Náðu í appið
Bönnuð innan 12 áraÍ myndinni er ljótt orðbragð

The Italian Job 2003

Frumsýnd: 5. september 2003

Get in. Get out. Get even.

111 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 72% Critics
The Movies database einkunn 68
/100

Glæpagengi leiðtogans John Bridger og Charlie Croker, kemur saman í eitt síðasta sinn til að stela gullstöngum að andvirði 35 milljónir Bandaríkjadala úr öryggishvelfingu á Feneyjum á Ítalíu. Ránið heppnast, en einn meðlimur gengisins, Steve, gráðugur og afbrýðisamur, ákveður að taka allt gullið sjálfur og drepa alla félaga sína. Þegar hann heldur... Lesa meira

Glæpagengi leiðtogans John Bridger og Charlie Croker, kemur saman í eitt síðasta sinn til að stela gullstöngum að andvirði 35 milljónir Bandaríkjadala úr öryggishvelfingu á Feneyjum á Ítalíu. Ránið heppnast, en einn meðlimur gengisins, Steve, gráðugur og afbrýðisamur, ákveður að taka allt gullið sjálfur og drepa alla félaga sína. Þegar hann heldur að teymið sé dáið, þá fer hann heim til Los Angeles með gullið. Charlie og aðrir sem lifðu af svikin, elta Steve til Los Angeles til að hefna sín á svikaranum. Charlie fær hjálp frá dóttur John Bridger, Stella, en hún er sérhæfð í að brjóta upp lása. Með Stella með sér í liði, ásamt tölvuþrjótnum Lyle, sprengjusérfræðingnum “Left Ear”, og ökumanninum slynga “Handsome” Rob, þá skipuleggur þetta gengi rán sem breiðir úr sér um hraðbrautir og lestarkerfi Los Angeles. ... minna

Aðalleikarar


Italian Job er létt spennu/gamanmynd sem kom manni verulega á óvart. Þegar hún byrjaði leit hún út fyrir að vera tíbísk bandarísk della en það rættst úr henni. Það er líka eitt skemmtilegt páskaegg inní myndinni í einu bílaatriðinu flækist Spidereman eithvað þarna inní, þetta kemur myndinni ekkert við en bara að benda á það. Italian Job er vel leikin mynd sem allir sem fýla skemmtilegar spennumyndir ættu að hafa gaman af.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

The Italian job byrjar frekar leiðinlega, fyrstu mínúturnar hélt ég að þetta yrði eitthvað sorp en svo rættist aðeins úr henni. Fyrirsjáanleg kannski en heldur manni samt við efnið. Leikaraúrvalið er ekki af verri endanum, ég gæti tekið alla leikarana fyrir einn í einu en ég er að hugsa um að sleppa því og segja þá alla standa sig mjög vel nema ef til vill Mark Wahlberg enda hefur mér aldrei þótt hann neitt góður leikari. Tvær og hálfa stjörnu fær þessi viðkunnanlega frásögn af þjófnaði, svikum og prettum og er hún ómissandi fyrir þá sem vilja sjá létta afþreyingu í kvikmyndahúsunum þessa dagana(eða sjónvarpi þegar umfjöllun þessi verður orðin það gömul).
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Mig langar í Mini Cooper!
Sumar myndir eru einfaldlega bara góðar vegna þess að þær eru svo brjálæðislega skemmtilegar. The Italian Job er einmitt slík mynd, og þar sem þetta er sumarmynd eiga ekki smágallar að skipta máli. Því jafnvel þótt ferskleikann vanti hérna og myndin skilur í raun ekkert eftir sig, þá kemur afþreyingargildið og hleypur í skarðið fullkomlega.

Hér er um að ræða flott samansafn af mörgum stórfínum leikurum, þétt keyrðan og spennandi söguþráð og skemmtilegan bílahasar. Leikararnir eru að vísu ekki mikið að reyna á sig, en koma þó vel út engu að síður. Mark Wahlberg, Charlize Theron og Edward Norton eru mjög fín en myndin græðir samt mest á aukaleikhópnum, þ.e.a.s. þeim Jason Statham (svalur að vanda...), Mos Def og Seth Green (sem brillerar nánast í hverri einustu senu sem hann er í).

Söguþráðurinn er einfaldur en myndin rennur glæsilega í gegn án þess að detta nokkurn tímann út í dauðan eða tilgangslausan kafla. Bílaeltingaleikir eru einnig til staðar, og þá gott magn af þeim líka. Svo í þokkabót býður myndin upp á ansi fína tónlist.

Það má svo sannarlega mæla með þessari ræmu. Þetta er ekta strákamynd sem kremur sér hiklaust í sæti ásamt nokkrum helstu stórmyndum sumarsins (Hulk, X-Men 2 o.s.frv.). Hún gefur manni allt það sem nokkuð maður mundi búast við af svona mynd og hún gefur ræmum eins og Oceans Eleven og Heist ekkert eftir.

7/10

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

The Italian Job fer ekki í felur með ástæðu tilvistar sinnar: Hún er sumarskemmtun og ekkert annað. Það er myndinni til hróss, og ekki skemmir fyrir að skemmtanagildið er mikið og maður gengur út úr salnum með bros á vör. Leikstjórinn F. Gary Gray (A Man Apart) byggir myndina á samnefndri mynd frá 1969 þar sem Michael Caine fór með aðahlutverkið, en hér er það Mark Wahlberg sem fer fremstur í flokki. Hann leikur krimma að nafni Charlie Croker, sem leiðir hóp hátækniþjófa í gullráni í Feneyjum. Það kemur í ljós að einn úr hópnum svíkur lit og myndin segir frá því þegar hinir sviknu reyna að hefna sín á fyrrum félaga sínum. The Italian Job er full af flottum spennuatriðum, til dæmis bátaeltingaleik á Ítalíu og bílaeltingaleik í Los Angeles. Maður getur ekki annað en haft gaman að öllum hasarnum, og í þokkabót er myndin full af góðum húmor. Wahlberg er ágætur, og Charlize Theron og Edward Norton (sem skuldaði Paramount mynd undir gömlum samningi og er greinilega ekkert að reyna of mikið á sig) eru skítsæmileg. Það eru aukaleikararnir sem gefa myndinni mestan lit, og þeir fá oft bestu línurnar og fyndnustu atriðin. Jason Statham (The Transporter) sannar það enn og aftur að enginn leikur svala breska krimma betur. Fyrrum rapparinn Mos Def leikur sprengjusérfræðing hópsins, og síðast en ekki síst fer Seth Green á kostum sem tölvunörd með góða ástæðu til að vera fúll á móti. Tónlistarvalið er fyrsta flokks, og hasarinn er engu slakari en í stærri og dýrari myndum. Ekta sumarskemmtun.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Frekar góð endurgerð af Italian Job. Eitthvað sem maður bíst ekki við er endurgerð af klassískri mynd sem verður næstum jafngóð og upprunalega myndin. Þetta leikaralið var mjög gott saman. Jason Statham var nú langskemmtilegastur og líka Seth Green. Allir léku vel. Það er mikið um góðan húmor í myndinni. Þetta er svona mynd sem selur mikið poppkorn og er vinsæl í bíóhúsum. Bara þrjár stjörnur fyrir mjög góða mynd.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn