Aðalleikarar
Leikstjórn
Handrit
Truly, Madly, Deeply er ósköp falleg lítil mynd. Juliet Stevenson leikur Nina, konu sem er ennþá að reyna komast yfir að hafa misst mann sinn ári áður. Nina virðist ekki geta haldið áfram sínu eðlilega lífi, hugsandi stanslaust um mann sinn Jamie (Alan Rickman, vondi kallinn í Die Hard). Nina getur vart trúað heppni sinni þegar Jamie kemur til baka, smáatriði að hann er nú draugur. En hversu auðvelt er það að búa með draug, ekki að minnast á þegar vinir hans frá öðrum heim fara að heimsækja, og myndarlegur maður gerir hosur sínar grænar fyrir henni. Eins og áður sagði þá er þetta lítil en falleg mynd. Það að draugar koma fram í henni er algjört aukaatriði, og er það svo vel gert að maður getur jafnvel hugsað sem svo að hún sé að ímynda sér þetta allt saman. Truly, Madly, Deeply er svokölluð 'feel-good' kvikmynd, og ætti fólk að leigja hana með það í huga.