Náðu í appið
Bönnuð innan 12 áraÍ myndinni er sýnd nekt og/eða þar er að finna kynferðislega hegðun eða tilvísanirMyndin vísar til eða sýnir notkun vímuefnaÍ myndinni er ljótt orðbragð

Rent 2005

(Rent: The Musical)

Frumsýnd: 10. mars 2006

Eight friends. One extraordinary year.

135 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 47% Critics
The Movies database einkunn 53
/100

Þessi rokkópera er byggð á óperunni “La Boheme” eftir Puccini, en hún segir frá ári í lífi vinahóps í fátækrahverfum New York borgar og baráttu þeirra við örbirgð og alnæmi.

Aðalleikarar

Leikstjórn

Handrit

Skemmtileg söngvamynd um alvarlegt efni
Söngleikjageirinn getur verið einhver sá mistækasti sem tilheyrir kvikmyndum. Þeir geta stundum verið pínu fráhrindandi, en í mörgum tilfellum eiga þeir til með að draga mann til sín undir dáleiðandi áhrifum tónlistarinnar. Álit þitt á söngleik veltur líka alfarið á því hvernig þú fílar lögin. Eitt slæmt lag, og þá getur ákveðin sena orðið óþolandi.

Rent er einn af þessum góðu söngleikjum að mínu mati. Meðan að sagan er algjört miðjumoð og endirinn alltof, alltof of móralískur (og ferlega Broadway-legur) þá tókst mér að lifa mig inn í þessa mynd frá fyrstu mínútu (eða reyndar frá og með sjálfu Rent-laginu sem kom strax á eftir upphafstextann, er ekki mikið fyrir Seasons of Love). Ég tek það einnig fram, að ég hafi aldrei áður séð þessa sýningu. Þess þó heldur kom það mér á óvart að myndin skuli hafa haldið mér áhugasömum út lengdina.

Tónlistin er alveg meiriháttar! Lögin eru kannski ekki öll eins góð, en mestmegnis eru þau traust og þar að auki skemmtilega fjölbreytt einnig. Maður er ekki að hlusta á sömu lögin flutt í mismunandi útgáfum allan tímann (eins og t.d. Phantom of the Opera gerði miskunarlaust).

En burtséð frá því er þessi mynd bara eitthvað svo orkurík, svo skemmtileg, svo.... lifandi, ef þannig má orða það. Rent heldur alveg geysilega öflugu flæði og bjóst ég hvergi við því að þessi góða tilfinning sem ég hafði skuli endast út til enda. Myndin styðst mjög vel við góðan hóp, og finn ég ekki einn í hópnum sem annaðhvort kemur illa út, bæði í frammistöðu og röddu. Þetta passar allt.

Þar sem ég hef ekki séð sýninguna get ég lítið dæmt um hvernig samanburðurinn stenst, en fyrir mitt leyti er þessi upplifun alls ekki fjær þeirri sem ég hef upplifað í góðum leikhússal. Það kemur jafnframt á óvart (já!.. það kom mér slatti mikið á óvart í þessari mynd, hvað get ég sagt?) að sykurpúðinn Chris Columbus skuli standa á bakvið þessu öllu saman. Hann er nú mest þekktur fyrir fjölskyldumyndir í sykurhúðaða kantinum, og bjóst ég aldrei við því að samkynhneigð, fátækt og alnæmi yrði meginþemað fyrir kvikmynd hjá honum. Hann stendur sig samt með prýði og fór ekkert af dramatíkinni í mig að því leyti að það væri eitthvað óþolandi. Ég get lítið að því gert en að taka það í sátt hversu brjálæðislega hrifinn ég var af þessari mynd. Hún dettur að vísu niður við og við, og eins og áður sagði er söguþráðurinn ekki sterkasta hliðin og fer allt eftir hvaða lag er í gangi hvernig maður fílar vissar senur.

En fyrir stemmninguna, tónlistina og þetta óstöðvandi orkuflæði gef ég Rent hátt í mjög góð meðmæli.

7/10

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Þessi frábæra mynd snýst aðalega um tvo vini sem búa saman Mark (Anthony Rapp) og Roger (Adam Pascal). Þessi mynd segir sögu um hvað gerist í einu ári hjá þeim og vinum þeirra og við sjáum hvernig þeir ná að höndla við að fá ást, missa hana, AIDS, og daglegt líf. Þetta er án efa einn besti söngleikur sem ég hef séð, og ég hvet alla til að drífa sig að sjá hana. Þetta er bæði góð saga og svo eru lögin líka æðisleg!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

10.12.2023

Hluti af endurreisn Cage

Kvikmyndin Dream Scenario eftir Norðmanninn Kristoffer Borgli, 38 ára, átti upphaflega að vera með Adam Sandler í aðalhlutverkinu en ekki Nicolas Cage. „Á tímabili héldum við að við myndum gera þetta með Adam, en svo vegna ýmissa ástæðna æxlaðist það...

19.05.2022

Einn minnislaus, tvær eldheitar og japanskur draugur

Tvær eldheitar kvikmyndir sem byrja á enska orðinu fire, eða eldur, eru annað hvort nýkomnar í bíó eða verða frumsýndar núna á föstudaginn. Önnur heitir Firestarter, eða Kveikjari í lauslegri íslenskri þýðingu, en hin heitir...

06.09.2021

Einstök aðlögun með fingraförum Lynch

Kvikmynd David Lynch “Dune” frá 1984 byggð á skáldsögu Frank Herberts frá 1965 er áhugavert innlegg í kvikmyndasöguna. Þegar bókin kemur út er hippatíminn að springa út og þemu bókarinnar sem eru umhver...

Svipaðar myndirSkrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn