Náðu í appið
Bönnuð innan 14 áraÍ myndinni er sýnd nekt og/eða þar er að finna kynferðislega hegðun eða tilvísanirÍ myndinni er ljótt orðbragð

Strákarnir okkar 2005

(Eleven Men Out)

Frumsýnd: 2. september 2005

The beautiful game just got prettier

85 MÍNÍslenska
Rotten tomatoes einkunn 36% Critics

Strákarnir okkar fjallar um Óttar Þór, aðalstjörnu KR inga sem veldur miklu írafári þegar hann játar fyrir liðsmönnum sínum á miðju leiktímabili að hann sé hommi. Í framhaldinu leggur hann í leiðangur til þess að finna sjálfan sig og gengur til liðs við áhugafélag manna í svipaðri stöðu: homma sem vilja spila fótbolta í veröld þar sem allt snýst... Lesa meira

Strákarnir okkar fjallar um Óttar Þór, aðalstjörnu KR inga sem veldur miklu írafári þegar hann játar fyrir liðsmönnum sínum á miðju leiktímabili að hann sé hommi. Í framhaldinu leggur hann í leiðangur til þess að finna sjálfan sig og gengur til liðs við áhugafélag manna í svipaðri stöðu: homma sem vilja spila fótbolta í veröld þar sem allt snýst um karlmennsku og testósteron. Stákarnir okkar fjallar um knattspyrnustjörnuna Óttar Þór og samskipti hans við fyrrverandi eiginkonu, 14 ára son, samfélag samkynheigðra, foreldra og nýja kærastann á mannlegan og gamansaman hátt.... minna

Aðalleikarar


Ein af lélegustu myndum sem gerðar hafa verið á Íslandi.

Hugmyndin er af myndini er kanski góð (fótbolltalið sem eingöngu er skipað hommum), en það er ekki nóg að hafa góða hugmynd og framkvæma hana, þú verður að hafa góða og framkvæma hana vel.

Brandararnir eru þreyttir og gamlir, og leikurinn var ömurlegur.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Yndisleg mynd - hélt ég ætti ekki eftir að segja það um homma mynd. Hér svífur andi Íslenska draumsins yfir vötnum, spegli brugðið upp af okkur eins og við erum en broddurinn tekinn úr með góðlátlegri gamansemi.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Ég verð bara að segja að Strákarnir Okkar hafi komið mér mikið á óvart. Ég var búin að kíkja á skrifin hér á undan áður en ég fór á myndina og bjóst þá við mjög fyndinni gamanmynd, en mér fannst hún bara lítið sem ekkert fyndin og frekar dramantísk ef eitthvað er. En svo er líka eitt sem kom mér á óvart líka og það voru öll þessi nektaratriði og the hommaatriðið, ekki það að ég hafi eitthvað á móti þeim en allir gaurarnir í salnum ráku upp svaka öskur við það atriði, gaurinn minn varð jafnvel pirraður af því atriði. En það var fínt að sjá þetta og það er bara kúl að vera gay.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Mér finnst Strákarnir okkar bara mjög skemmtileg mynd og mörg atriði eru mjög fyndin. Ég er yfirhöfuð mjög hrifin af íslenskum myndum og þessi er þar engin undantekning. Mér fannst samt að myndin hefði mátt vera aðeins lengri til að sjá hvernig mál hefðu þróast hjá aðalpersónunum.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Ég var mjög spenntur fyrir því að sjá þessa mynd og hélt að hún væri mjög góð og mjög fyndin. Myndinn byrjaði mjög vel og margir góðir brandarar og skemmtilegir karakterar í myndinni enn svo eftir hlé byrjar myndinn að vera svona frekar slöpp og verður mjög gróf og orðbragðið í myndinni er allan tíman mjög ljótt og hefði alveg mátt hafa myndina aðeins siðlegri. Og það sem mér finns hafa vantað alveg sérstaklega í myndina er flölbreytnin ekki alltaf bara sömu hommabrandararnir og svoleiðis. Enn það er sammt alltaf gaman að sjá Íslenskar myndir og þessi er alls ekkert slæm enn það hefði bara mátt gera hana miklu betri og kannski ekki einblína bara á eina persónu alla myndina. Ég verð sammt að seigja að ég hafi verið fyrir vonbrigðum og ég gef henni tvær og hálfa stjörnu af fjórum mögulegum.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn