Náðu í appið
The Other Woman

The Other Woman (2014)

"He'll never know what hit him."

1 klst 49 mín2014

Cameron Diaz leikur hér lögfræðinginn Carly Whitten sem kemst að því að hinn huggulegi og að því er virtist trausti unnusti hennar Mark King er harðgiftur.

Rotten Tomatoes26%
Metacritic39
Deila:
6 áraBönnuð innan 6 ára
Ástæða:OfbeldiOfbeldiBlótsyrðiBlótsyrði

Hvar má horfa

Söguþráður

Cameron Diaz leikur hér lögfræðinginn Carly Whitten sem kemst að því að hinn huggulegi og að því er virtist trausti unnusti hennar Mark King er harðgiftur. Þetta fær að sjálfsögðu mikið á hana en áður en hún nær að segja hinum svikula unnusta til syndanna kemur eiginkona hans Kate til hennar með það tilboð að þær hefni sín á kauða í sameiningu. Það eina sem þær þurfa að gera er að finna viðkvæman blett á svikaranum en í leit sinni að honum komast þær að því að hann heldur við þriðju konuna, Amber. Hún gengur auðvitað þegar í lið með þeim stöllum og framundan er grimmileg hefnd ...

Aðalleikarar

Höfundar og leikstjórar

Framleiðendur

LBI Productions
20th Century FoxUS
TSG EntertainmentUS