Straight Outta Compton (2015)
"The world's most dangerous times created the world's most dangerous group"
Straight Outta Compton er saga hljómsveitarinnar N.W.A.
Bönnuð innan 12 ára
Ofbeldi
Kynlíf
Vímuefni
Fordómar
BlótsyrðiSöguþráður
Straight Outta Compton er saga hljómsveitarinnar N.W.A. sem náði gríðarlegum vinsældum á níunda áratug síðustu aldar og var í fararbroddi hip hop-tónlistarbyltingarinnar á vesturströnd Bandaríkjanna. N.W.A. (Niggaz Wit Attitudes) var stofnuð árið 1986 af þeim Arabian Prince, DJ Yella, Dr. Dre, Eazy-E og Ice Cube sem allir voru úr Compton-hverfinu í suðurhluta Los Angeles-borgar, en þar hafði þá um langa tíð verið róstusamt og átök algeng á milli íbúanna og yfirvalda. Fyrsta stúdíóplata N.W.A. kom út í ágúst árið 1988 og hlaut heitið Straight Outta Compton. Hún reyndist tímamótaverk sem átti eftir að hafa gríðarleg áhrif á rapp- og hip hop-tónlistarmenninguna í Bandaríkjunum og víðar.
Aðalleikarar
Höfundar og leikstjórar


Aðrar myndir
Myndir
Bakgrunnsmyndir
Plaköt
Framleiðendur





























