Bæði áhugaverð og ekki
Sem sálfræðinemi þá hlakkaði ég mjög mikið til að sjá A Dangerous Method þar sem hún fjallar um tvo af þekktustu sálfræðingum allra tíma, Sigmund Freud og Carl Jung, báðir áhrifam...
"Why Deny What you Desire the Most"
Svisslendingurinn Carl Jung og Austurríkismaðurinn Sigmund Freud, eru hvor í sínu lagi og saman taldir hafa haft hvað mest áhrif á sál- og geðrænar rannsóknir...
Bönnuð innan 16 ára
Kynlíf
BlótsyrðiSvisslendingurinn Carl Jung og Austurríkismaðurinn Sigmund Freud, eru hvor í sínu lagi og saman taldir hafa haft hvað mest áhrif á sál- og geðrænar rannsóknir enda í fararbroddi á því sviði á sínum tíma – svo framarlega, reyndar, að enn í dag er vísað í rannsóknir þeirra sem grunn að nútíma geðrannsóknum og sálfræði. Í aðra röndina fáum við að fylgjast með innbyrðis sambandi þessara miklu vísindamanna sem áttu það til að takast hart á, en inn í það spilar síðan samband Jungs við einn sjúklinga sinna, hina fögru Sabinu Sielrein, sem síðar varð sjálf fyrsta kvenvísindakonan á sviði sálarrannsókna og lærði undir handleiðslu Jungs. Myndin er byggð á tveimur aðskildum verkum, annars vegar á bókinni A Most Dangerous Method eftir John Kerr og hins vegar á leikverki Christophers Hampton, The Talking Cure.





Sem sálfræðinemi þá hlakkaði ég mjög mikið til að sjá A Dangerous Method þar sem hún fjallar um tvo af þekktustu sálfræðingum allra tíma, Sigmund Freud og Carl Jung, báðir áhrifam...