Náðu í appið
Bönnuð innan 16 áraMyndin getur valdið ótta hjá eða er ógnvekjandi fyrir ung börnMyndin dregur upp mynd af mismunun eða felur í sér efni sem getur hvatt til mismununarÍ myndinni er ljótt orðbragð

The Wicker Man 2006

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Some Sacrifices Must Be Made

102 MÍNEnska

Þegar lögreglumaðurinn Edward Malus er að jafna sig á alvarlegu slysi, fær hann bréf frá fyrrum unnustu sinni, Willow, sem fór frá honum mörgum árum fyrr án nokkurra skýringa, og segir honum að dóttir hennar Rowan sé týnd. Edward fer til hinnar afviknu eyjar Summerisle þar sem Willow býr í skrýtnu samfélagi sem ræktar ávexti og segir honum frá því að... Lesa meira

Þegar lögreglumaðurinn Edward Malus er að jafna sig á alvarlegu slysi, fær hann bréf frá fyrrum unnustu sinni, Willow, sem fór frá honum mörgum árum fyrr án nokkurra skýringa, og segir honum að dóttir hennar Rowan sé týnd. Edward fer til hinnar afviknu eyjar Summerisle þar sem Willow býr í skrýtnu samfélagi sem ræktar ávexti og segir honum frá því að Rowan sé í raun dóttir þeirra. Við rannsókn Malus í þessu samfélagi, þar sem menn taka honum af tortryggni og fjandskap, þá kemst hann að því að íbúarnir eru heiðnir, og stunda ævaforna helgisiði til að bæta uppskeruna, og Rowan er líklega á lífi, en verið er að búa hana undir að vera fórnað. Þegar hann finnur stúlkuna, þá kemst hann einnig að leyndarmálinu á bakvið helgilíkneskið. ... minna

Aðalleikarar


Nicolas Cage leikur hér lögregluþjón sem fer á afskekkta eyju til að rannsaka hvarf dóttur fyrrverandi kærustu sinnar. The Wicker Man er á köflum vægast sagt mjög steikt og einnig afar spennandi en samt er hún ekkert sérstaklega góð. Hún er illa leikstýrð og illa leikin og þó að ég sé yfirleitt mjög hrifinn af Nicolas Cage þá er hann ekki góður hér, hlutverkið er bara ekki nógu áhugavert. Myndatakan er líka frekar slæm, myndin lítur eiginlega mjög klígjulega út. Ég get þó ekki sagt að The Wicker Man sé stefnulaus því endaplottið kemur á óvart og er eiginlega mjög ásættanlegt þó að það séu nokkrir punktar sem eru svo ekkert útskýrðir. The Wicker Man er ekki alslæm mynd, hún byggir upp krassandi niðurstöðu og efnir það en hún er bara misheppnuð í aðeins of marga staði. Það má alveg kíkja á hana. 6/10 í einkunn eða tvær stjörnur.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

ATH. Ég mæli með að þið lesið fyrst gagnrýni mína um upprunalegu Wicker man á undan þessari og það eru SMÁ SPOILERAR:

The Wicker man er enn ein endurgerðin sem flykkist í bíó eftir að Ring(+ framhald) endurgerðin sló í gegn, aðrar sem hafa komið út síðan 2002 eru , Grudge(+ framhald núna í Október),Dark water, Texas chainsaw massacre(+ framhald núna í Október, eins og Grudge 2), 13 ghosts og House of wax,Fog og núna í ár: Hills have eyes(+ væntanlegt framhald), Pulse, When a stranger calls(+ væntanlegt framhald), Omen, Black Christmas(er væntanleg um veturinn) og svo Wicker man.

Upprunalega Wicker man er einhver allra skrítnasta mynd sem ég hef séð en var samt góð( Directors cut útgáfan er samt betri. lengri og betri byrjun) og mjög svo einstök og skartaði Edward Woodward, Christopher Lee og Britt Ekland í aðalhlutverkum undir leikstjórn Robin Hardy eftir handriti Anthony Shaffer .

Sú mynd var gerð fyrir engan pening(Lee vann frítt!) en varð að cult klassík eftir að hún kom út 1973.

Endurgerðin er leikstýrð og skrifuð af Neil LaBute(Nurse Betty) og Nicolas Cage, Kate Beahan(það er allt í lagi að hafa ekki hugmynd hver hún er, en hún lék í Flightplan) og Ellen Burstyn taka að sér hlutverk ofar nefnda leikara.

Fyrst langaði mig að sjá þessa endurgerð en eftir að hafa séð 73 útgáfuna þá skildi ég afhverju hún(endurgerðin) var ein mest hataða mynd á imdb, því að hún leit hryllilega út. Var látin líta út fyrir að vera eins og Silent hill og var bara bönnuð innan 13(í U.S) sem hún má alls,alls ekki vera.

Söguþráðurinn er líka nokkuð breyttur: Nic Cage leikur Edward Maulis er lögregluþjónn sem verður fyrir því áláni að sjá konu og unga dóttur hennar lenda fyrir vörubíl og deyja í hörmulegu bílslysi. Hann tekur sér langa pásu en fær bréf frá Willow Woodward(Beahan) fyrrverandi kærustu sinni sem stakk af eftir að þau voru trúlofuð. Hún á unga dóttur, Rowan sem hefur horfið í nokkrar vikur núna og hún biður Edward um að koma á eyjuna þeirra Summersisle(Summerisle í ´73 útgáfunni) sem hann gerir. Eyjan er þekkt fyrir gott hunang en hún er algjörlega lokuð-enginn má koma né gera neitt án leyfis sister. Summersisle og það er ekkert rafmagn. Íbúarnir eru aðeins kuldalegar konur en menn eru aðeins ómerkilegir verkamenn í þeirra augum. Enginn vill kannast við Rowan nema auðvitað móðir hennar en hún er mjög hrædd við alla íbúana og segir að þeir vilji ná í dóttur hennar. Edward fer að kafa dýpra og dýpra inní málið og sér að það er ekki allt sem sýnist.....

Sagan er breytt frá upprunalegu útgáfunni, eins og með þetta (viðbjóðslega klisju kennda) bílslys(úff, byrjunin eyðilagði eiginlega myndina) og að Willow og Edward eiga sér (væmna)fortíð. Það drap þetta líka.

Lord Summerisle er orðin kona,sister Summersisle. Og svo er saga eyjunnar mikið breytt í hinni var þetta heyðingja eyja(sem er líka í þessari en trúarbrögðin þeirra voru mun meira áberandi) en allir voru jafnir(fyrir utan Summerisle) og hamingjusamir(það má segja að þetta hafi verið hippa eyja) en núna eru bara konur sem eru á eyjunni(fyrir utan mennina sem eru þrælar) og þetta er alls ekki jafn mikill happy place. Og það er verið að reyna að gera hana meira “scary” en ég veit ekkert hvort að mér finnst það neitt verra.

Þessar eyjur eru svart og hvítt og verð að segja að það hafi verið góð hugmynd hjá Labute að breyta þessu. Summersisle framleiðir núna mjög svo gott hunang á meðan það voru epli í ´73 útgáfunni. SPOILER. Konur eyjunnar eru líka hálfgerðar býflugar, ein þeirra(sister Summersisle) er dýrlingur. Mennirnir eru þrælar og einungis notaðir til að vinna, og svo picka sumar upp menn frá “borginni” og láta barna sig og svo losa þær sig við(stundum drepa) mennina. Alveg eins og býflugur. SPOILER ENDAR.

Handritið hefur ÖMURLEGA byrjun ,ótrúlega klisjukennda, að láta Willow og Edward hafa fortíð er líka hryllileg, í ´73 þá var Willow lang glæsilegasta,”vinsælasta”,skemmtilegasta stelpa eyjunnar og var hálfgerð “slut”. Og var ekkert rosalega mikilvæg en samt. Hér er hún hrædd móðir(hvernig dirfist þeim að láta Willow vera mamma Rowan, það er eitthvað sem er bara bannað), þjónustu stelpa(hún var það líka í ´73) og ekki vinsæl

(SPOILER, en ekki er allt sem sýnist. Hún er líka dóttir sister Summersisle,WTF??SPOILER ENDAR).

Edward er líka ennþá meira óþolandi en í fyrri, ótrúlegt en satt. Endirinn var samt svolítið góður.

Leikstjórinn var ekki nógu góð. Og Það var slatti af asnalegum pg-13 horror atriðum.

Nú er komið að leikurunum: Nic Cage var HRÆÐILEGUR, þá var jafnvel flestir í salnum(þetta var fimmtudags kvöld, kl. 5 og 5 sýningarvikan á frekar óvinsælli mynd svo það voru auðvitað fáir) að hlægja af honum, ég var einn af þeim.

Hann á virkilega skilið að fá Razzie tilnefningu. Eins og ég sagði hann var virkilega lélegur. Edward Woodward var miklu,miklu betri.

Kate Behan kemur í staðinn fyrir Britt Ekland(sem var flott en hryllilega léleg)

Behan er léleg en ekki jafn léleg, en bara með ljótari Hollywood leikkonum sem ég hef séð nýlega í bíó mynd(öll þessi skrímsli frá sápuóperum og öðrum sjónvarpsþáttum eru ekki taldar með). Hún var hryllilega ljót ,með botox andlit og huge plastic varir. Aðrar leikkonur sem hefðu passað í þetta hlutverk eru Scarlett Johannson, Naomi Watts,Emily Blunt(með litað ljóst hár) eða Julia Stiles.

Eini leikarinn sem toppar frammistöðu úr upprunalegu myndinni og er góður er auðvitað Ellen Burstyn(Exorcist, Requiem for a dream). Burstyn er með bestu leikurum allra tíma eins og sást í Requiem for a dream. Hún er mjög góð hér og slær Christopher Lee út.

Leelee Sobieski er rosalega tilgangslausu hlutverki og hefur ekki tíma til að leika einu sinni. Aðrir helstu leikarar(reyndar leikkonur) eru Diane Dilano, Leelee Sobieske og Frances Conrey. Takið eftir Aaron Eckhardt(Thank you for smoking) og James Franco(Harry Osborn í Spider-man,1,2 og 3) í cameo hlutverkum!

Myndatakan er ok, en tónlist Angelo B(sem gerði einhverja yndislegustu kvikmynd tónlist í Dark water) er vonbrygði.

Ég er ekki einn af þeim sem fannst það nánast vera guðlast að endurgera Wicker man-bara góð hugmynd en það er sorglegt að hún var ekki betur gerð en þetta!!!!

Mynd sem hefði getað orðið snilldarverk en varð ekkert meira en hálf misshepnnuð pg-13 hryllingsmynd. Skammastu þín Neil Labute!!!!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

22.04.2022

Nicolas Cage er Nick Cage

Bandaríski leikarinn Nicolas Cage á fjölda aðdáenda hér á Íslandi eins og út um allan heim, enda er Cage afar skemmtilegur karakter sem tekur oftar en ekki að sér mjög áhugaverð hlutverk. Í dag kemur nýjasta kvikmynd...

01.03.2021

Erlingur með nýja sýn á rottufangarann

Kvikmyndagerðarmaðurinn Erlingur Óttar Thoroddsen mun skrifa handritið og leikstýra hrollvekjunni The Piper. Það er bransaveitan The Hollywood Reporter sem greindi fyrst frá þessu og segir þar að framleiðslufyrirtækið M...

22.02.2011

TÍAN: Bíóárið 2010!

Betra seint en of seint. Mér hefur alltaf fundist þægilegra að gera topplista yfir bestu myndir ársins sem var að líða í kringum febrúar-mars í staðinn fyrir áramótin eins og flestir gera. Það fylgir því bara að búa ...

Svipaðar myndir



Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn