Náðu í appið
Bönnuð innan 12 ára

Touching the Void 2003

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 23. apríl 2004

The closer you are to death. The more you realize you are alive.

106 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 94% Critics
The Movies database einkunn 82
/100

Tveir ungir fjallgöngumenn ákveða um miðjan níunda áratug síðustu aldar, að klífa Siula Grande í Perú, en það hafði verið reynt áður en engum hafði tekist að komast á toppinn. Með einn mann með sér til að sjá um grunnbúðirnar, þá fara þeir Simon og Joe af stað til að klífa tindinn í einni atrennu sem mun taka nokkra daga. Þeir ná tindinum, en... Lesa meira

Tveir ungir fjallgöngumenn ákveða um miðjan níunda áratug síðustu aldar, að klífa Siula Grande í Perú, en það hafði verið reynt áður en engum hafði tekist að komast á toppinn. Með einn mann með sér til að sjá um grunnbúðirnar, þá fara þeir Simon og Joe af stað til að klífa tindinn í einni atrennu sem mun taka nokkra daga. Þeir ná tindinum, en á leiðinni niður þá dettur Joe og fótbrotnar. Þrátt fyrir mögulegar afleiðingar þá halda þeir áfram með því að Simon lætur Joe síga 300 metra í reipi og svo kemur Simon, og svo koll af kolli. En þegar Joe fer fram af hengju, og á enga möguleika á að klifra upp bandið, þá ákveður Simon að skera á reipið. Joe dettur ofaní gjá og Simon, sem telur að hann sé dáinn, heldur áfram niður. Joe lifir hinsvegar fallið af og var heppinn að lenda á syllu í gjánni. Þetta er sagan af því hvernig þeir komust niður fjallið. ... minna

Aðalleikarar


Touching the void er eiginlega eina leikna heimildarmyndin sem ég hef séð og allt öðruvísi en allar aðrar fjallgöngumyndir sem ég hef séð Vertical Limit og fleiri. Það eru aðeins sex leikarar í þessari mynd, það eru Simon Yates, Joe Simpson, Richard Hawking(það eru mennirnir sem lentu í þessu nema Richard Hawking sem beið bara niðri og þeir þrír tala inná myndina inn á milli). Svo eru það Nicholas Aaron, Brendan Mackey og Ollie Ryall(þeir eru þeir sem leika þessa þrjá menn í myndini sjálfri). Þessi mynd flokkast undir svo mikið, það er heimildarmynd, drama, spenna og það er smá grín í endanum eða náleægt endanum(Boney M dæmið). Þessi mynd fjallar um tvo menn Joe Simpson(21 árs) og Simon Yates(25 ára) sem ætluðu að vera fyrstir að klifra fjallið Siula Grande í Perú. Það er mjög erfitt að klifra upp þetta fjall enda er þetta eitt af hæstu fjöllum suður ameríku. Það er 6344 metra hátt og þeir ætluðu að klifra það í júní 1985. Þeir tjölduðu ekki langt frá rótum fjallsins og það var einn þar til þess að gæta tjaldana og bíða eftir þeim. Þeir náðu toppnum fljótlega á tveim dögum og lentu stundum í óveðri. Það leiðinlega var að það er altaf erfiðast að fara niður fjall sem er svona bratt, og á leiðini niður í stormi datt Joe Simpson niður nokkra metra og fótbrottnaði mjög illa. Að vera fótbrotinn í 6000 metra hæð á bröttu fjalli er bara dauðadómur og myndin snýst um það að reyna koma Joe niður fjallið og svo gerist fullt í myndini. Þetta er eitt af bestu heimildar myndum sem ég hef séð náttúrulega eru Bowling for Columbine og Fahrenheit 9/11 á toppnum, ég gef þessari snilldar heimildar mynd fjórar stjörnur.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

'Touching the Void' er svolítið merkileg kvikmynd. Hún er leikin heimildarmynd, sögð af þeim sem upplifðu atburðina, þannig að aldrei leikur neinn vafi á að mennirnir komust lífs af. Spennan felst í einhverju allt öðru. Ensku fjallgöngumennirnir Joe Simpson og Simon Yates hafa merkilega sögu að segja sem tengist klifri þeirra á tind Siula Grande í Andesfjöllum Perú. Þeir höfðu hrikalega sögu að segja og var Simon Yates mikið gagnrýndur fyrir verk sín í ferðinni. Vini sínum til varnar skrifaði Joe Simpson söguna um það sem gerðist. Nú hefur hún verið kvikmynduð. Kvikmyndataka myndarinnar er mögnuð, og sagan er virkilega góð, en því miður þurfti leikstjórinn endilega að klippa inn í samtöl með viðeigandi talandi hausum í hægindastólum, sem kippti manni svolítið út úr atburðarrásinni. Hins vegar höfðu þessir menn margt gott að segja, og sérstaklega Joe Simpson. Heimspekilegar pælingar hans við erfiðar aðstæður minntu mig mikið á stóuspeki forngrikkja, og viskuna sem finna má í máli hans er djúp. Spekin er tengd þrautseigju, markmiðum, árangri, ótta, trú, hugdirfsku, og tengsl líkama og sálar; og svo mörgu öðru sem er áhugavert að pæla í. Skemmtigildi myndarinnar er kannski takmarkið, en lærdómurinn sem af henni má draga er merkilegur. Mæli með henni!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Vel heppnuð heimildarmynd um þá Joe Simpson og Simon Yates sem klifra Siula Grande í Andes-fjöllunum í Perú 1985. Þeir ná að komast upp toppinn en á leiðinni niður þá brýtur Joe hægri fótinn sinn og í þeim aðstæðum sem þeir voru í þá merkir það viss dauði. Heimildarmyndin hefur Simon, Joe og annan félaga Richard Hawkings talandi um reynslu þeirra í Perú og á meðan er atvikið sýnt með leikurum. Kvikmyndatakan er nokkuð brjáluð í myndinni, alveg fáranlega flott skot í myndinni. Touching the Void er góð heimildarmynd og heldur raunveruleikanum allan tímann.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Það kom mér á óvart að enginn af ágætum pennum hérna hafi ekki skrifað um myndina Tuching the Void eða Snerting við tómið. Kannski er ástæðan sú að þetta er ekki hefðbundin Hollywood kvikmynd heldur 106 mínútna bresk heimildarmynd. Heimildarmyndir hafa hins vegar verið að sækja í sig veðrið í kvikmyndahúsum hér á landi og benda má á frönsku myndina Heimur farfuglana í því sambandi. Ástæðan gæti verið sú að heimildarmyndir eru orðnar svo góðar í dag.



Myndin segir frá félögunum Joe Simpson og Simon Yates sem settu sér það markmið að verða fyrstir til að klífa vesturhlið fjallsins Siula Grande (6344 m) í Andesfjallgarðinum í Perú árið 1985.



Myndin segir frá sjö dögum í lífi fjallamannanna og hrakningum sem þeir lenda í og er ferðin orðin goðsögn í heimi fjallaklifrara.



Joe og Simon segja söguna að mestu og þriðji aðili Richard Hawking sem beið í grunnbúðum gerir hana trúverðugri. Leiknum atriðum er fléttað saman í frásögnina og tekst það mjög vel. Segja ágætlega frá og líflegir. Þeir ná fram spennunni vel og ná að setja áhorfandann í aðstæður. Nokkrum sinnum í myndinni velti ég fyrir mér næsta leik.

Allir vita jú hvernig myndin endar, hetjurnar eru að tala en afrekið sem Joe vann er ofurmannlegt. Afrek sem minnir mig á sund Guðlaugs Friðþórssonar til Vestmannaeyja fyrir rúmum 20 árum.



Fyrir áhugfólk um útivist er þessi mynd hvalreki og fengur að fá að sjá hana í bíó en flestar heimildarmyndir enda á sjónvarpsskjánum. Held að þeir sem fái þó mest fyrir sinn snúð séu þeir sem hafa klifið fjöll bundnir saman við annan mann og þurft að treysta hvor á annan en myndin tekur á siðferðilegum spurningum klifurmanna.



Myndin hefur sópað að sér verðlaunum og vann heimildamyndaflokkinn hjá BAFTA á þessu ári.

Einn fjallamaður sem ég þekkti var búinn að sjá myndina og fannst hún mjög góð en sagði áhrifameira að lesa bókina. Það ætlar að ganga seint að nálgast bókina!

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

01.12.2012

Kósýkvöld í kvöld?

Það er laugardagskvöld í kvöld og allar sjónvarpsstöðvarnar stóru, Stöð 2, Skjár 1 og RÚV bjóða upp á bíómyndir. Úrvalið er gott, jólamyndir, spennumyndir, ást og drama. Hér að neðan er yfirlit yfir bíómyndir kvöldsins: Stöð 2 Jack Frost Jack F...

Svipaðar myndir



Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn