Náðu í appið
Öllum leyfð

The Master of Disguise 2002

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 8. nóvember 2002

He can get into any disguise... getting out is another story.

80 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 1% Critics
The Movies database einkunn 12
/100

Pistachio Disguisey, góðlegur ítalskur þjónn á veitingastað föður síns Fabbrizio, skilur ekki afhverju hann er sífellt að apa eftir viðskiptavinunum, og þráir sífellt að vera að breyta útliti sínu. Það sem hann veit ekki er að þetta er hluti af fjölskylduleyndarmáli. Fjölskyldan kemur nefnilega langt aftur í ættir af dulargervismeisturum, sem geta nánast... Lesa meira

Pistachio Disguisey, góðlegur ítalskur þjónn á veitingastað föður síns Fabbrizio, skilur ekki afhverju hann er sífellt að apa eftir viðskiptavinunum, og þráir sífellt að vera að breyta útliti sínu. Það sem hann veit ekki er að þetta er hluti af fjölskylduleyndarmáli. Fjölskyldan kemur nefnilega langt aftur í ættir af dulargervismeisturum, sem geta nánast dulbúið sig sem hvaða maður sem er. Vegna þessa hæfileika þá er alltaf hætta á að Fabbrizio sé rænt af fyrrum erkióvini sínum Devlin Bowman, sem gerist einmitt einn daginn. Nú þarf Pistachio að gera allt hvað hann getur til að bjarga foreldrum sínum úr klóm Devlin.... minna

Aðalleikarar


Þessi mynd er svo ömurleg að hún er eiginlega fyndinn hún er það slæm. Hann Dana Carvey sem hefði staðið sig mjög vel í Wayne's World þurfti enidilega bara akkuruat að kúka hreinlega uppá bak með að leika í svo hörmulegari mynd sem hefur engan húmor. Hún hefði kannski, ekki með svona kúka prump húmor og líka meira fullorðnirslegir brandarar hefði þá þessi myn dörugglega verið ágæt en því miður verð ég að segja að þetta er ömurleg mynd. Ég ætla ekki að tala um söguþráðinn (sama og bíónafnið) því hann er einfaldlega bara hreint og sagt stórkostlegt bull. ég hló að henni því að hún er ömurleg. Þeir sem eru hálfvítar mundu fíla þessa mynd. Meira segi ég ekki nema ég skora á fólk að leigja hana bara uppá djóki.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Ég ákvað að leigja Master of disguise svona að gamni ég hafði heyrt svo slæma dóma um hana og vildi dæma hana sjálfur. Ég verð að segja að hún er alls ekki svo vonlaus, ég meina hún er alls ekki góð en hún er ekki eins léleg og flestir vilja meina.

Það má hlægja að henni á köflum og gervin eru fín(mér fannst skjaldbökugaurinn sérstaklega fyndinn). Myndin er algjör þvættingur en maður er ekkert að kálast alveg úr leiðindum við að horfa á hana. Minn dómur er ein og hálf stjarna.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Master of duguise er mjög illa gerð og leiðinleg mynd. Til dæmis enda atriðið er ekkert spennandi eða neitt því nálægt bara leiðinlegt og gangslaust. Ég skil ekki hvernig fólk lætur hafa sig út í svona vitleisu að hafa svona mynd á feril sínu..peningar auðvitað. En ef þú ert í hláturs vímu er eitt atriði mjög fyndið. Þegar hann fer í the turtle club bara illa gert og misheppnað atriði. Þessi mynd er fín fyrir krakka á aldrinum 4-10 ára og þau gætu skemmt sér konunglega.. Cr4cKeD
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

The Master of Disguise er mynd fyrir börn, athugið það. Þetta er ein af verstu myndum sem ég séð í langan tíma. Myndin fjallar um ítalska þjónninn Pistachio Disguisey sem er leikinn af honum Dana Carvey. Foreldrar hans eru teknir höndum af illmenninu Devlin Bowman (Brent Spiner sem sumir ættu að þekkja úr Star Trek). Þá er komið að honum Pistachio Disguisey að finna foreldranna sína, en það er bara eitt vandamál. Hann er ekki sá gáfaðasti í heiminum. Hann verður þá að læra fjöldskylduhefðina að vera meistari í að dulklæða sig til að geta fundið foreldranna. Myndin er greinilega ætluð fyrir börn undir 14 ára, það er galli sem aðstandendur myndarinnar gerðu. The Master of Disguise hefði getað verið góð fjöldskylduskemmtun ef hún hefði ekki verið gerð svona hræðilega barnaleg. Brandararnir eru mjög vitlausir og sagan sjálf er mjög illa samin. Dana Carvey leikur aðalhlutverkið ekki vel og það er eiginlega ekki hægt að láta hann vera einn með aðalhlutverkið. Hann er mjög góður að herma eftir fólki en hann hefur bara ekki þennan sjarma sem þarf. Jennifer Esposito leikur aðstoðarkonuna hans og hún þarf ekki mikið að gera í þessu hlutverki vegna þess hversu grunnt það er. Hún reynir sitt besta en hvað getur hún gert. Ekki góð mynd fyrir hennar leikferill. Nei ég mæli alls ekki með þessari mynd. Gæti verið ágætis skemmtun fyrir lítil börn en ekki meira. IES
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Þessi er ekki frumleg, hefur ekkert, ekkert! Er alltof lengi að koma sér úr mjög heimskulegum byrjunarkafla og rúllar svo áfram í drullupolli í 30 min, ef þú varst nógu heppinn að sleppa því að sjá hana í bíó, þá mæli ég stranglega með að þið takið þessa alls ekki á leigu, þetta er næst versta mynd sem ég hef séð!!!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

26.11.2011

Versta mynd Sandlers til þessa

Það er ekki til nógu sterk hausverkjartafla í heiminum sem getur læknað mígreniskastið sem ég fékk eftir að hafa setið yfir þessari mannskemmandi ælufötu sem setur sér einungis það markmið að útiloka alla sem hafa no...

Svipaðar myndir



Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn