Virkilega góð mynd og algerlega þess virði að horfa á. Myndir sýnir aðeins inn í líf Ernesto Guevera og vinar hans Alberto Granado og ferðalag þeirra um Suður-Ameríku. Það eina sem ...
The Motorcycle Diaries (2004)
Diarios de motocicleta
"Before he changed the world the world changed him"
Árið 1952 ákveður læknaneminn 23 ára, Ernesto Guevara de la Serna, þekktur sem Fuser af vinum sínum, og betur þekktur síðar sem byltingarleiðtoginn Ernesto Che...
Öllum leyfðSöguþráður
Árið 1952 ákveður læknaneminn 23 ára, Ernesto Guevara de la Serna, þekktur sem Fuser af vinum sínum, og betur þekktur síðar sem byltingarleiðtoginn Ernesto Che Guevara, að fresta því að taka síðasta árið sitt í læknanáminu og fara í staðinn með tuttugu og níu ára gömlum vini sínum, Alberto Granado - þekktur sem Mial af vinum sínum - í fjögurra mánaða og 8 þúsund kílómetra langa mótorhjólaferð í gegnum Suður-Ameríku, en ferðin hefst í heimaborg þeirra Buones Aires í Argentínu. Ætlun þeirra er að sjá staði sem þeir höfðu aðeins lesið um í bókum, á meginlandinu sem þeir bjuggu á, og enda ferðalagið á þrítugsafmæli Alberto á hinum enda heimsálfunnar, í Guajira skaganum í Venesúela. Ferðin fer ekki öll eins og þeir höfðu skipulagt hana fyrirfram þar sem mótorhjól bilar, og þeir eru blankir. Þeir rífast einnig á stundum vegna þess að þeir eru sífellt tveir einir saman, auk þess sem Fuser er með asma. En fyrir tilviljun hitta þeir kommúnista í eyðimörkinni í Síle og heimsækja San Pablo Leper nýlenduna í Amason svæðinu í Perú, sem hvorutveggja breytir þeirra sýn á lífið og tengslunum á milli þeirra vinanna.
Aðalleikarar
Höfundar og leikstjórar


Myndir
Bakgrunnsmyndir
Plaköt
Framleiðendur


Gagnrýni notenda (5)
Að mínu mati besta mynd sem ég hef séð í langan tíma. Alveg síðan ég sá Mystic River og þessi mynd er í sama gæðaflokki og hún. Tónlistin er mögnuð, búinn að kaupa soundtracki...
Motorcycle Diaries (Walter Salles) Diarios de motocicleta eða Motorcycle Diaries er virkilega góð mynd. Ég vissi að hún yrði góð, ég fékk einhvers konar fyrirboða um það fyrr í dag...
Alvarleg, fyndin, sorgleg, frábær! Gael Garcia Bernal sýnir snilldarleik sem ungur Che Guevara. Rodrigo De la Serna leikur Alberto Granado vin Guevara. Vel leikin, vel leikstýrð og vel skrifuð m...
Ég var dreginn á þessa mynd í gærkvöldi í háskolanum, ég vissi ekkert um myndina nema að þetta fjallar um ferðalag frelsishetjunnar Ernesto Che Guevara og félaga hans á yngri árum áð...





















