Aðalleikarar
Leikstjórn
Handrit
Ég er mikið fyrir endurgerð Gore Verbenski á Ring, mjög frægri Japanskri hrollvekju sem jafnframt er tekjuhæsta mynd Japans frá upphafi(Japanska upprunalega útgáfan). Söguþráðurinn er nákvæmlega sá sami og í Ring:Þegar unglings frænka Reiko deyr fer að rannsaka málið. Frænkan og vinir hennar höfðu horft á skrítið myndband og umleið og myndbandið var búið hringdi síminn og undarleg rödd sagði að þau mundu deyja eftir sjö daga. Í forvitni sinni þá horfir Reiko á myndbandið og síminn hringir. Brátt fara undarlegir hlutir að gerast og hún þarf ekki að eins að bjarga sínu eigin lífi heldur líka syni sínum sem hefur einning horft á myndbandið og Reiko hefur bara 7 daga að bjarga sér og syni sínum og komast að uppruna myndbandsins en tíminn líður....
Verð að hrósa Verbenski fyrir leikstjórn sinni á endurgerðinn, sú útgáfa er miklu betri en þessi útgáfa Hideo Nakata en leikstjórn hans er mjög fín. Handritið er gott. En Ringu(Ring er borið fram Ringu í Japan og það er gott þegar það er verið að bera saman myndirnar að kalla upprunalegu Ringu en endurgerðina Ring) hefur fæst af því sem gerði upprunalegu góða sem var algjörlega beyond Mögnuð myndataka,tónlist og klipping. Svo er hún minna óhugnanleg en samt pínulítið. Semsagt að hún er ALLS EKKI jafn flott né vel gerð eins og endurgerðin kemst ekki einu sinni nálægt henni í gæðum, ekki einu smá. Sagan er samt alveg jafn góð en myndin ekki. Leikur er alls ekki jafn góður en samt ágætur. Það er allt örðuvís andrúmsloft í þessari en í hinni.
ekki miskilja mig Ringu er mynd en mæli frekar með endurgerðinni en það gerir engum neitt að horfa á þessa.
Jæja, ég ætla fá þann “heiður“ að fjalla um Ringu, í sem stystu máli. Persónulega fílaði ég þessa mynd engan veginn og skil ekki hvað fólki fannst svo stórkostlegt við þessa mynd. Hún er sögð vera besta hrollvekja sem hefur verið gerð, látið myndir eins og Blair Witch Project líta illa út, og meir. Myndir eins og Seven, Shining, Braindead og örugglega fl. eru mun betri en þessi þvæla. Það eina sem er flott í myndinni er þegar persónan kemur út úr sjónvarpinu. Það var freaky atriði. Ef þið viljið góða Ring mynd, sjáið útgáfu Gore Verbinski.
Um myndina
Leikstjórn
Handrit
Framleiðandi
Omega Productions
Kostaði
$1.200.000
Tekjur
$19.400.000