Tom Stall er venjulegur maður eins og þú og ég. Hann rekur lítinn veitingastað, á fallega konu, tvö börn og lifir mjög góðu lífi. Eitt kvöld þegar Tom er að loka staðnum, koma tveir e...
A History of Violence (2005)
"Tom Stall had the perfect life... until he became a hero."
Myndin segir sögu af rólyndismanninum Tom Stall sem verður hetja í bænum eftir að hafa beitt ofbeldi.
Bönnuð innan 16 ára
Ofbeldi
Kynlíf
Vímuefni
BlótsyrðiSöguþráður
Myndin segir sögu af rólyndismanninum Tom Stall sem verður hetja í bænum eftir að hafa beitt ofbeldi. Hann lifir hamingjusömu og rólegu lífi með eiginkonu sinni, lögfræðingnum, og tveimur börnum þeirra í smábænum Millbrook í Indiana. En kvöld eitt þá hrynur þessi fullkomna tilvera þeirra þegar Tom kemur í veg fyrir ránstilraun á veitingastað sem hann rekur í bænum. Hann skynjar hættu, og tekur af skarið og bjargar viðskiptavinum sínum og drepur tvo eftirlýsta glæpamenn í sjálfsvörn. Honum er hampað sem hetju, en líf hans breytist samstundis. Fjölmiðlar sýna honum mikinn áhuga, og honum er þannig ýtt út í kastljós fjölmiðlanna. Honum líður ekki vel með þessa nýfengnu frægð, og reynir að byrja aftur að lifa sínu rólega og venjulega lífi, en þá kemur til sögunnar dularfullur og ógnandi maður sem kemur í bæinn sem telur að Tom hafi gert honum rangt til mörgum árum áður. Tom og fjölskyldan þurfa nú að takast á við þennan misskilning mannsins, sem og breyttan veruleika þeirra sjálfra. Þau neyðast til að horfast í augu við sambönd sín og ágreiningsefni sem koma upp á yfirborðið.
Aðalleikarar
Höfundar og leikstjórar


Myndir
Bakgrunnsmyndir
Plaköt
Framleiðendur

Gagnrýni notenda (10)
Eftir að hafa lesið umfjöllunina um History of Violence hér á kvikmyndir.is þá varð ég hreinlega að skrifa hér nokkur orð. Ég held að ég hafi sjaldan séð jafn slaka mynd og þess...
Þetta er ein af þessum myndum sem hélt mér frá 1. mínútu til loka. Ef þú hefur gaman af spennu- glæpa- sálfræðitryllum, þá er algjör skylda að sjá þessa mynd. Rólegu kaflarnir ge...
Flott mynd! En sérstök og á köflum mjög skrýtin og hefur varla vikið úr huga mínum frá því ég sá hana fyrir einhverjum vikum. Ég vissi að mér fannst hún góð en treysti mér ekki ti...
Ég fór í bíó á þessa mynd fyrir tilviljun, það var þannig að ég ætlaði á aðra en það var uppselt svo að félagi minn stakk upp á þessari og ég tók til. varð alls ekki fyrir von...
Varúð! Þetta er ekki hefðbundin Hollywood sprengju ræma. Ef þið eruð að leita eftir slíku þá látið þetta eiga sig. Þetta er fjölskyldusaga af manni með slæma fortíð. Ég fékk á ...
David veldur aftur óþægindum
A History of Violence er mjög áhrifamikil og átakanleg mynd í skömmtum. Eftir að hafa heyrt mjög góða hluti um hana get ég ekki annað en sagt að mér fannst hún góð eftir að hafa séð...
A History of Violence spyr afar athyglisverða spurningu, hverskonar áhrif hefur ofbeldi á líf manna? Hvað er ofbeldi og hver eru takmörk þess? Spurningunni er svarað með Tom Stall, meðal b...
Allt kallast nú kvikmynd orðið!!! Ég ætla ekki að eyða miklum orðum í þetta sorglega svefnmeðal en ætla þó að gefa henni 1/2 stjörnu vegna þess hve góðir leikararnir eru þó þett...
Ég varð fyrir rosalegum vonbrigðum með þessa mynd, ekki að ég hafi búist við neinu stórkostlegu heldur hélt ég að þetta gæti verið hin fínasta efþreying. Mikið er búið að auglýs...





















