Náðu í appið
Bönnuð innan 16 áraÍ myndinni er sýnd nekt og/eða þar er að finna kynferðislega hegðun eða tilvísanirÍ myndinni er ljótt orðbragð

The Island 2005

Frumsýnd: 5. ágúst 2005

They don't want you to know what you are.

136 MÍNEnska

Árið er 2019. Lincoln Six Echo er alveg eins og allir hinir - hann er að bíða etir að detta í lukkupottinn og komast til Eyjarinnar, eina staðarins í heiminum til að lifa raunverulegu lífi, enda umhverfið orðið mengað. Þúsundir manna eru í biðstöð, að bíða eftir að komast til Eyjarinnar. Þetta hljómar eins og paradís, en Lincoln Six Echo áttar sig á... Lesa meira

Árið er 2019. Lincoln Six Echo er alveg eins og allir hinir - hann er að bíða etir að detta í lukkupottinn og komast til Eyjarinnar, eina staðarins í heiminum til að lifa raunverulegu lífi, enda umhverfið orðið mengað. Þúsundir manna eru í biðstöð, að bíða eftir að komast til Eyjarinnar. Þetta hljómar eins og paradís, en Lincoln Six Echo áttar sig á því fljótlega að það er dulinn tilgangur með Eyjunni, og hann þarf að flýja á brott - eyjan er full af klónum, framleiddir til að búa til líffæri og varahluti fyrir þá sem eiga réttu tryggingarnar, og nú þarf hann að stöðva hin illu áform. ... minna

Aðalleikarar


The Island gerist árið 2019 og segir frá þúsundum manna sem búa í einangruðu byrgi í þeirri trú um að heimurinn fyrir utan sé eitraður og í þeirri von um að komast á síðasta ómengaða stað jarðarinnar. Lincoln 6 echo(Ewan McGregor) grunar hinsvegar að eitthvað sé rotið í danaveldi og sleppur úr byrginu ásamt vinkonu sinni(Scarlett Johansson). Sjón er sögu ríkari hvað gerist næst. Já þetta er fín mynd frá hinum mistæka leikstjóra Michael Bay, pottþétt hasarkeyrsla frá upphafi til enda en því miður glittir í einn og einn galla. Ég verð t.d. að gagnrýna myndina fyrir það hversu hrikalega hallærisleg hún er, svona saga krefst eiginlega flottari stíl. Búningarnir sem klónin eru í og þunni húmorinn, þetta er ekki að virka. Eftir á að hyggja þá var Bay kannski ekki rétti leikstjórinn. En þetta gerir myndina alls ekki vonda, langt í frá, heldur aðeins lækkar stjörnugjöfina. Að mínu mati er The Island andskoti góð og jafnvel Ewan McGregor er ekki svo vonlaus jafnvel bara fínn í sínu hlutverki(gaman að sjá hann leika á móti sjálfum sér). Steve Buscemi er alltaf góður og Scarlett Johansson svona alltílæ. Ekki fullkomin mynd og hefði getað orðið betri með öðrum leikstjóra en vel þess virði að sjá og fyrir allt skemmtanagildið og hasarinn fær hún hiklaust þrjár stjörnur.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Í stuttu máli fjállar myndin um klón sem búa í neðanjarðarhýsi og lifa þeim misskilninga að jörðin sé menguð og að þeim hafi verið bjargað á þennan stað, þau bíða öll eftir að komast á “Eyjuna” sem er staðurinn sem þau fara á þegar þau vinna í lottóinu sem er eitt stórt plat. Ég var mjög sáttur með þessa mynd þrátt fyrir að myndin sé ekkert fullkomin í alla staða eins og til dæmis er fullt af hlutum í myndinn sem eru hálf asnalegir eins og hvernig klónin Lincoln og Jordan lifa einhvernvegin allt af en aðal málið er að myndin nær mann til að hugsa um hluti sem maður pælir ekkert allt of mikið í. Svo er margt sagt í myndinni sem er sniðugt eins og fullyrðingin sem guðinn yfir klónin kemur með sem segir að klónin séu manneskjur en að þau hafi ekki sál. Er rétt að klóna fólk? Hvað gerir klón aðskilið frá venjulegum persónum? Hvað gerir okkur eiginlega að persónum? Hvað gerir okkur að því að við getum haft persónuskilríki en ekki klón, eru þau ekki persónur? Er réttlætanlegt að drepa klón? Hafa klón sál?
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Mjög góð mynd. Það skemmtilega við hana er að hún er svo ótrúlega spennandi. Ewan Mcgregor og Scarlett Jhohansson smellpassa saman í hlutverkið. Að mínu mati besti leikur Ewan Mcgregor. Myndin fjallar um mann sem er að klóna fólk. Fólkið heldur að það eigi fortíð. Og það hugsar ekki um annað en að vinna í lottói. Ewan Mcgregor grunar að nú séu einhver brögð í tafli. Mæli með þessari.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Það er fátt sem ég þoli minna en Michael Bay, leikstjóra þessarar myndar. Tilhugsunin um hann fær hjartað til að pumpa blóði hraðar eins og það vilji drekkja honum og öllum líkum leikstjórum í útsprautuðum líkamsvessum; eitthvað sem Bay sjálfur sér líklega fyrir sér sem góðan dauðdaga miðað við blóðflóðið í Bad Boys myndunum. En eitthvað hefur gerst hér, hann hefur í fyrsta sinn á ferlinum fengið gott handrit í hendurnar, og myndin fjallar um afskaplega merkilegt málefni, annað 'first' í ferli hans. Þó trúi ég varla að Bay hafi einverja hugmynd um hvað sé átt við með orðinu 'clonus', og sé aðallega að hugsa um hasarinn og útlitið, sem að er frábærlega gert eins og alltaf í hans myndum. Því færist myndin saman á furðulegan hátt í eitthvað sem hægt er að horfa á án klígju, og verður hin fínasta afþreying með slettu af hugsun á bakvið.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

The Island er nýjasta mynd leikstjórans Michael Bay, sem er hvað frægastur fyrir myndir sem að sýna mikinn action og miklar sprengingar. Þó að sama formúlan gildi í þessari mynd og í hinum myndum hans Michaels, þá er hann með mun meiri áhugaverðari sögu heldur en hann er með í öllum hinum myndunum. Actionið í myndinni er rosalegt, eins og að venju. Brellurnar eru í fína lagi, þó stundum augljósar. Leikurinn í myndinni er ekkert spes, en það er ekkert sem að maður pælir í þegar kemur að svona myndum. Þessi mynd er með þeim betri sem að Michael hefur sent frá sér. Hún nær þó ekki að toppa The Rock. Ef ég ætti að setja hana á lista, þá er hún í 2-3 sæti með Bad Boys 1. Ef þið eruð mikið fyrir action myndir, þá mæli ég eindregið með að þið skellið ykkur á The Island. 3 stjörnur í bókina hjá mér.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn