Náðu í appið
Öllum leyfð

R.V. 2006

(RV)

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 16. júní 2006

One family. Eight wheels. No brakes.

99 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 23% Critics
The Movies database einkunn 33
/100

Bob Munro er faðir ósamstæðrar fjölskyldu. Hann leigir sér húsbíl til að fara í frí með fjölskylduna. En Bob er ekki besti bílstjóri í heimi, og bremsurnar eru ekki þær bestu í bænum. Bob áttar sig fyrst á þessu þegar bíllinn rúllar afturábak og klessir á innkaupakerrur. Bob má samt ekki gleyma að mæta á einn mikilvægan fund í miðri ferðinni,... Lesa meira

Bob Munro er faðir ósamstæðrar fjölskyldu. Hann leigir sér húsbíl til að fara í frí með fjölskylduna. En Bob er ekki besti bílstjóri í heimi, og bremsurnar eru ekki þær bestu í bænum. Bob áttar sig fyrst á þessu þegar bíllinn rúllar afturábak og klessir á innkaupakerrur. Bob má samt ekki gleyma að mæta á einn mikilvægan fund í miðri ferðinni, svo hann missi ekki vinnuna. ... minna

Aðalleikarar

Leikstjórn

Handrit

Nah
Það er leiðinlegt að horfa upp á einhvern á borð við Robin Williams misstíga sig þegar að maður veit að hann á mun betur skilið.

Þetta er alls ekki í fyrsta sinn, engan veginn.
Stöku sinnum á hann sínar góðu stundir, en einhvers staðar á milli hafa sprottið upp verri dagar (man enginn eftir Father's Day, Flubber eða Jack? Svo aðeins eitthvað sé nefnt).

R.V. er kannski ekki SVO slæmt tilfelli (bjóst við langtum verra...), en það breytir því ekki að myndin sé hálfgert skref niður. Það kemur auðvitað fyrir bestu menn að þá vanti peninga, en einhver á borð við Williams hlýtur að hafa betra úrval af efni. Þessi mynd er engu að síður álíka fersk og Beta Max.

Myndin er svo mikil klisja að það er stundum hálf kvalarfullt að höndla atburðarásina. Hún er fyrirsjáanleg og óspennandi, og að mestu leyti ófyndin. Það eina sem heldur myndinni saman er hversu orkuríkur Williams er. Það gæti rétt eins verið að hann hafi hatað það að vera í myndinni, en hann hefur a.m.k. ágæt augnablik sem sýna hversu flippaður hann er. Það má deila um það hversu þreyttur hann er orðinn, en maður finnur fyrir því. Það kom jafnvel fyrir að ég fór að sakna þess að sjá Chevy Chase með sinn hamagang úr gömlu Vacation-myndunum (...og ekki voru þær nú allar góðar).

Barry Sonnenfeld hefur líka sjálfur átt fyndnari daga. Hvað segir það okkur um R.V.? Jaaa... Myndin hefði getað orðið verri svosem, en ég tel samt að þetta sé bara enn einn ameríski klisjuvagninn sem við höfum margoft ferðast á og fengið nóg af.

4/10

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn