Náðu í appið
Punch-Drunk Love

Punch-Drunk Love (2002)

Punch Drunk Love

1 klst 35 mín2002

Myndin fjallar um Barry Egan (Sandler) sem hefur alist upp á heimili með sjö frekum systrum sínum og hefur fyrir vikið komið nokkuð skemmdur út úr því ástandi.

Rotten Tomatoes79%
Metacritic78
Deila:
12 áraBönnuð innan 12 ára
Ástæða:BlótsyrðiBlótsyrði

Hvar má horfa

Söguþráður

Myndin fjallar um Barry Egan (Sandler) sem hefur alist upp á heimili með sjö frekum systrum sínum og hefur fyrir vikið komið nokkuð skemmdur út úr því ástandi. Hann rekur sitt eigið fyrirtæki sem eftir því sem næst verður komist framleiðir meðal annars drullusokka. Hann hefur fundið leið til að verða sér úti um flugpunkta með því að versla gríðarlegt magn af búðing og hann á erfitt með að umgangast kvenfólk. Ein systranna reynir að koma honum í samband við vinnufélaga sinn Lenu (Emily Watson) og fjallar myndin um samband þeirra og baráttu Egan við geðsjúkan eiganda klámsímalínu (Philip Seymour Hoffman) sem vill hafa af honum eins mikið fé og mögulegt er.

Aðalleikarar

Höfundar og leikstjórar

Framleiðendur

Revolution StudiosUS
New Line CinemaUS
JoAnne Sellar ProductionsUS
Ghoulardi Film CompanyUS
Columbia PicturesUS

Gagnrýni notenda (13)

Paul Thomas Anderson hefur fært okkur snilldarmyndir eins og Magnolia og Boogie Nights. Og hefur sterkasta hlið hans verið skemmtilegar samræður, drama, góð persónusköpun, góð saga og afbra...

Punch Drunk Love er afar óvenjuleg mynd og ólík aulahúmor myndum Sandlers,en þessi er með skrýtin en samt fyndin dogma húmor. Barry Evans (Adam Sandler) er létt geðveikur maður sem gengur e...

★★★★☆

Jæja, hvað á maður að segja um Punch drunk love? Tja ein af fáum myndum Adam Sandlers sem eru beinlínis nógu góðar. Og hann sömuleiðis í einu af sínum fáu góðu hlutverkum þrátt fyri...

★★★★☆

Paul Thomas Anderson, þeim snillingi, hefur greinilega verið mikið í mun að sýna að hann gæti gert 90 mínútna mynd um einfaldan hlut, eins og hefðbundið rómantískt samband karls og konu....

★★★★★

Nýjasta mynd leikstjórans Paul Thomas Anderson (Boogie Nights, Magnolia), Punch Drunk Love, er algjört meistaraverk. Það sem kom mér mikið á óvart er leikframmistaða Adam Sandler (Waterboy, ...

Ég er mikill Adam Sandler áðdáðandi, en þessi mynd lét mig missa allt mitt mat á honum. Við vinirnir fórum á forsýningu og löbbuðum út í hléinu ásamt meirihluta þeirra sem voru í s...

Þetta er hryllingur! Adam Sandler á ekki að leika í svona ástarþvælu, hann á að leika í kjánahúmor myndum. Ég gat varla beðið eftir því að þessu myndi enda!!! Ég gef þessari my...

Í einu orði sagt: Æðisleg

★★★★☆

Það er vægast sagt ótrúlegt hvernig sumir grínleikarar hafa leynt á sér ''alvöru'' leikhæfileikum hálfan ferilinn. Ég get tekið fjölmörg dæmi; Robin Williams með Good Will Hunting, Ji...

Punch Drunk Love er mynd sem á eftir að falla mjög fáum í geð, því miður. Þetta er einfaldlega mynd sem skiptir fólki upp í hópa, þá sem hata hana og þá sem sjá ekki sólina fyrir he...

Ég er ósammála Pétri, ég hafði lítið gaman að þessari mynd fyrir utan kannski eitt eða tvö atriði. Þetta er svona mynd sem aðeins gagnrýnendur virðast hafa gaman að, mér persónuleg...

★★☆☆☆

Veriði sæl og blessuð! Ég var nú að klára að horfa á þessa mynd er skartar einum af bestu grínleikurum í dag honum Adam Sandler. Þessi mynd byrjar frekar skringilega og sýnir Adam S...

Mjög hlílegt og fyndin saga um ástarsamband bælds einstaklings. Adam Shandler hækkar mikið í áiti hjá mér eftir mjög svo slappar myndir sem hann hefur gert unanfarið, er þessi mikið ...