Aðalleikarar
Leikstjórn
Handrit
Just Friends er grínmynd um feita strák sem er vinur gellu sem vill bara vera vinur hans, hann vill meira. Hann gefst upp og flytur í burtu. Nokkrum árum síðar er feiti gaurinn ekki lengur feitur, hann snýr aftur í bæinn sinn og reynir aftur og svo framvegis. Ryan Reynolds er fínn grínleikari og hefur gert ágætar hluti eins og t.d. Van Wilder. Það er slatti af fyndnum atriðum í þessari mynd en hún nær aldrei að verða meira en meðal grínmynd. Ágæt afþreying en ekki borga fyrir hana.
Smá spoiler:::
Ég gerði mér svo sem alveg grein fyrir hvað ég væri að fara að sjá þegar ég leigði mér þessa spólu fyrr í dag. Rómantísk gamanmynd sem gæti aðeins endað á einn veg.
Spoiler búinn:::
Þessi mynd er nú með leikara sem mér finnst ávallt mjög skemmtilegur. Lék í hinum stórskemmtilegu þáttum Two guys a girl and a pizza place. Sem voru bara eitt af mínum uppáhalds þáttum. Leikarinn heitir Ryan Reynolds, stórskemmtilegur, þó svo að hann hefur leikið í frekar slöppum myndum, eins og til dæmis wan wilder. Ég verð að segja að ég var nú fyrir smá vonbrigðum þegar ég horfði á þessa mynd. Hélt hún myndi verða fyndnari. Þau sem hélt myndinni uppi, fannst mér allavega voru þau Chris Marquette sem lék litla bróðir hans Ryan, og svo Anna Faris sem lék dekruðu og heimsku poppsöngkonu. En fannst mér hinir ekki standast undir væntingum, og þó svo að myndin var fyndin á köflum, þá fannst mér hún bara alls ekki nógu fyndin. Og svo fannst mér hún renna allt of fljótt í gegn, og rómantíkin var ekki mikið til staðar í myndinni. Ekki nema bara alveg í blá lokin. Og tengsl þeirra Amy Smart og Ryans fannst mér frekar neikvæð í myndinni,engin sterk tengsl allavega þarna á milli. Í heildina litið fannst mér myndin ekki nógu góð. En jú jú, bróðirinn var mjög góður, og samband þeirra. Og svo líka dekraða poppstjarnan. Það kom fyrir að ég brosti aðeins, og jafnvel hló.
Um myndina
Leikstjórn
Handrit
Vefsíða:
Aldur USA:
PG-13
Frumsýnd á Íslandi:
26. desember 2005