Aðalleikarar
Leikstjórn
Handrit
Sweet sixteen er afskaplega mannleg mynd sem sýnir okkur hráan og hrörlegan hversdagsleikann. Myndin gerist í bæ í Skotlandi og segir frá ungum strák á sextánda ári sem er að bíða eftir að móður hans losnar úr fangelsi. Hún hafði sokkið djúpt í eiturlyfjaheiminn og sonur hennar vonast eftir að eftir að hún losnar geti þau hafið nýtt líf. Hann reynir að verða sér úti um peninga með því að selja sígarettur en það gefur ekki nógu mikið af sér. Hann stelur því eiturlyfjum frá kærasta mömmu hans og ætlar að selja þau. Þá fyrst byrja vandræðin fyrir alvöru. Sweet sixteen er átakleg og vönduð mynd. Persónurnar eru vel mótaðar og samtölin listilega vel skrifuð. Það eina sem mætti finna að henni er að hún hnýtir lausu endana ekki nógu vel, margt sem orkar pínu tvímælis. En hér er samt sem áður á ferðinni gæðamynd sem ég mæli hiklaust með.
Um myndina
Leikstjórn
Handrit
Vefsíða:
Aldur USA:
R
Frumsýnd á Íslandi:
29. ágúst 2003
VHS:
6. nóvember 2003