Náðu í appið
Bönnuð innan 16 áraÍ myndinni er sýnd nekt og/eða þar er að finna kynferðislega hegðun eða tilvísanir

Cold Mountain 2003

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 20. febrúar 2004

Find the strength. Find the courage. No matter what it takes... find the way home.

154 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 70% Critics
The Movies database einkunn 73
/100
Hlaut sjö tilnefningar til Óskarsverðlauna, átta Golden Globe-tilnefningar og tólf BAFTA-tilnefningar.

Myndin gerist í bandarísku borgarastyrjöldinni og segir frá hermanni sem þarf að koma sér á heimaslóðirnar, heim til Cold Montain, eftir að hafa særst í einni orrustunni. Heima bíður unnustan eftir honum.

Aðalleikarar


Þegar ég horfði á Golden Globe og sá Cold Mountain fá svona margar afhendingar þá vissi ég ekkert um þessa mynd nema það að hann Jude Law lék í henni. Þá var ég bara búinn að sjá hann Jude Law leika í hinni stórkostlegu mynd Road To Perdition og ég bjóst við alveg fínni mynd. Svo þegar ég fékk hana lánaða á DVD og Somthing's Gotta Give með Jack Nicholson líka áhvað ég að kíkja á hana. Þessi mynd gerist árið 1700-og eitthvað í Þrælastríðinu og maður að nafni Inman(Juda Law) sem á heima í þorpinu Cold Mountain hittir konu að nafni Ada(Nicole Kidman) og þau verða ástfanginn og svo þurfa Inman og fleiri menn í þorpina að fara í stríð. Þá fer Inman með fleiri mönnum þorpsins í burtu frá þorpinu og fara einhvert langt í burtu, síðan fer Inman frá hernum og ætlar aftur heim til Cold Mountain. Myndinn er nú að mestu leiti um hann Inman að fara hina löngu leið til baka til þorpsins og til konunar sinnar. Síðan um miðja myndina þá allt í einu kemur Reneé Zellweger inn í myndina og ég var mjög hissa, þessi grínleikari allt í einu kominn inní þessa mynd, hún lék hlutverk sóðalegrar bóndakonu að nafni Ruby Thewes. Aðalhlutverk eru: Jude Law(Road To Perdition), Nicole Kidman(The Hours), Reneé Zelleger(Bridget Jones Diary) og Eileen Atkins(What A Girl Wants). Ég gef þessari snillldar mynd fjórar stjörnur fyrir góðan söguþráð,gott handrit og margt fleira.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Eg hafði heyrt margt um þessa mynd, það fyrsta sem eg heyrði um hana var að hun var leiðinleg og langdreginn en i annað skiptið heyrði eg að hun væri eitt mesta meistarastykki kvikmyndasögunnar. Eg myndi varla ganga svo langt að segja það en þetta var fin mynd engu að siður. Hun helt manni við efnið. Þo að eg hafi alls ekkert verið sattur við leik Jude Laws i myndinni þa stoðu allir hinir leikaranir fyrir sinu og eins og svo margoft aður þa stal Philip Seymour Hoffman senunni i þessar 5 minutur sem hann sast a skjanum. Agætis afþreying en ekkert meira en það.


Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Gerð til að vinna verðlaun
Cold Mountain minnir mig ótal mikið á Road to Perdition þegar hún var uppi fyrir tveimur árum. Báðar myndirnar eru hreinræktaðar Óskarskvikmyndir (s.s. áætlaðar sem slíkar fyrirfram). Þær innihalda flottan leikhóp og magnað útlit almennt. Hins vegar voru þær báðar slepptar í flokki bestu Kvikmyndarinnar. Örugglega vegna þess að þær voru báðar að klikka á einum hlut. Undir magnaða yfirborðinu þjónuðu þær ekki sögunni nógu vel. En ég ætla ekki að tala um RtP neitt frekar, heldur Cold Mountain. En ok, ég ætla ekki að vera alltof neikvæður. Mér fannst þetta fín mynd.

Fyrst ber að nefna alveg stórglæsilegt útlit. Þetta er sko vafalaust einhver best útlítandi kvikmynd síðasta árs; búningar, umhverfi, allt bara (þ.á.m. ágætis stríðssenur). Leikarar standa sig líka vel og ég var alveg sérstaklega hrifinn af leikhópnum. Þá er ég að tala um aukaleikaranna (í 'gestahlutverkunum'), en ekki lykilhlutverkin 3. Í alvöru talað, hér er að finna Donald Sutherland, Brendan Gleeson, Natalie Portman, Philip Seymour Hoffman, Cillian Murphy (úr 28 Days Later) og marga aðra þótt sumir eigi ekki meira en 5 mínútur í skjátíma. Aðalleikararnir þrír eru samt einnig þess virði að minnast á. Jude Law fannst mér bera mest af. Maðurinn var ótrúlega sannfærandi, á alla vegu. Nicole Kidman var líka fín þótt mér fannst stundum eins og hún væri ekki sú rétta í hlutverkið (það var heldur engin ''kemistría'' milli hennar og Jude), og Renée Zellweger var þokkaleg þótt mér hafi persónulega fundist hún óþolandi á köflum (þótt mér finnist það ekki venjulega) og ég skil bara ekki hvernig hún náði að næla sér í Óskarsstyttuna.

Saga myndarinnar er einnig vel höndluð (þótt ég hafi ekki lesið bókina) en persónusköpunin var alltof takmörkuð. Við fengum t.d. ekki að vita neitt mikið um persónu Renée (guði sé lof - en samt!) og lykilpersónurnar tvær (Kidman & Law) fengu ekki næga 'afhjúpun' til að maður héldi eitthvað sérstaklega upp á að þau endi saman. Ég er samt ekki að segja að ég hefði viljað hafa myndina lengri, því hún er nógu löng. Reyndar of löng. Annars fannst mér bara allt sem gerðist á milli Kidman og Zellweger í sögunni vera bara hreinlega leiðinlegt, og væri ekki Jude Law-hlutinn svona góður hefði ég sofnað í bíóinu. Dramatíkin fannst mér heldur ekki nógu kröftug, en sá galli - eins og ég sagði - liggur í persónusköpuninni.

Þegar á botninn er hvolft er Cold Mountain virkilega fín mynd. Þetta er góð saga sem er vel sögð, stórkostleg í útliti og Jude Law stelur senunni.

6/10

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Þvílík og önnur eins leiðindi. Úff, bara.

Sá þessa mynd á forsýningu hérna fyrir jólin og hef varla beðið þess bætur. Kannski smá ýkjur hjá mér, en samt, myndin var óheyrilega leiðinleg og langdregin.


Anthony Minghella, hefur gert ágætis mynd áður í formi The Talented Mr. Ripley, en á samt heiðurinn að leiðinlegustu mynd sem ég hef séð fyrir utan þessa mynd, sem var The English Patient, sem af einhverju óskiljanlegum ástæðum (kannski útaf auglýsingaherferðum Miramax) sópaði til sín 9 Óskarsverðlaunum á sínum tíma.


Sagan í Cold Mountain, sem byggð er á samnefndri bók, er löng, fyrirsjáanleg og tilgerðarleg með meiru. Hún fjallar um ferð liðhlaupa heim til sín eftir að hann strýkur úr hernum. Ástæðan fyrir liðhlaupinu var ástarsamband hans við Nicole Kidman, sem væri kannski skiljanlegt ef það væri trúverðugt til að byrja með, en því miður sögðu þau varla tíu orð hvort við annað áður en hann fór og kysstust aðeins einu sinni. Menn svíkja varla föðurlandið fyrir svoleiðis. En mörgum þykir þetta víst æðislega rómó. Ekki mér. Something's Gotta Give var mun meira rómantísk en þetta rusl.


Leikstjórnin fannst mér ferleg. Ég sá fyrir mér tilgerðarlegan mann að rembast við að reyna að gera einhverja merkilega mynd úr ómerkilegu efni. Eins og honum finnst gaman að gera, hefur þessi mynd ógurlega mikið af löngum skotum þar sem lítið sem ekkert gerist. Það á víst að vera voðalega mikið innsæji í svoleiðis skotum. Mér finnst það bara sýndarmennska sem þjónar engum tilgangi og kemur sögunni ekkert áfram.


Leikurinn var ósannfærandi. Nicole Kidman, sem annars er frábær í öllum hlutverkum, fellur hér á andlitið og er algerlega ósannfærandi sem suðurríkjamær. Eina 'ekta' suðurríkjamærin í myndinni, Renée Zellweger (sem er frá Texas) var svo pirrandi og óþolandi að ég var hreinlega að vonast til þess að persóna hennar yrði drepin sem fyrst... og þar sem ég hef alltaf verið hrifinn af Zellweger þá er þar mjög mikið sagt, en því miður varð mér ekki að ósk minni. Hún var fyndin í u.þ.b. 30 sekúndur og svo var það búið... bara pirringur eftir það.

Jude Law var mjög ósannfærandi og öll hans reiði og tilfinningar virtust koma úr hálsinum. Ég sá ekkert í augum hans sem seldi senurnar... ekkert. Þetta var bara Jude Law í leikbúningi.

Philip Seymore Hoffman bjargar algerlega þeim atriðum sem hann var í og var frábær, eins og hann er vanur.

Natalie Portman kom mjög á óvart og stóð sig geysilega vel í erfiðu en annars frekar illa skrifuðu hlutverki.

Kathy Baker stóð vel fyrir sínu, enda á ferðinni sjóuð en vanmetin leikkona.


Kvikmyndatakan er ágæt, vaselínsmurðar linsurnar reyna að fegra allt og gefa því svona rómantískan blæ, en í mynd sem reynir líka að fjalla um borgarastyrjöld, liðhlaup og vonsku manna í stríði, þá bara gengur það ekki alveg upp.


Þetta er ein af þessum myndum sem reyna að vera öllum allt en mistekst á flestum sviðum. Minghella, sem fékk óskarsverðlaun fyrir Enska Sjúklinginn (sem er mér illskiljanlegt), færist hér of mikið í fang og hreinlega hrasar og missir allt út úr höndunum. Endirinn var svo fyrirsjáanlegur að hann hefði varla verið meira fyrirsjáanlegur þó hann hefði verið auglýstur með skjáauglýsingu áður en myndin byrjaði. Fyrir þá sem vilja endilega sjá þessa mynd, þá ætla ég ekki að segja frá honum hér, enda munu þeir hinir sömu víst sjá hann fyrir nægilega fljótt hvort eð er.


Myndin er tæknilega vel unnin, (fyrir utan eitt makeup skot af Jude Law sem var svo hræðilega lélegt að það reif mig út úr myndinni) en það er nákvæmlega ekkert í henni sem situr eftir.


Eins og lesendur er vafalaust farið að renna í grun, þá var þetta ekki uppáhaldsmyndin mín árið 2003. Reyndar er þessi mynd á listanum mínum yfir verstu myndir ársins...


Hjá mér er semsagt niðurstaðan ein stjarna af fjórum, fyrir ágæta tæknivinnslu og þessa aukaleikara sem stóðu sig vel. En Minghella verður að passa sig að líta ekki of stórt á sig. Hann er enginn David Lean.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Þegar ég fór að sjá Cold Mountain bjóst ég við mjög góðri mynd, en ekki datt mér í hug að hún væri slíkt meistaraverk. Þessi mynd er mjög áhrifamikil og fallega gerð en um leið sorgleg og full af hörmungum. Saga myndarinnar er stórbrotin harmsaga og einstaklega vel skrifuð. Minghella hefur hér gert sína lang bestu mynd hingað til og hækkar gæðastaðalinn á myndum af þessu tagi, þó að hann hafi verið býsna hár fyrir. Honum tekst vel að sýna fram á hörmungar stríðsins bæði á vígvellinum og utan hans. Leikurinn er góður að öllu leiti, Jude Law og Nicole Kidman sýna framúrskarandi leik í aðalhlutverkum. Allir aukaleikarar standa sig með prýði en vert er að minnast á stórfenglegan leik Rénee Zellweger og Phillip Seymour Hoffman en stela þau flestum senum sem þau koma fram í. Einnig sjá þau um að koma til skila öllum þeim litla húmor í myndinni og kalla alltaf fram hlátur á réttum tíma. Útlitsþáttur myndarinnar er eins góður og hægt er og sést það strax á fyrstu mínútu. Einnig er tónlistin frábær.

Cold Mountain er falleg og heillandi mynd sem lætur engan ósnortinn.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn