Náðu í appið
Bönnuð innan 16 áraMyndin getur valdið ótta hjá eða er ógnvekjandi fyrir ung börn

The Passion of the Christ 2004

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 19. mars 2004

By his wounds, we were healed.

127 MÍNAramíska
Rotten tomatoes einkunn 50% Critics
The Movies database einkunn 47
/100
Tilnefnd til þriggja Óskarsverðlauna; Fyrir kvikmyndatök, kvikmyndatónlist og förðun.

Myndin fjallar um síðustu 12 tímana í lífi Jesú Krists, og hefst þegar hann biðst fyrir í Getsemane garðinum og þegar Júdas Ískaríot svíkur hann. Þá er sýnt frá réttarhöldunum yfir Jesú þar sem Pontíus Pílatus og Heródes konungur voru í aðalhlutverki og frá pyntingum og háði sem hann þurfti að þola þar á milli. Þegar dauðadómurinn er kveðinn... Lesa meira

Myndin fjallar um síðustu 12 tímana í lífi Jesú Krists, og hefst þegar hann biðst fyrir í Getsemane garðinum og þegar Júdas Ískaríot svíkur hann. Þá er sýnt frá réttarhöldunum yfir Jesú þar sem Pontíus Pílatus og Heródes konungur voru í aðalhlutverki og frá pyntingum og háði sem hann þurfti að þola þar á milli. Þegar dauðadómurinn er kveðinn upp þá ber hann þungan krossinn upp á Golgata hæð í gegnum mannfjöldann sem spottar hann og beitir hann ofbeldi, þó að nokkrir borgarar geri hvað þeir geta til að lina þjáningar hans. Á meðan á þessu stendur er áhorfendum sýnd minningarbrot úr fortíðinni þegar hann er með móður sinni og lærisveinum, þar sem hann er að predika og kenna. Að lokum er hann festur á kross, hann deyr og er grafinn, en rís upp frá dauðum á þriðja degi. ... minna

Aðalleikarar


Jaa, ég verð bara að segja að þetta er einhver besta kvikmynd sem ég hef á ævi minni séð, og einnig sú ógeðslegasa. Eins og flestir ættu að vita fjallar kvikmyndin um síðustu 12 klukkustundirnar í lífi Jesú Krists. Myndin hefs í Getsemane-garðinum þar sem Jesú var svikinn af Júdasi og handtekinn. Þaðan er myndinni fylgt í gegnum þjáningar og krossfestingu Krist og endar kvikmyndin á upprisunni. Myndin er vægast sagt snilld. Ég hef aldrei séð jafnraunverulega kvikmynda-útgáfu um Jesú. Vandamálið með aðrar myndir var það að það sýndi ekki nógu og nákvæmlega hvað var að gerast í píslagöngunni. En þessin mynd gerir það sko 100 % og meira en það! Tónlistin er alveg frábær! Ég bjóst aldrei við að maður eins og John Debney gæti samið eitthvað svona frábært, enda hlaut hann óskarsverðauna tilnefingu fyrir frammistöðu sína. Kvikmyndataka Caleb Deschanel er alveg óútskýranleg! Frammistaða leikaranna er alveg frábær, sérstaklega hjá Jim Caviziel og Maia Morgenstern. Öll búningahönnn, listræn stjórnun, förðun og klipping, handrit og leikstjórn eru einnig í langhæsta gæðaflokki. Ég mæli eindregið með þessari FRÁBÆRU mynd!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Ég er ekki kristintrúar þannig ég fór ekki á myndina kanski með réttu hugarfari, en þetta er ein besta mynd sem ég hef séð, hún fær athygli manns alla myndina og ég hef aldrei á ævinni grátið jafn mikið yfir mynd.

Að horfa á þetta, pyntingar á saklausum manni og þetta er allt svo nákvæmt, 7 mínútna svipuatriðið...allt bara einum of vel gert, ekki hægt að gera þetta betur og raunverulegra, fékk bara illt í hjartað á að horfa á þetta. Ein best gerða mynd sem ég hef séð, en langt frá því að vera fyrir viðkvæma, ég er ekki viðkvæm fyrir bíómyndum en þessi mynd kallaði sko fram tárin. Annars mæli ég með þessari mynd fyrir þá sem þola að horfa á svona myndir með miklu blóði og raunverulegum pyntingum og ef þetta er sönn saga þá er virðingin mín fyrir Jesú búnað hækka um mörg level.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

OK Ég er ekki vanur að skrifa hér en ég sá þessa ógeðslegu mynd. Mér fanst ekki rétt að horfa á þessa mynd, því að ég vildi hafa trúna í mínum huga eins og ég lærði hana. En kærasta min vildi sjá myndina og ég létt vaða og horfði á hana. VÁ þetta eru pinttingar í tvo tíma þetta er ógeðslegt og ekkert smá lángdreið. Ég hef oft gaman að sjá grófar myndir, en ekki um mína TRÚ. TAKK FYRIR
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Ég get ekki sagt að ég hafi verið mjög trúaður maður og aldrei virkilega pælt í því að einhverju ráði. En eftir að hafa séð þetta ótrúlega sjónræna listaverk Mels Gibson, held ég að ég hafi séð ljósið! Söguna þekkja allir, en framsetning hennar í þessarri mynd er með slíkum afbrigðum að annað eins hef ég ekki séð á minni ævi. Stórgóður leikur, frábært útlit, tónlist og einstaklega tilfinningaþrungið andrúmsloft þessarrar myndar gripu mig svo miklum heljartökum að ég dofnaði í stólnum og fannst sem ég hefði svifið inn í einhverskonar draum þar sem ég varð máttlaus frammi fyrir hinum gríðarlegu sjónrænu, hljóðrænu og ekki síst tilfinningalegu stórskotum sem drundu svo á skilningarvitunum að mig langaði að brotna saman og hágráta eins og ungabarn! Svo mikil voru áhrif þessarrar myndar á mig, að ég gat ekki og get varla enn talað um hana eða hugsað til hennar án þess að tárast! Ég get vart orða bundist yfir mikilfengleik þessarrar myndar og mun ég bera endalausa virðingu til Mels Gibson fyrir að hafa lagt í þetta stórvirki.

Hann fær líka mikið kredit fyrir að hafa myndina á hinum fornu tungumálum Aramísku og Hebresku, og að hafa hana algjörlega lausa við allt Hollywood-lúkkið.

Þetta er án efa sú besta, en jafnframt tilfinningalega erfiðasta mynd sem ég hef nokkurn tíman séð og gef ég henni endalausar stjörnur.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Ég verð að byrja á að segja að það voru ansi margir hlutir sem lokkuðu mig á myndina. Mér fannst t.d flott að sjá þarna leikara sem er ekki þekktur svo þú sjáir einungis Jesús.

Tónlist myndarinnar var afbragðs góð. Leikararnir stóðu sig með prýði.

Sviðsmyndin og umgjörðin var líka frábær tugumálið flott og kom skemmtilega á óvart að að sjá bandaríkjamann gera mynd með öðru tungutaki en þessum hversdagslega kanahreim.

En innihald myndarinnar var hörmung og raunar sá ég ósköp lítið point í myndinni seinni partinn annað en það að Jesús var píndur og ótrúlega þunnt af Mel að vera að taka þennann eina kafla úr lífi Jesús, bara pyntingar og aftur pyntingar.

Hver var söguþráðurinn? Hvað um þessi þrjátíu ár sem Jesús lifði fyrir utan þessa síðustu daga?

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn