Aðalleikarar
Leikstjórn
Handrit
Hið gullna hindber
Af öllum þeim kvikmyndum sem ég hef séð, þá er þetta ein lélegasta kvikmynd sem ég hef séð. Það er ekki það að mótleikarar Jude Law geri ekki sitt besta en Jude Law var yfirburða lélegur í þessari mynd. Ég er kannski ekki alltaf hrifinn af væmni en ég ætlast til þess að þegar leikarinn á að vera sorgmæddur, glaður eða spenntur að hann geri eitthvað annað en að stara á mótleikarann með hlutlausan svip og tali með hlutlausum tóni. Þetta er eina myndin sem ég hef farið á með vini mínum þar sem hann hefur sparkað út í loftið af pirringi yfir lélegum leik. Söguþráðurinn bauð upp á að þetta hefði getað orðið góð mynd en allt kom fyrir ekki. Ég man alveg hvað ég sagði við vin minn þegar ég var búinn að horfa á myndina: "mér fannst Jude Law góður í AI-Artificial Intellience", síðan hinkraði ég aðeins, hugsaði og sagði: "en þar lék hann líka vélmenni"
Af öllum þeim kvikmyndum sem ég hef séð, þá er þetta ein lélegasta kvikmynd sem ég hef séð. Það er ekki það að mótleikarar Jude Law geri ekki sitt besta en Jude Law var yfirburða lélegur í þessari mynd. Ég er kannski ekki alltaf hrifinn af væmni en ég ætlast til þess að þegar leikarinn á að vera sorgmæddur, glaður eða spenntur að hann geri eitthvað annað en að stara á mótleikarann með hlutlausan svip og tali með hlutlausum tóni. Þetta er eina myndin sem ég hef farið á með vini mínum þar sem hann hefur sparkað út í loftið af pirringi yfir lélegum leik. Söguþráðurinn bauð upp á að þetta hefði getað orðið góð mynd en allt kom fyrir ekki. Ég man alveg hvað ég sagði við vin minn þegar ég var búinn að horfa á myndina: "mér fannst Jude Law góður í AI-Artificial Intellience", síðan hinkraði ég aðeins, hugsaði og sagði: "en þar lék hann líka vélmenni"
Um myndina
Leikstjórn
Handrit
Vefsíða:
www.breakingandentering-movie.com
Aldur USA:
R
Frumsýnd á Íslandi:
23. febrúar 2007