Náðu í appið
Bönnuð innan 12 ára

The Talented Mr. Ripley 1999

Frumsýnd: 18. febrúar 2000

How far would you go to become someone else.

139 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 85% Critics
The Movies database einkunn 76
/100

Tom Ripley býr og starfar í Manhattan í New York á sjötta áratug síðustu aldar, en hann vinnur á salerni. Hann fær lánaðan Princeton jakka til að leika í í garðveislu. Þegar auðugur faðir nýútskrifaðst nemanda frá Princeton byrjar að spjalla við Tom, þá þykist Tom þekkja son hans og eru fljótlega boðnir 1.000 Bandaríkjadalir til að fara til Ítalíu... Lesa meira

Tom Ripley býr og starfar í Manhattan í New York á sjötta áratug síðustu aldar, en hann vinnur á salerni. Hann fær lánaðan Princeton jakka til að leika í í garðveislu. Þegar auðugur faðir nýútskrifaðst nemanda frá Princeton byrjar að spjalla við Tom, þá þykist Tom þekkja son hans og eru fljótlega boðnir 1.000 Bandaríkjadalir til að fara til Ítalíu til að sannfæra Dickie Greenleaf um að snúa heim. Í Ítalíu þá hittir Tom og fer að vera í kringum Dickie og Marge, sem er menntuð og menningarleg unnusta Dickie, þykist elska jasstónlist, og elur í brjósti sér samkynhneigðar tilfinningar, á sama tíma og hann drekkir sér í allsnægtum og nýtur lífsins. Auk þess að vera góður lygari, þá er Tom góður í því að herma eftir fólki og falsa hluti, þannig að þegar hinn myndarlegi og sjálfsöruggi Dickie verður þreyttur á Tom, og segir að hann sé leiðinlegur, þá gengur Tom eins langt og hann þarf til að komast yfir fríðindin sem fylgja því að þekkja Greenleaf.... minna

Aðalleikarar


Fín mynd, þetta er svona mynd sem maður mundi vilja taka kærustuna með. Fínn leikur og er allt til fyrirmyndar en það vantar eitthvað upp á til að hún nái fjórum stjörnum, en samt ég mæli með þessari.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Ömurleg mynd um morðóðann homma sem er að reyna að uppgötva getu sína í lífinu punktur....................
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Tom Ripley (Matt Damon) er ungur maður sem vinnur fyrir sér sem píanóleikari. Dag einn fær hann atvinnutilboð frá ríkum skipaeiganda Herbert Greenleaf (James Rebhorn) um að finna son hans Dickie (Jude Law) og fá hann til þess að koma til New York og annast reksturinn hjá karlinum. Tom ákveður að taka boðinu og fær hann far til Ítalíu þar sem Dickie lifir góðu lífi ásamt unnustu sinni Marge Sherwood (Gwyneth Paltrow) og hefur ekkert í hyggju að koma aftur heim. Tom ákveður að segja honum að þeir séu gamlir skólafélagar og þeir verða ágætir vinir. Dickie veit samt af hverju hann var sendur og hver senti hann. Í gegnum Dickie kemst Tom í færi við allt það sem hið suðræna skemmtanalíf hefur upp á að bjóða og einnig kynnist hann hinum furðulegustu karakterum eins og Freddie Miles (Philip Seymour Hoffman). Tom fer að líka þetta líf svo vel að hann er ekkert á þeim buxunum að snúa aftur til baka og spurningin er: Hversu langt er hann tilbúinn að ganga til þess að hann geti haldið áfram þessum skemmtilega lífsstíl. Besta orðið sem ég fann yfir þessa mynd eftir að ég kom út af henni er skrítin. Handritið er ansi flókið og margslungið og stundum getur það orðið svo að maður einfaldlega villist í öllu þessu leynimakki. En myndin er einnig spennandi, vel leikin og afar vel gerð. Anthony Minghella bæði skrifar og leikstýrir þessu verki og verð ég að segja eins og er að honum tókst betur upp í leikstjórninni heldur en skrifunum. Þótt að handritið sé mjög flott og vel gert í marga staði þá er það einnig óþarflega flókið og á sumum köflum í myndinni missir maður einfaldlega áhugann á því. En leikstjórnin er traust sem klettur, því verður ekki neitað. Auk þess er myndin alltof, alltof löng og fer hún að draga ansi mikið fæturna á undan sér í seinni helmingi myndarinnar. Það leiðir af sér að myndin er töluvert kaflaskipt og er fyrri helmingur myndarinnar töluvert líflegri og skemmtilegri. Leikararnir hjálpa mjög mikið upp á og standa þeir sig allir með miklum ágætum. Matt Damon sýnir frábæran leik sem hinn margslungni herra Ripley sem er svo sannarlega ekki allur þar sem hann er séður. Gwyneth Paltrow er fín sem hin lífsglaða unnusta Dickies en hún stendur óneitanlega í skugganum af Matt Damon og Jude Law sem sýnir líka alveg frábæran leik sem Dickie og saknar maður hans mikið í síðari hluta myndarinnar. Philip Seymour Hoffman stendur sig síðan með prýði í hlutverki hins litskrúðuga vinar Dickies. Þessir þrír menn eiga allir framtíðina fyrir sér í leiklistinni. Þetta er ágætis spennudrama með fínum leik og óaðfinnanlegu umhverfi og umgjörð en hefði mátt vera sett fram á skýrari og ekki eins þungmeltan máta.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Ég fór á þessa mynd með nokurri eftirvæntingu og ég varð ekki fyrir neinum vonbrigðum. Handritið rennur létt áfram og leikarhópurinn er vægast sagt mjög góður. Jude Law og Gwyneth Paltrow eru ágæt í hlutverkum sínum, en Matt Damon er frábær sem Tom Ripley. Hann ætti að halda áfram að leika jafn frábærlega og hann gerði í þessari mynd og í Good Will Hunting. Mjög góð mynd.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Einkar vandaður þriller, afar vel gerður og hreint meistaralega leikinn af sönnum gæðaleikurum í kvikmynd óskarsverðlaunaleikstjórans Anthony Minghella (The English Patient). Tilnefnd til fimm óskarsverðlauna 1999, fyrir besta leik í aukahlutverki karla (Jude Law), fyrir bestu listrænu leikstjórnina, búningahönnun, bestu kvikmyndatónlistina og besta handrit byggt á áður útgefnu efni. Hér segir af Tom Ripley (Matt Damon), fátækum ungum manni sem vinnur við píanóstillingar og býr í New York. Fyrir algera tilviljun hittir hann ríkan auðkýfing, Herbert Greenleaf að nafni (James Rebhorn) sem gerir honum tilboð sem hann getur ekki hafnað. Hann segir að sonur sinn Dickie, sé staddur í Ítalíu og býður að borga honum væna fúlgu fjár ef hann fer þangað og reynir að sannfæra hann um að snúa aftur heim. Tom sér þetta tilboð sem mikilsvert tækifæri til að verða að einhverju í lífinu og reynir að hagnast á tilboðinu. Er hann kemur til Ítalíu hittir hann glaumgosann Dickie (Jude Law) og fellur kylliflatur fyrir þeim lífsstíl sem hann hefur tileinkað sér ásamt hinni glæsilegu unnustu sinni Marge (Gwyneth Paltrow). Hann er ekki áfjáður í að snúa aftur heim og það líkar Tom vel, enda orðinn háður glamúrlífinu þar. Þegar svo er komið sögu að Dickie verður að snúa heim á ný til Bandaríkjanna tekur Tom til sinna ráða, enda er hann ekki áfjáður í að skipta á hinu ljúfa lífi og því sem bíður hans heima fyrir. Festist hann fljótt í miklum lygavef og er ekki útséð hvernig honum lýkur. Hvaða gjald mun Tom þurfa að greiða fyrir að viðhalda þeim glamúrlífsstíl sem hann er orðinn hugfanginn af? Hér er allt til að skapa hina stórfenglegu kvikmynd. Stórgóð leikstjórn, stórfengleg myndataka, afbragðsgott kvikmyndahandrit og falleg tónlist. En aðall myndarinnar er leikur þeirra ungu snillinga sem hér fara sannarlega á kostum. Matt Damon er stórfenglegur í hlutverki Tom Ripley, hins útsmogna framapotara. Hann hefur ekki leikið betur síðan hann fór á kostum og var tilnefndur til óskarsverðlaunanna fyrir stórleik sinn í "Good Will Hunting" 1997. Mér finnst einkar undarlegt að hann skyldi ekki hafa hlotið tilnefningu til óskarsverðlauna fyrir stórleik sinn í þessari mynd, hann skapar eftirminnilegan og stórbrotinn karakter. Óskarsverðlaunaleikkonan Gwyneth Paltrow er sannkallað augnayndi í hlutverki Marge Sherwood, unnustu Dickies og er rétt eins og Matt Damon að skapa afar eftirminnilega persónu. En senuþjófur myndarinnar er að mínu mati breski leikarinn Jude Law, sem sýnir hér og sannar að hann er ein af skærustu stjörnum framtíðarinnar. Hann skapar ógleymanlegan og afar svipmikinn karakter og gerir Dickie Greenleaf eftirminnilegan í hugum kvikmyndaáhorfandans. Hann hlaut tilnefningu til óskarsverðlaunanna 1999 fyrir besta leik í aukahlutverki karla og var það afar verðskuldað. Hann hlaut BAFTA-verðlaunin og Blockbuster-kvikmyndaverðlaunin fyrir besta leik í sama flokki og hann var tilnefndur til Óskarsins fyrir. Af öðrum leikurum skal sérstaklega minnast á Cate Blanchett, Philip Seymour Hoffman, Jack Davenport, Sergio Rubini og Philip Baker Hall sem fara öll á kostum. Ég mæli eindregið með þessari kvikmynd við alla kvikmyndaunnendur, en það skal tekið fram að hún er alls ekki gallalaus, en hún er hiklaust svipmikið meistaraverk sem stendur lengi eftir í huganum sökum glæsileika síns og afar svipmikils stíls á allan hátt. Ég gef henni án nokkurs vafa þrjár og hálfa stjörnu. Alls ekki missa af henni!!!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn