Náðu í appið
Tadpole

Tadpole (2000)

"Everyone says he should date girls his own age. Oscar respectfully disagrees."

1 klst 18 mín2000

Fallegar og fágaðar konur geta ekki látið hinn 15 ára gamla Oscar Grubman í friði.

Rotten Tomatoes77%
Metacritic71
Deila:
12 áraBönnuð innan 12 ára
Ástæða:KynlífKynlífBlótsyrðiBlótsyrði

Söguþráður

Fallegar og fágaðar konur geta ekki látið hinn 15 ára gamla Oscar Grubman í friði. Hann er nærgætinn og samúðarfullur, talar frönsku reiprennandi, er ástríðufullur unnandi Voltaire, og telur að hendurnar segi allt um það hvernig kona er. Í lestinni á leiðinni heim frá Chauncey Academy fyrir þakkargjörðarhátíðina, þá segir Oscar vini sínum að hann sé með áætlun fyrir frídagana - hann ætli að sigra hjarta ástarinnar í lífi sínu. En það er eitt smá vandamál - hann er hrifinn af stjúpmóður sinni, Eve. Oscar er viss um að hann sé betri kostur fyrir Eve heldur en hinn vinnusjúki faðir hans. Honum tekst ekki að vinna hjarta Eve, sem gerir hann mjög leiðan. Hann fær í staðinn óvænta hlýju hjá Diane, bestu vinkonu Eve. Oscar fyllir í ákveðið tómarúm í lífi Diane, en fyrir Oscar þá er Diana í raun truflun, enda hefur hann enn hug á að krækja í Eve.

Aðalleikarar

Höfundar og leikstjórar

Framleiðendur

Dolly Hall Productions
IFC ProductionsUS
InDigEntUS