Náðu í appið
Bönnuð innan 16 ára

Stay Alive 2006

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 23. júní 2006

You Die In The Game - You Die For Real

85 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 10% Critics
The Movies database einkunn 24
/100

Loomis Crowley er að prófa leikinn Stay Alive ásamt vinum sínum Sarah og Rex. Þegar leiknum lýkur, þá kemur Loomis að þeim Rex og Sarah látnum í herbergjum sínum, og skuggi ýtir honum frá stiganum, handriðið brotnar og hann deyr rétt eins og hann dó í leiknum. Systir Loomis, Emma, gefur besta vini sínum, Hutch, leikinn. Þau, og vinir hans Miller, Phineus og... Lesa meira

Loomis Crowley er að prófa leikinn Stay Alive ásamt vinum sínum Sarah og Rex. Þegar leiknum lýkur, þá kemur Loomis að þeim Rex og Sarah látnum í herbergjum sínum, og skuggi ýtir honum frá stiganum, handriðið brotnar og hann deyr rétt eins og hann dó í leiknum. Systir Loomis, Emma, gefur besta vini sínum, Hutch, leikinn. Þau, og vinir hans Miller, Phineus og systir hans October, Swink og Abigail, spila leikinn saman. Þegar Miller og Phineus deyja á sama hátt og í leiknum, þá komast þau sem eftir eru að því að leikurinn er byggður á lífi hinnar illu greifynju Elizabeth Bathory. Hún var grafin lifandi í turninum á heimili sínu á Geronge plantekrunni. Með lögregluna á hælunum, og eftir lát October, þá komast þau að húsinu og reyna að finna líkið af greifynjunni til að eyða hinum illa anda.... minna

Aðalleikarar

Stay Away frekar
Það er erfitt að fara á hryllingsmyndir nú til dags án þess að verða fyrir einhverjum vonbrigðum. Ég hef orðið vitni af nokkrum afar vondum hryllingsmyndum undanfarið, og í flestum tilfellum eru metnaðarsnauðar endurgerðir á ferðinni. Það gleður mig a.m.k lítið þegar ég segi að Stay Alive sé einhver alversta hryllingsmynd sem að ég hef séð langa lengi (Uwe Boll myndir taldar með!).

Það sem að hér er um að ræða er sorgleg tilraun til að vekja einhvern óhug. Satt að segja er þessi mynd bara hálf fyndin, en samt ekki nógu fyndin til að maður geti eitthvað haft gaman að henni í hallærisleika sínum. Ég get ekki orðað það öðruvísi, en myndin er bara að öllu leyti misheppnuð. Spenna er nákvæmlega engin, leikurinn er skömmustulegur og andrúmsloftið er algjörlega litlaust og álíka stílískt og bakgrunnurinn í Pacman leikjunum.

Þetta kemur samt sem áður út sem algjört aukaatriði í samanburði við söguþráð myndarinnar. Hann er svo ferlega asnalegur að það kom mér jafnvel smá á óvart að myndin hafi gengið svo langt með að reyna að taka sig eitthvað alvarlega. Hefðu aðstandendur myndarinnar einhvern húmor í sér, þá hefðu þeir getað tekið handritið og búið til alveg bráðskemmtilega satíru á hryllingsmyndir og tölvuleikjanotkun í nútímanum. Möguleikarnir eru ótakmarkaðir! Í staðinn kom myndin eins illa út og hægt var.

Ég hef ákveðið að vera pínu örlátur og gef myndinni þar með 2/10 einungis fyrir Adam Goldberg, en hann er alltaf skemmtilegur náungi. Synd að hann hafi ekki átt meiri skjátíma, og þó... Kannski hann hafi bara verið skynsamur. Forðist myndina, í alvöru talað!

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Vanalega þegar ég fer á hrollvekjur þá er ég að skíta á mig og öskra eins og smástelpa, en ekki í þetta skipti mér brá varla yfir þessari drullupussu ræmu. Þessi mynd hefði átt að fara beint í ruslið eða flettirekkann á næstu videóleigu!!!Forðist hana eins og heitan eldinn!!!

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Jááá...þetta er ágætis mynd sko.


Bjóst við miklu meiri svona hrollvekju. Annars er þetta fínasta mynd. Mæli með henni að fara á í bíó ekki heima.


Hef samt alveg séð betri mynd :)
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Klikkaður spennuhollur sem rígheldur.mæli með þessari mynd
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

09.03.2019

Fyrsta ljósmynd úr The Boy 2

Framhald framleiðslufyrirtækjanna STXfilms og Lakeshore Entertainment á hrollvekju William Brent, The Boy, með Lauren Cohan og Rupert Evans í aðalhlutverkunum, byrjaði í tökum fyrr á þessu ári í Vancouver, í Bresku Kólumbíu ...

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn