Náðu í appið
Bönnuð innan 16 áraMyndin getur valdið ótta hjá eða er ógnvekjandi fyrir ung börnÍ myndinni er ljótt orðbragð

Dark Water 2005

Aðgengilegt á Íslandi

Frumsýnd: 22. júlí 2005

This Season, The Mystery Of The Darkness Will Consume Your Life

105 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 47% Critics
Rotten tomatoes einkunn 28% Audience
The Movies database einkunn 52
/100

Dahlia Williams og dóttir hennar Cecelia flytja inn í lélega íbúð á Roosevelt eyju í New York. Hún stendur í miðju skilnaðarferli og hefur ekki efni á betri íbúð, en hún er þó vel staðsett hvað varðar skóla fyrir dótturina. Allt frá því að hún flytur inn þá hafa dularfullir atburðir gerst og það dropar stöðugt vatn úr loftinu í einu svefnherberginu.... Lesa meira

Dahlia Williams og dóttir hennar Cecelia flytja inn í lélega íbúð á Roosevelt eyju í New York. Hún stendur í miðju skilnaðarferli og hefur ekki efni á betri íbúð, en hún er þó vel staðsett hvað varðar skóla fyrir dótturina. Allt frá því að hún flytur inn þá hafa dularfullir atburðir gerst og það dropar stöðugt vatn úr loftinu í einu svefnherberginu. Það koma einnig hljóð frá íbúðinni beint fyrir ofan hennar, þó hún virðist vera tóm. Er reimt í húsinu eða er ástæðan einfaldari?... minna

Aðalleikarar

Leikstjórn


Dark Water segir frá Dahlia(Jennifer Connelly) sem flytur í íbúð í New York borg ásamt dóttur sinni. Einkennilegur leki byrjar að myndast í svefnherbergisloftinu og dóttirin eignast vin sem reynist síðan vera draugur. Dark Water er verulega hæg og róleg og vantar allan neista. Það er ekki mikið að gerast í henni og hugmyndirnar eru ekki fullnýttar. Það er að sumu leyti bætt upp þannig að myndin verður ágætis afþreying, myndatakan er þunglynd og flott og leikurinn er ekki sem verstur. Jennifer Connelly túlkar hina örvæntingarfullu móður bærilega og þeir Tim Roth, Pete Postelhwaite og John C. Reilly gleðja augað. Þó að Dark Water sé ekkert sérstaklega hrollvekjandi þá verður að fyrirgefa það því hún er ekki mikil hrollvekja þannig séð heldur frekar spennumynd með dularfullu ívafi. Dark Water er ekkert sérstök en hún hefur sér nógu margt til ágætis til að ég splæsi á hana tveimur og hálfri stjörnu. Sem er einmitt það sem ég geri.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Einhver ömurlegasta edurgerð asískar kvikmyndar sem ég hef séð.
Myndin er endurgerð á kvikmynd sem kom út árið 2001, í Japan.
Dark Water kom út í Japan árið 2001 og var það snillingurinn Hideo Nakata,
sem leikstýrði henni. Japanska útgáfan var frábær í alla staði og ein best
schock horror mynd síðari ára, alveg sama hvað allir segja um hana.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Mér finnst alltaf jafn sárt þegar fólk er að skrifa illa um Dark water.Dark water er endurgerð samnefndar myndar frá 2002 eftir Hideo Nikata(Japönsku Ringu og Ringu 2,Chaos)og er byggð á sögu Koji Suzuki(Ringu). Walter Salles(Motorcycle diaries)leikstýrir og gerir það ólýsanlega frábærlega og Rafael Yglesias(from hell) skrifar gott handrit myndarinnar.Þessi kvikmynd er meistaraverk en því miður gáfu smekklausir og óþroskaðir áhorfendur henni lélega dóma og einkunn. Dahlia Williams(Jennifer Connelly)er að skilja við manninn sinn Kyle(Dougray Scott) og er að berjast um forræðið yfir fimm ára gamalli dóttur þeirra Ceci(Ariel Gade). Dahlia og Ceci flytja í hrörlega og skuggalega blokk í úthverfi í New York. Brátt fer að leka niður af efri hæðinni sem enginn býr í. Ceci eignist ósýnilega vinkona sem heitir Natasha en stelpan sem bjó efri hæðinni hét það líka. Brátt fara hræðilegir hlutir að gerast.
Alls ekki búast við óhugnanlegri Hollywood hryllingsmynd því þá verður þú(eins og áðurnefndir óþroskaðir og smekklausir áhorfendur)fyrir vonbrigðum.Hinsvegar er Dark water sorglegt og þunglyndislegt drama og ekki má gleyma orðinu listræmt meistaraverk sem lýsir myndinni best. Jennifer Connelly hefur verið rænd Óskarstilnefningu sem hún átti meira en skilið. Frammistaða hennar sem Dahlia er sú besta sem sést hefur í kvikmynd í langan tíma. Hún er ekki aðeins frábær í texta heldur líka í túlkun. Nýliðinn Ariel Gade er alveg frábær sem dóttirin og þetta var mjög erfitt hlutverk sem og öll í myndinni. Ariel er ofmetin og er betri en Dakota Fanning og þá er mikið sagt. John C. Reilly fer á kostum sem fasteignasalinn og skíthællinn Murray. Tim Roth og Dougray Scott eru einnig mjög góðir sem lögfræðingurinn Jeff Platzer og Kyle. Leikarinn góðkunni Pete Postlehwaite er líka góður sem húsvörðurinn Veeck. Camryn Manheim er líka mjög fín í aukahlutverki sem kennari Ceci. Walter Salles hefur sannað að hann er einn af bestu kvikmyndagerðar mönnum nútímans og eins og ég sagði áður þá býr hann til frábæra og rosalega velgerða kvikmynd. Handritið er líka gott. Klipping og hljóð er gott og myndatakan er alveg frábær.Tónlistin er líka alveg yndisleg. Hræðilega vanmetin er algjörlega brilliant,falleg og listræn kvikmynd sem sannur kvikmyndaáhugamaður má alls ekki missa af og Dark water er mín uppáhaldsmynd og ein af 5 bestu sem ég hef séð.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Þetta er endurgerð af japanskri mynd sem var ömurleg og þessi sjö sinnum verri. Ég hef aldrei séð svona lélega afsökun fyrir horror mynd ef það má kalla hana það. Ekki sjá hana nema að þið hafið ekki sofnað í 8 ár...þá er þetta réttu leiðindin!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Ég fór á þessa mynd án þess að vita neitt um hana og það sem ég hef að segja um hana er það.

Það gerðist ekkert í henni þá meina ég ekki neitt mér leiddist allan tíma frá því að ég gékk inn í þenna litla sal með óþægilegum lærdóms stólum.

Það sem ég vill segja hér að lokum það. EKKI EYÐA 800 KRÓNUM Í ÞESSA MYND og slepptu því að fara á hana því hún er ekki þess virði


ÞAÐ GERIST EKKERT Í HENNI, EKKI NEITT!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

21.09.2012

Önnur asísk perla endurgerð

Maður fær alltaf lítinn sting í hjartað þegar að fregnir berast um að stór samsteypa í Bandaríkjunum tekur upp á því að endurgera gersemar úr asíska kvikmyndaheiminum. Það þarf þó ekki alltaf að vera slæmt ...

Svipaðar myndirSkrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn