Aðalleikarar
Leikstjórn
Handrit
Góður Allen
Anything Else minnir ótal mikið á hina frábæru Annie Hall, og virkar eins og nokkurs konar nútíma útfærsla á þeirri mynd. Woody Allen hefur oft átt til með að endurgera gamlar myndir eftir sjálfan sig. Svipað og Husbands & Wives var algjör kopía á Manhattan.
Allen gerir marga mjög góða hluti hérna og helst ber þar að nefna að hann sé ekki að eiga við ástarsamband við helmingi yngri konu í rullunni sinni hér (sjá Curse of the Jade Scorpion, Hollywood Ending o.s.frv.). Nú fá yngri stjörnurnar sviðsljósið og eru bæði þau Jason Biggs og Christina Ricci (sem mér hefur aldrei geðjast vel af) virkilega góð. Biggs sérstaklega stóð upp úr og sýnir að hann getur verið mun meiri leikari heldur en klaufabárður sem hefur skringilegar kynhvatir (a la American Pie). Hann leikur einhvers konar yngri útgáfu af Allen; taugaveiklaður, óöruggur einstaklingur sem gerir meira úr öllu, og hann gerir það frábæran hátt. Aukaleikarar (Stockard Channing, Danny DeVito o.fl.) fylla einnig skemmtilega upp í myndina og Allen sjálfur kemur sér vel fyrir í aukahlutverki þar sem einna-línu brandarar fá að njóta sín.
Allt í allt er Anything Else góð en verulega óhefðbundin rómantísk gamanmynd (er það ekki bara gott mál?). Það er bara spursmál um hvort viðkomandi kunni að meta húmor Allens eða ekki.
7/10
Anything Else minnir ótal mikið á hina frábæru Annie Hall, og virkar eins og nokkurs konar nútíma útfærsla á þeirri mynd. Woody Allen hefur oft átt til með að endurgera gamlar myndir eftir sjálfan sig. Svipað og Husbands & Wives var algjör kopía á Manhattan.
Allen gerir marga mjög góða hluti hérna og helst ber þar að nefna að hann sé ekki að eiga við ástarsamband við helmingi yngri konu í rullunni sinni hér (sjá Curse of the Jade Scorpion, Hollywood Ending o.s.frv.). Nú fá yngri stjörnurnar sviðsljósið og eru bæði þau Jason Biggs og Christina Ricci (sem mér hefur aldrei geðjast vel af) virkilega góð. Biggs sérstaklega stóð upp úr og sýnir að hann getur verið mun meiri leikari heldur en klaufabárður sem hefur skringilegar kynhvatir (a la American Pie). Hann leikur einhvers konar yngri útgáfu af Allen; taugaveiklaður, óöruggur einstaklingur sem gerir meira úr öllu, og hann gerir það frábæran hátt. Aukaleikarar (Stockard Channing, Danny DeVito o.fl.) fylla einnig skemmtilega upp í myndina og Allen sjálfur kemur sér vel fyrir í aukahlutverki þar sem einna-línu brandarar fá að njóta sín.
Allt í allt er Anything Else góð en verulega óhefðbundin rómantísk gamanmynd (er það ekki bara gott mál?). Það er bara spursmál um hvort viðkomandi kunni að meta húmor Allens eða ekki.
7/10
Um myndina
Leikstjórn
Handrit
Vefsíða:
Aldur USA:
R
Frumsýnd á Íslandi:
14. maí 2004