Náðu í appið
Bönnuð innan 12 áraÍ myndinni er sýnd nekt og/eða þar er að finna kynferðislega hegðun eða tilvísanirÍ myndinni er ljótt orðbragð

Spider 2002

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 12. apríl 2003

The only thing worse than losing your mind... is finding it again.

98 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 85% Critics
The Movies database einkunn 83
/100

Dennis Clegg er á fertugsaldri og býr húsi fyrir geðsjúka í London. Dennis, sem fékk viðurnefnið "Köngulóin" hjá móður sinni, hefur verið á stofnun með geðklofa í 20 ár. Hann hefur aldrei náð sér nógu vel, en eftir því sem sagan þróast, þá verðum við vitni að sífellt brothættari tökum hans á raunveruleikanum.

Aðalleikarar


David Cronenberg (The Fly, Friday the 13'th)kemur hér með magnaða mynd sem skilur mikið eftir sig. Myndin fjallar um mann (snilldarlega leikinn af Ralph Fiennes)sem er nýkominn af geðveikrarhæli og flytur í athvarf fyrir geðfatlaða í London. Hann á erfitt með að sætta sig við atburð sem hann varð vitni af í æsku. Hann sá móður sína myrta. Móðir hans kallaði hann Spider vegna þess hversu flinkur hann var í höndunum. Faðir hans (vel leikinn af Gabriel Byrne) var ekki góður við hann og Spider óttaðist hann. Móðir hans var sú eina sem hann gat treyst. Hann fer á æskuslóðirnar og rifjar upp æsku sína. Myndin er mögnuð á að horfa. Leikararnir eru hverjum öðrum betri og margar spurningar vakna við að horfa á þessa mynd. Handritið er skothelt og Cronenberg blandar frábærlega saman fortíð og nútíð. Ralph Fiennes (Red Dragon, Schindler's List) er í burðarhlutverki og sínir það og sannar eina ferðina enn hversu magnaður leikari hann er. Spider er mynd fyrir vandláta.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

29.04.2024

Ástir á tennisvellinum

Í nýrri kvikmynd Call Me By Your Name leikstjórans Luca Gaudagnino, Challengers, sem komin er í bíó hér á Íslandi, keppa tveir bestu vinir og tennisleikarar, Patrick og Art, um ástir ofur-tennisstjörnunnar Tashi Duncan. Fyrst er ...

20.02.2024

Græðgi að segja sögur allra

S.J. Clarkson, leikstjóri ofurhetjumyndarinnar Madame Web, sem komin er í bíó á Íslandi, útskýrir í nýrri grein í vefritinu Deadline afhverju aðrar köngulóarkonur voru ekki útskýrðar í þaula í myndinni. Kvikmyndin, sem er með Dakota Johnson í titilhl...

18.08.2023

Ofurhetja með svala krafta og fjölskyldu

DC teiknimyndaheimurinn kynnir til leiks nýja hetju, Bláu bjölluna, 22 ára gamlan mexíkóskan strák sem á mjög svala fjölskyldu, svo ekki sé meira sagt. Um er að ræða fyrstu leiknu ofurhetjumynd DC þar sem aðalpers...

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn