Aðalleikarar
Leikstjórn
Handrit
Denzel er gríðarlega góður leikari finnst mér en hann er samt ekki upp á sitt besta í þessari mynd en hún kom samt ágætlega út. Denzel er sakaður um að hafa myrt kærustu sína og kærasta hennar en eitthvað dularfullt er á seiði og ætlar Denzel að sanna sakleysi sitt.
Þetta er ein af fáum myndum sem náði virkilega minni athygli, hún er spennandi og plottið er gott. Denzel kallinn klikkar aldrei og stendur sig alltaf jafn vel sama hvaða hlutverk það er virðist vera og mótleikararnir sýna ekki verri frammistöðu í þessari mynd. Denzel leikur lögregluþjón sem er ný skilinn og lendir í mjög vafasömu ástarsambandi en fyrr en varir er hann fastur í snilldar plotti þar sem hann er fórnarlambið og á sér varla viðreisnar von.Það er ekki oft sem myndir ná manni svo vel að maður er farinn að hvetja aðal persónuna áfram í huganum og nánast hrópar upphátt hvað hann eigi að gera og hvert hann eigi að fara. Þetta er mynd sem nær manni alveg frá upphafi til enda.Spennumynd sem vert er að horfa á.
Um myndina
Leikstjórn
Handrit
Vefsíða:
Aldur USA:
PG-13
Frumsýnd á Íslandi:
5. mars 2004