Náðu í appið
Bönnuð innan 16 áraÍ myndinni er sýnd nekt og/eða þar er að finna kynferðislega hegðun eða tilvísanirÍ myndinni er ljótt orðbragð

Das Experiment 2001

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 14. nóvember 2002

They never imagined it would go this far.

114 MÍNÞýska
Rotten tomatoes einkunn 72% Critics
The Movies database einkunn 60
/100

Myndin er byggð á hinum alræmdu Stanford fangelsistilraunum sem framkvæmdar voru árið 1971. Bráðabirgðafangelsi er sett upp í rannsóknarstofu, með klefum, rimlum og eftirlitsmyndavélum. Í tvær vikur voru 20 sjálfboðaliðar ráðnir til að leika fanga og fangaverði. Fangarnir voru lokaðir inni og þurftu að fylgja frekar vægum reglum, og vörðunum var einfaldlega... Lesa meira

Myndin er byggð á hinum alræmdu Stanford fangelsistilraunum sem framkvæmdar voru árið 1971. Bráðabirgðafangelsi er sett upp í rannsóknarstofu, með klefum, rimlum og eftirlitsmyndavélum. Í tvær vikur voru 20 sjálfboðaliðar ráðnir til að leika fanga og fangaverði. Fangarnir voru lokaðir inni og þurftu að fylgja frekar vægum reglum, og vörðunum var einfaldlega sagt að viðhalda lögum og reglu, án þess að nota líkamlegt ofbeldi. Allir geta hætt hvenær sem þeir vilja, en fá þá ekki greitt. Í upphafi einkennist andrúmsloftið í báðum hópum af óöryggi og skilningi. En fljótlega fara menn að rífast og verðirnir taka til sífellt róttækari ráða til að sýna vald sitt. ... minna

Aðalleikarar


Vá þessi mynd er alveg rosaleg. Þessi mynd er lauslega um ungann fréttamann sem skráir sig í rannsókn, með þeirri áætlun að skrifa grein um hana. Þessi tilraun felur þannig í sér að það er hópur manna sem er skipt í 2 hópa, þá fanga og fangaverði, fangarnir eru þá bara já fangar í þessu fangelsi sem er sett upp í þessari tilraunarstofu, og svo eru fangaverðirnir mennirnir sem sjá um lög og reglu í fangelsinu. Og eiga fangarnir að hlíða fangavörðunum í einu og öllu, og sína þeim virðingu.

En menn með ákveðinn völd, fylgir líka ákveðinn ábirgð, og maður má ekki misnota vald sitt, en það er það sem vísindamennirnir á bak við þessa rannsókn eru að reina að sjá, hvort verðirnir misnota vald sitt, og ef svo er, eftir hversu langan tíma byrja þeir að misnota vald sitt.

Bara hvílík lífsreynsla. Ég var glaður, ég var sorgmæddur, ég var reiður og ég var hræddur, og svo fékk ég líka stundum innilokunarkennd. Ég persónulega hef aldrei eða mjög sjaldan lent í öðru eins yfir bara þær tilfeninngar sem flæddu um mig þegar ég horfði á þessa blessuðu mynd.

Maður verður svo reiður yfir mannlegu eðli, og maður hugsar oft, hvað þessi maður er mikill hálfviti, og svo veit maður aldrei hvernig maður sjálfur myndi hegða sér, þegar maður fær svona vald, og hversu mikið hóp þrýstingur getur haft áhrif á mann.

Þessi mynd er byggt á sannsögulegum atburðum sem gerðust í bandaríkjunum árið 1971, sem svona rannsókn var gerð, og fór hún algjörlega úr böndunum. Og þegar ég horfði á þessa mynd þá fór ég mikið að pæla í t.d gyðingabúðunum og hversu grimmir hermennirnir voru í gyðingabúðunum. Eða það sem maður sér í svona myndum í seinni heimstyrjöldinni þá sér maður hvað þeir voru vondir.

En maður kannski finnst það kannski ekki svo skrítið að þeir voru svona rosalega grimmir. Því að þeir voru skipaðir að gera þetta, og þá kannski réttláta þeir hegðun sína. En nú er ég kannski algjörlega kominn út fyrir efnið, en það er svona það sem rannsóknin gengur út á, mannlegt eðli, og bara hversu grimmt mannfólkið getur verið. Við erum jú rándýr. Allavega, ég gef þessari snilldar mynd fjórar stjörnur, og mæli ég eindregið með því að þið takið ykkur þessa. Eitt af mínum uppáhalds myndum.

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Virkilega átakanleg mynd sem að maður gleymir seint. Ótrúlegt að þessi mynd skuli vera byggð á sönnum atburðum. Ætla ekki að vera fara í söguna, því það er búið að gera það annars staðar. Vara fólk við, er EKKI fyrir viðkvæmt fólk.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Það er óhætt að segja að þessi þýski spennutryllir hafi komið mér skemmtilega á óvart og raunar hélt hún mér í heljargreipum allan tímann. Myndin sem byggð er á atburðum er gerðust við Stanford háskólann í Bandaríkjunum 1971. Hópur af einstaklingum býður sig fram í tilraun sem á að kanna mannlega hegðun við ákveðnar aðstæður. Mönnunum er skipt í tvo hópa. Annar hópurinn ber að leika fanga sem eru læstir í klefum og er frelsi þeirra tekið frá þeim, hinn hópurinn er svo fangaverðir sem eru algerlega frjálsir en eiga að hafa hemil á föngunum án þess að nota líkamlegt ofbeldi. Moritz Bleibtreu leikur aðalpersónuna sem er blaðamaður og tekur þátt í tilrauninni til að skrifa um hana frétt, en lendir í fangahópnum sem gerir honum erfitt fyrir. Eins og gefur að skilja leysist allt upp í rugl þegar fagaverðirnir fara að taka starfið sitt alvarlega og brjóta fangana niður andlega. Myndin heppnast vel og þá sérlega handritið, sem heldur manni vel spenntum allan tímann og kemur ávallt á óvart. Persónur eru kynntar vel sem gerir það að verkum að áhrifin af tilrauninni koma vel fram hjá hverjum og einum. Sífellt meiri spenna byggist, frá fyrstu mínútu en nær svo hápunkti í endinum
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Ætlaði ekki að þora á hana því þýska fer fellega í taugarnar á mér en það gleymdist strax á fyrstu mínútunni. Frábær mynd og ein sú besta sem ég hef séð á hvíta tjaldinu í langan tíma. Gríðarlega vel leikinn, spennandi og flott mynd í alla staði. Það kemur pottþétt amerísk útgáfa af þessari!!!!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir



Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn