Náðu í appið
Touching the Void

Touching the Void (2003)

"The closer you are to death. The more you realize you are alive."

1 klst 46 mín2003

Tveir ungir fjallgöngumenn ákveða um miðjan níunda áratug síðustu aldar, að klífa Siula Grande í Perú, en það hafði verið reynt áður en engum hafði tekist að komast á toppinn.

Rotten Tomatoes93%
Metacritic82
Deila:
12 áraBönnuð innan 12 ára

Söguþráður

Tveir ungir fjallgöngumenn ákveða um miðjan níunda áratug síðustu aldar, að klífa Siula Grande í Perú, en það hafði verið reynt áður en engum hafði tekist að komast á toppinn. Með einn mann með sér til að sjá um grunnbúðirnar, þá fara þeir Simon og Joe af stað til að klífa tindinn í einni atrennu sem mun taka nokkra daga. Þeir ná tindinum, en á leiðinni niður þá dettur Joe og fótbrotnar. Þrátt fyrir mögulegar afleiðingar þá halda þeir áfram með því að Simon lætur Joe síga 300 metra í reipi og svo kemur Simon, og svo koll af kolli. En þegar Joe fer fram af hengju, og á enga möguleika á að klifra upp bandið, þá ákveður Simon að skera á reipið. Joe dettur ofaní gjá og Simon, sem telur að hann sé dáinn, heldur áfram niður. Joe lifir hinsvegar fallið af og var heppinn að lenda á syllu í gjánni. Þetta er sagan af því hvernig þeir komust niður fjallið.

Aðalleikarar

Höfundar og leikstjórar

Framleiðendur

UK Film CouncilGB
DSPGB
Film4 ProductionsGB

Gagnrýni notenda (4)

★★★★★

Touching the void er eiginlega eina leikna heimildarmyndin sem ég hef séð og allt öðruvísi en allar aðrar fjallgöngumyndir sem ég hef séð Vertical Limit og fleiri. Það eru aðeins sex lei...

'Touching the Void' er svolítið merkileg kvikmynd. Hún er leikin heimildarmynd, sögð af þeim sem upplifðu atburðina, þannig að aldrei leikur neinn vafi á að mennirnir komust lífs af. Spen...

Vel heppnuð heimildarmynd um þá Joe Simpson og Simon Yates sem klifra Siula Grande í Andes-fjöllunum í Perú 1985. Þeir ná að komast upp toppinn en á leiðinni niður þá brýtur Joe hægr...

★★★★★

Það kom mér á óvart að enginn af ágætum pennum hérna hafi ekki skrifað um myndina Tuching the Void eða Snerting við tómið. Kannski er ástæðan sú að þetta er ekki hefðbundin Hollyw...