Denzel er gríðarlega góður leikari finnst mér en hann er samt ekki upp á sitt besta í þessari mynd en hún kom samt ágætlega út. Denzel er sakaður um að hafa myrt kærustu sína og kæras...
Out of Time (2003)
"How do you solve a murder when all the evidence points to you."
Matt Whitlock, lögreglustjórinn í smábænum Banyan Key í Flórída, er skilinn að borði og sæng við eiginkonuna, Alex, sem er í morðdeild lögreglunnar í Miami.
Bönnuð innan 12 ára
Ofbeldi
KynlífSöguþráður
Matt Whitlock, lögreglustjórinn í smábænum Banyan Key í Flórída, er skilinn að borði og sæng við eiginkonuna, Alex, sem er í morðdeild lögreglunnar í Miami. Matt hefur átt í ástarsambandi við Ann Merai Harrison, konu sem er farin frá ofbeldisfullum eiginmanni sínum, Chris, og segist vera með krabbamein. Þegar læknir hennar segir henni af nýrri rándýrri krabbameinsmeðferð, þá ákveður Matt að gefa henni þá nær hálfa milljón Bandaríkjadala sem hann tók í nýlegu eiturlyfjaverkefni. Þegar Ann og eiginmaður hennar eru síðan myrt, nokkrum dögum eftir að Whitlock er settur sem þiggjandi milljón dala líftryggingar, þá fer að hitna undir Whitlock þar sem sönnunargögnin sem eiginkona hans, Alex, hefur aflað, virðast öll benda á hann. Og þegar hlutirnir gátu ekki versnað, þá vill eiturlyfjalögreglan nú fá peningana strax, sem Alex gaf frá sér. Nú þarf hann að finna út hver það var sem sveik hann og endurheimta féð.
Aðalleikarar
Höfundar og leikstjórar


Myndir
Bakgrunnsmyndir
Plaköt
Framleiðendur


















