Aðalleikarar
Leikstjórn
Handrit
Vá.....ein besta mynd sem ég hef séð lengi!! Hún hefur allt,fær allar stjörnur frá mér;-) Ég reyndar fílaði hana svo mikið að ég varð að sjá hana tvisvar,bara til að vera viss um að hún yrði jafngóð í seinna skiptið...sem hún var algjörlega:) Ég get ekki sagt að ég hafi búist við þessu af Mel Gibson en maðurinn hefur þetta í sér greinilega;-) æðisleg ævintýramynd!/dáldið átakanleg á köflum,en engu að síður drama. Vildi bara að ég hafi séð hana í bíó,eða Hi-Def.
Mel Gibson sýndi að hann gat gert meira en að leika þegar hann gerði Braveheart og fékk 5 óskarsverðlaun fyrir vikið. Sú mynd hefur kannski ekki elst sem best en hún er ennþá góð. Nú á dögum er Mel orðinn svo áhrifamikill í Hollywood að hann getur nánast gert það sem honum sýnist. Árið 2004 gerði hann The Passion of the Christ sem var meira en lítið umdeild en óneitanlega mjög vel gerð. Tveimur árum síðar gerði hann þessa, Apocalypto.
Það var mikill dularhjúpur í kringum þessa mynd þegar hún var í vinnslu og sögusagnir um að Mel væri orðinn snar-geðveikur voru á kreiki. Hvaða heilvita maður myndi fara lengst inn í frumskóga Mexíkó með hóp af óþekktum leikurum sem margir eru Mayar og borga að mestu brúasann sjálfur? Myndin gerist s.s. á tímum Maya veldisins en snýst þó ekki um það. Þetta er í raun saga um fátækan þorpsbúa sem lendir í hremmingum. Þetta er blóðug hasarmynd sem hefst upp á annað plan vegna umhverfisins. Vondu Mayarnir eru mjög flottir og allir búningar eru framúrskarandi. Apocalypto er að mínu mati ein magnaðasta kvikmynd síðustu ára og skylduáhorf fyrir alla.
Mel er svo sannarlega brjálaður
Það hefur sjaldan verið eins erfitt fyrir mig að ákveða einkunn á eina mynd. Apocalypto er rosaleg mynd, og alveg frábær upplifun. Samt er eitthvað við hana sem að kemur í veg fyrir að hún nái að vera alveg stórkostleg.
Hún situr vafalaust eftir í manni, en samt er hún eitthvað svo... einföld! Nú, þrátt fyrir það þá náði brjálæðingurinn Mel Gibson að grípa mig með henni, meira svo hér heldur en með The Passion of the Christ (sem ég var heldur ekkert svo hrifinn af).
Það sem heillaði mig mest við Apocalypto er ekki saga hennar, heldur útlitið og framleiðslan. Jú jú, sagan og atburðarásin hélt mér í sætinu klárlega, en nákvæmnin sem fór í það að skapa þetta umhverfi er alveg óaðfinnanleg.
Myndin er annars töluvert hæg, en þó aldrei langdregin. Upp úr síðari helming myndarinnar skiptir hún aldeilis um gír og verður að straightforward eltingarleik, en skiptingin virkar samt eitthvað svo vel. Ofbeldi myndarinnar skilur líka töluvert eftir sig, enda má varla búast við öðru frá Gibson.
Apocalypto er á alla vegu óvenjulegt bíó, en fyrir þá sem kunna að meta slíkt, þá held ég að þessi sé pottþétt val.
8/10
Það hefur sjaldan verið eins erfitt fyrir mig að ákveða einkunn á eina mynd. Apocalypto er rosaleg mynd, og alveg frábær upplifun. Samt er eitthvað við hana sem að kemur í veg fyrir að hún nái að vera alveg stórkostleg.
Hún situr vafalaust eftir í manni, en samt er hún eitthvað svo... einföld! Nú, þrátt fyrir það þá náði brjálæðingurinn Mel Gibson að grípa mig með henni, meira svo hér heldur en með The Passion of the Christ (sem ég var heldur ekkert svo hrifinn af).
Það sem heillaði mig mest við Apocalypto er ekki saga hennar, heldur útlitið og framleiðslan. Jú jú, sagan og atburðarásin hélt mér í sætinu klárlega, en nákvæmnin sem fór í það að skapa þetta umhverfi er alveg óaðfinnanleg.
Myndin er annars töluvert hæg, en þó aldrei langdregin. Upp úr síðari helming myndarinnar skiptir hún aldeilis um gír og verður að straightforward eltingarleik, en skiptingin virkar samt eitthvað svo vel. Ofbeldi myndarinnar skilur líka töluvert eftir sig, enda má varla búast við öðru frá Gibson.
Apocalypto er á alla vegu óvenjulegt bíó, en fyrir þá sem kunna að meta slíkt, þá held ég að þessi sé pottþétt val.
8/10
Myndin er ekki ósvipuð Breaveherat, að mörgu leit. Einföld saga, gerist á 3-4 dögum. Læt sagnfræðinga dæma hvort sögusviðið sé 100% rétt en myndin er eins og bíó á að vera, saga sem gegnur upp, hraði, spenna, frumlega og ástarsaga. Eltingarleikurinn, sem er hálf myndin, er hreint út sagt fræbær.
Áhugaverð mynd frá Mel Gibson. Hann tekur okkur inn í heim menningar Maja rétt fyrir endaloka hennar, og sýnir okkur grimmd hennar gagnvart þeim sem eru minni, þ.e. smærri kynþáttum indíána. Aðalsöguhetjan verður fyrir því að þorp hans er brennt og fullorðnir þorpsbúar fluttir nauðugir til einnar af borgum Maja. Megnið af myndinni fer í baráttu aðalsöguhetju okkar fyrir því að lifa af og ítrekuðum tilraunum kvalara hans til að murka úr honum líftóruna. Sosum ekki stórkostlegur söguþráður, en kvikmyndatakan er stórkostleg og útlit fólksins, fatnaður, hús o.flr. er samkvæmt bestu vitneskju fornleyfafræðinga myndin þónokkuð spennandi. Allt er gert til að gera allt útlit og yfirbragð sem réttast. Grimmd Majanna er sannleikanum samkvæm, enda voru mannfórnir stundaðar af siðmenningum indíána þar sem nú er Mið Ameríka og Mexíkó. En önnur grimm siðmenning var á leiðinni, hverjir þeir eru sjáum við í myndarlok. Einn tekur við af öðrum - það hefur verið saga mannkyns.
Um myndina
Leikstjórn
Handrit
Aldur USA:
R
Frumsýnd á Íslandi:
12. janúar 2007