Náðu í appið
Öllum leyfðÍ myndinni er ljótt orðbragð

John Q 2002

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 19. apríl 2002

Give a father no options and you leave him no choice.

116 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 26% Critics
The Movies database einkunn 30
/100

Sonur John Quincy Archibald, Michael, dettur niður vegna hjartakvilla, þegar hann er að spila körfubolta. John fer í skyndi með Michael á slysadeild, þar sem honum er tjáð að það eina sem gæti bjargað honum sé að fá nýtt hjarta. Til allrar óhamingju þá borgar tryggingafélagið ekki fyrir hjartaaðgerðina. John Q. sér enga leið út úr þessu aðra en þá... Lesa meira

Sonur John Quincy Archibald, Michael, dettur niður vegna hjartakvilla, þegar hann er að spila körfubolta. John fer í skyndi með Michael á slysadeild, þar sem honum er tjáð að það eina sem gæti bjargað honum sé að fá nýtt hjarta. Til allrar óhamingju þá borgar tryggingafélagið ekki fyrir hjartaaðgerðina. John Q. sér enga leið út úr þessu aðra en þá að taka starfsfólk slysadeildarinnar og sjúklinga sem gísla, þar til læknarnir samþykkja að gera hjartaaðgerðina. ... minna

Aðalleikarar

Leikstjórn

Handrit


Ágæt mynd með góðum leikurum. John Q (Denzel Washington) er fátækur maður sem á heima með konu sinni og barni. En það kemur í ljós að strákurinn er með hjartavandamál og ef hann kemst ekki á spítala deyr hann. En þau eiga ekki nóg fyrir spítala og þeir leyfa ekki stráknum að koma ef þau geta ekki borgað. En John tekur til sinna ráða og dregur upp byssu og tekur all sem gísl í spítalanum.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

John Q er fátækur maður sem á konu og eitt barn. Strákurinn þeirra spilar á hafnaboltaleik og fær hjartaáfall eða eitthvað tengt því og hann fer á spítala en John á ekki nóg fyrir því. Spítalagaurarnir hækka verðið og ef hann borgar ekki deyr strákurinn út af hjartanu. Þá tekur John til sinna ráða og dregur upp byssu og tekur alla sem gísl á hótelinu og hótar að drepa einhvern ef sonur hans fær ekki að fara á spítala ókeypis. Myndin er vel skrifuð og Denzel Washington fékk óskarsverðlaun fyrir leik sinn í Training Day og hann ætti líka að fá það hérna.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

John Q er ein af þessum myndum sem er bara einfaldlega mjög góð.

Denzel Washington sýnir meistaraleik í myndinni, eins og hann gerir yfirleitt alltaf. Hann leikur föður drengs sem þarfnast nýs hjarta en þegar að forstöðukona spítalans sem hann er á neitar að setja hann á lista yfir fólk sem þarfnast hjartagjafar, sökum þess að hann er ótryggður, tekur John Q til sinna ráða.

Myndin er byggð á sönnum atburðum en sjálfsagt örlítið kridduð fyrir Hollywood markaðinn, engu að síður er myndin stórgóð og lýsir amerísku gölluðu heilbrigðiskerfi mjög vel.

Mynd sem engin ætti að láta fram hjá sér fara.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Denzel þarf maður að segja eitthvað meira. Hér kemur enn eitt meistaraverkið með Denzel Washington. Denzel leikur mann sem er frekar venjulegur bandarískur verkamaður sem á frekar erfit með að ná endum saman. Hann á konu og einn strák. Þegar strákurinn hans svo skyndilega veikist þegar hann er að spila hafnmarboltaleik byrjar atburðarrásin fyrir alvöru. Þegar komið er á spítalann kemst það í ljós að hjartað í stráknum hans er ónýtt og þarf hann að fá nýtt mjög fljótlega annars mun hann deyja en þar sem aðgerðin er ótrúlega dýr hefur John Q ekki efni á henni leytar nú allra ráða til að afla fjárs fyrir aðgeriðinni. Núna vill ég ekki segja meira til að skemma ekki fyrir þeim sem ekki eru búin að sjá þetta meistaraverk, frábær leikur, gott handrit og góð leikstjórn og ekki og mikil dramatík. Ég mæli með þessari mynd fyrir alla.

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

John Q Segir sögu John Archibald (Denzel Washington), sem á í erfiðleikum að láta enda ná saman. Svo til að bæta gráu ofan á svart fær svo sonur hans Mike (Daniel E. Smith) hjartáfall í miðjum hafnarboltaleik og í ljós kemur að hann þarf nýtt hjarta til að lifa. John er viss um að tryggingarnar komi til með að dekka þann kostnað sem ígræðslunni fylgir. En þegar tryggingarnar segjast aðeins dekka hluta af þeirri upphæð er útlitið ekki gott þar sem hann verður að leggja fram einn þriðja af þeim 250 þús. $ sem aðgerðin kostar til að koma syni sínum á biðlista. Þar sem hann getur ekki aflað þeirra peninga neitar spítalinn að setja hann á biðlistann, Þetta setur John í þrot þar sem hann sér fram á að þurfa að horfa upp á son sinn deyja, þar sem spítalinn ætlar að útskrifa Mike vegna þess að ekkert er hægt að gera fyrir hann. Þar sem John getur ekki með nokkru móti sætt sig við þessi málalok tekur hann til sinna ráða. Leikstjóri myndarinnar er Nick (sonur John) Cassavetes hefur væntanlega átt auðvelt með að setja sig í spor aðalpersónu myndarinnar þar sem hans eigin dóttir Sasha er á biðlista eftir ígræðslu. Hann notar myndina af vissu leiti sem ádeilu á kerfið en við það að einblína á galla kerfisins og handrit sem mætti vera betra verður þetta aldrei annað en rúmlega miðlungs mynd þrátt fyrir hóp úrvalsleikara.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn