Aðalleikarar
Leikstjórn
Handrit
David Cronenberg (The Fly, Friday the 13'th)kemur hér með magnaða mynd sem skilur mikið eftir sig. Myndin fjallar um mann (snilldarlega leikinn af Ralph Fiennes)sem er nýkominn af geðveikrarhæli og flytur í athvarf fyrir geðfatlaða í London. Hann á erfitt með að sætta sig við atburð sem hann varð vitni af í æsku. Hann sá móður sína myrta. Móðir hans kallaði hann Spider vegna þess hversu flinkur hann var í höndunum. Faðir hans (vel leikinn af Gabriel Byrne) var ekki góður við hann og Spider óttaðist hann. Móðir hans var sú eina sem hann gat treyst. Hann fer á æskuslóðirnar og rifjar upp æsku sína. Myndin er mögnuð á að horfa. Leikararnir eru hverjum öðrum betri og margar spurningar vakna við að horfa á þessa mynd. Handritið er skothelt og Cronenberg blandar frábærlega saman fortíð og nútíð. Ralph Fiennes (Red Dragon, Schindler's List) er í burðarhlutverki og sínir það og sannar eina ferðina enn hversu magnaður leikari hann er. Spider er mynd fyrir vandláta.
Um myndina
Leikstjórn
Handrit
Vefsíða:
Aldur USA:
R
Frumsýnd á Íslandi:
12. apríl 2003
VHS:
30. júní 2003