Paxton ekki í þá gryfju að sýna of mikið. Mestallt ofbeldi og blóð gerist utan ramma, og gerir það að verkum að ímyndunaraflið fer á fullt. Myndin veit reyndar ekki alveg hvar hún á að enda. Hún heldur áfram aðeins of lengi en ekki þannig að það sé óþægilega klaufalegt. Einnig er kannski aðeins of auðvelt að sjá fyrir lokatwist myndarinnar og skiptingar á milli atriða eru stundum dálítið klaufalegar, en það breytir því ekki að hér er um að ræða gæðakvikmynd sem skilur þónokkuð eftir sig. Hún vekur mann að minnsta kosti til umhugsunar um ýmsa hluti, og maður veltir óneitanlega fyrir sér hinum ýmsu möguleikum sem lausn myndarinnar bíður upp á. Meira en segja má um flestar myndir í dag. Vel þess virði að kíkja á og töluvert fyrir ofan meðallag.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

03.08.2012

Grípandi geðveiki og sótsvartur húmor

Skítt með Frailty. Skítt með The Lincoln Lawyer og meira að segja Magic Mike! Texas-rakkinn Matthew McConaughey hefur formlega útskrifast úr "flottur-kroppur-sem-vill-geta-leikið" deildinni og það gerir Killer Joe að mesta st...

Svipaðar myndir



Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn