Aðalleikarar
Leikstjórn
Handrit
Myndina Black Knight sá ég fyrst um síðustu helgi og þvílíkt leiðindarugl. Venjulega þá finnst mér Martin Lawrence verulega fyndinn en ég hef aldrei séð hann verri en í þessari. Þessi mynd er ótrúlega illa gerð og þá kannski útaf því að þeir eyddu nánast öllum peningnum í Lawrence. Ég þraukaði varla út myndina en fyrst ég fór nú út á leigu og borgaði fyrir það að horfa á hana þá ákvað ég að klára hana. Myndin er illa klippt, hrikalega langdregin, söguþráðurinn er, leiðinlegur og síðan slatti af mistökum (sérstaklega þegar hann fór út í lækin og þá sást hann busla upp á bakkann þegar hann kom síðan ekkert uppúr heldur var hann þá komin á fornöld). En fyrir alla þá sem vilja sjá misheppnaða Martin Lawrence mynd takiði þessa. :)
Martin Lawrence leikur mann sem heitir Jamal og hann vinnur á tívolíi í miðaldarstíl. Hann sér hálsmeni í sýkinu og reynir að ná því en dettur niður í sýkið. Svo vaknar hann á Bretlandi árið 1328! Þá kennir hann bretum ameríska menningu. En hálsmenið sem hann er með sýnir að hann á að myrða kónginn. Martin Lawrence fer á kostum og Tom Wilkinson ekki síðri!
Hæstiréttur úrskurðaði í dag dauðadóm yfir Leikstjóranum Gil Junger fyrir gerð myndarinar Black Knight, hann mun vera tekin af lífi á aðfangadag með eitursprautu fyrir þennan glæp sinn gegn mannkyninu....já eftir að hafa horft á þennan vanskapnað þá fannst mér liggja beinast við að kveikja á útvarpinu og heyra þessi orð... en svo var því miður ekki.
Þessi mynd er með eindæmum vængefin og Martin Lawrance er alltaf við sama heygarðshornið að setja ógæðastimpil á myndir (að vísu hefði engin getað látið þessa ógeðslega heimsku hugmynd virka) en semsagt í grófum dráttum þá er þetta mynd um mjög þreytandi ófyndin og ofvirkan svartan mann (semsagt hann er fullkominn í hlutverkið) sem að með kemst með einhverjum fáránlegum hætti aftur í tímann og lendir á miðöldum þar sem að riddarar eru daglegt brauð og eins og gefur að skilja mætir hann og verður hetja og svo framvegis. Þessi mynd er algjör viðbjóður og sú staðreynd að hún sé leyfð öllum aldurshópum bara hlýtur að stangast á við einhver lög. Glötuð mynd hér á ferð.
Ég hefði aldrei farið á þessa mynd hefði ég ekki unnið miða á hana.Martin Lawrence leikur mann sem ferðast aftur í tímann í gegnum einhverja gullfesti sem hann sér á botni tjarnar þegar hann er að sópa í skemmtigarði.Margnotaður söguþráður og lélegur leikur.Akkurat efnið í lélega mynd.
Black knight er alveg ágætis ræma góðir brandarar og heimskulegur söguþráður sem er þú ekkert voðalega heimskulegur í endann.
Myndin er náttúrulega bara þessi típíska Martin Lawrence mynd með fullt af heimskulegum og aulalegum uppákomum og hann er náttúrulega alltaf eins þó svo að hann sé í öðru hlutverki þá er persónan jafn vitlaus fyrir það
Engu að síður þá fíla ég hann og get alltaf hlegið af honum, ég er kanski bara svona einfaldur : )
Um myndina
Leikstjórn
Handrit
Framleiðandi
20th Century Fox
Vefsíða:
Aldur USA:
PG-13
Frumsýnd á Íslandi:
28. júní 2002
VHS:
11. desember 2002