Aðalleikarar
Leikstjórn
Handrit
Eftir vinsældir Ringu í Japan(ein tekjuhæsta mynd Japans frá upphafi) þá þurfti auðvitað að koma framhald.
Hideo Nakata leikstýrir aftur og margir leikarar Ringu eru komnir aftur en í minni hlutverk.
Athugið það eru SPOILERAR úr fyrstu myndinni hér:
Að þessu sinni er aðalpersónan Mai ung kona sem var nemandi Ryuji Takayama(fyrrverandi maður Reiko í Ringu) og víst kærasta hans líka. Hún fer að leita af sökinni fyrir dauða hans og kemst að sögunni um bölvaða myndbandið sem drepur alla 7 daga eftir áhorf. Hún leitar uppi Reiko og son hennar og Ryuji,Yoichi en hann og móðir hans eru í felum. Yoichi er farinn að fá sömu hæfileika og Sadako, draugurinn sem er valdur að myndbandinu. Mai þarf að bjarga sér og Yoichi svo að þau verði ekki næstu fórnarlömb Sadako. SPOILER ENDAR. Ringu 2 er ennþá minna óhugnanlegri en Ringu sem var ekki eins scary og hún á víst að vera. Reyndar þá er Ringu 2 eins lítið óhugnanleg eins og hryllingsmyndir geta orðið. Handritið var slæmt og leikstjórn Nakata ekki góð.
Myndatakan var verri en í upprunalegu. Myndin virkar mun meira sem Sci-fi en hryllingsmynd/thriller og það er bara einn og ef ekki tveir þumlar niður!!!! Leikur var ekki vondur en heldur ekki góður. Mæli ekki mikið með þessari en mæli mjög vel með Ringu 0 sem er einfaldlega allra, allra besta myndin í seríunni.