Just Friends er grínmynd um feita strák sem er vinur gellu sem vill bara vera vinur hans, hann vill meira. Hann gefst upp og flytur í burtu. Nokkrum árum síðar er feiti gaurinn ekki lengur feitu...
Just Friends (2005)
"He loves her. She loves him not."
Þegar Chris Brander játaði ást sína á besta vini sínum og vinkonu, Jamie Palamoino, þegar þau voru unglingar, þá var hjartasár og niðurlæging það eina...
Öllum leyfð
KynlífSöguþráður
Þegar Chris Brander játaði ást sína á besta vini sínum og vinkonu, Jamie Palamoino, þegar þau voru unglingar, þá var hjartasár og niðurlæging það eina sem Chris hafði upp úr krafsinu. Til að bæta gráu ofaná svart þá var Chris akfeitur, sem gerði hann að auðveldu skotmarki bekkjarfélaganna sem stríddu honum. En mörgum árum síðar hefur ýmislegt breyst. Chris er núna vinsæll og virtur hljómplötuframleiðandi í Hollywood og algjör andstæða þess hvernig hann var í miðskóla, orðinn grannur og flottur. Hann er einnig með á mála hjá sér unga og upprennandi söngstjörnu sem heitir Samantha James, sem er hrifin af honum á sinn létt geðtruflaða hátt. Þegar furðulegt slys gerist á leið þeirra tveggja til Parísar, þá neyðist Chris til að koma í heimabæ sinn, með Samantha í eftirdragi. Hann grunaði ekki að hann myndi hitta þar vinkonuna sem hann hafði reynt hvað hann gat að gleyma. En hann sér nú möguleika á að fá aðra tilraun til að heilla hana, og gerir nú allt hvað hann getur til þess, þrátt fyrir að á sama tíma þurfi hann að hafa hemil á Samantha, en nýtur þar fulltingis yngri bróður síns, sem er mikill aðdáandi hennar. Þrátt fyrir allar þær hindranir sem verða í vegi hans, þá mun Chris nú gera allt sem hann mögulega getur til að verða meira en bara vinur.
Aðalleikarar
Höfundar og leikstjórar


Myndir
Bakgrunnsmyndir
Plaköt
Framleiðendur
Gagnrýni notenda (2)
Smá spoiler::: Ég gerði mér svo sem alveg grein fyrir hvað ég væri að fara að sjá þegar ég leigði mér þessa spólu fyrr í dag. Rómantísk gamanmynd sem gæti aðeins endað á einn ...

















